Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 11
jDagur-(Emmm |Dagitr-®tmími Laugardagur 30. nóvember 1996 - 23 Geymið blaðið! oœ ajxía Senn líður að jólum. Jólahaldið hefur tekið á sig töluvert hreytta mynd — það má segja að það sé búið að lengja jólaveisluna upp í mánuð eða rúmlega það, því að áramótapartíið rennur saman við jólagleðina. Desembermánuður er ein- hver annasamasti tími ársins á flestum vígstöðv- um. Það er svo mikið að gera alls staðar, allir svo uppteknir, að ekkert gerist. „Pví miður, við eigum ekki möguleika á að gera neitt fyrr en í ----------- fyrsta lagi í janúar,“ er viðkvæði sem heyrist oft. Þannig er það alltj- ent hjá mér. Jólahlað- borðin taka allan tíma. :^=== Þetta er uppteknasti tíminn í veitinga- faginu og er það bæði gott og hollt. Flestir veitingastaðir af stærri gerðinni eru með jóla- hlaðborð. Borðin svigna undan kræsingum og óhætt er að segja að þetta sé skemmtilegt innlegg í íslenska veitingahúsaflóru. Danskt eða ekki danskt? En þetta var ekki svona. Fyrir rúmum áratug var þessi mán- uður einhver sá lélegasti og harðasti fyrir „bransann“. Veit- SIGGI HALL ingamenn þurftu að vanda sig vel til að lifa þessa mánuði af, þ.e. nóvember, desember og janúar. Ég er ekki alveg viss hvar þetta byrjaði, þó að ég haldi að það hafi verið vinir mínir á veitingahúsinu Óðinsvé- um sem voru fyrstir. Þar hét það „danskt jólahlaðborð“, alhr réttirnir voru mjög danskir og reynt að halda í þann uppruna eins mikið og hægt var. Meira að segja matseðillinn var á dönsku (flæskesteg, frikadeller, æbleflæsk o.s. videre). Það skemmtilegasta við þetta er að svona er það enn í dag. Oft virðist eins og fólk haldi að þessi jólahlaðborðssiður sé einungis lélegt danskt fyrir- brigði, sem við íslendingar höf- um apað upp eftir Dönum. Sumt er kannski rétt, margt er danskt í kringum þetta hér á landi, en í raun eru jólahlaðborðin mjög útbreiddur siður á öllum Norð- urlöndimum. Á jólunum (þegar ég tala um jóhn, þá á ég við all- an desember) verður fólk kært, bæði út í sína nánustu og ná- granna og einnig út í allt sem viðkemur minningum, hefð- bundnum siðum og þjóð. Jólin eru hefðbundnasti tími ársins og á það sérstaklega við matinn. „í minni fjölskyldu er alltaf borðað hangikjöt á jóladag.“ Eitthvað þessu líkt heyrum við oft. Allt það besta í mat er dregið fram á jólunum og það er einfaldlega skýringin á jólahlaðborðinu. Við útbúum matborð sem er upp- fullt af öllum þeim hefðbundn- ustu spariréttum sem til eru. Svíþjóð, Finnland og Noregur Þetta mikla skandinavíska jóla- hlaðborð er töluvert svipað í uppsetningu, fílósófískt séð, en samt er örlítið frábrugðinn sið- ur hver í sínu landi. Svíarnir Oft virðist eins og fólk haldi að þessi jólahlað- borðssiður sé einungis lélegt danskt fyrirbrigði, sem við íslendingar höfum apað upp eftir Dönum. eru töluvert með síld á sínum borðum. Einnig er mikið um ýmsa pylsu- og bjúgnarétti hjá þeim. Það heitir „korv“ á sænsku. Það eru ekki neinir úr- gangssperðlar þar á borðum, heldur vandaðar og vel gerðar pylsur. Jólaskinkan vinsæla er oft kölluð „sænsk", en hún er það ekkert endilega, því að hún er á borðum hjá okkur öllum. Sænska borðið er oft frekar lát- laust og fast í skorðum. Á því eru ákveðnir réttir og þannig á það að vera. Finnarnir, vinir mínir, eru þjóð sem er mjög stolt af sínum mat. Þar er hreindýrakjöt auð- vitað fremst í flokki. Mjög hefð- bundið í Finnlandi er að vera með það reykt, ekkert ósvipað og okkar hangikjöt. Einnig er töluvert um ýmsan vatnafisk: reyktan eða saltaðan, kryddleg- inn eða kavíar. Finnska hlað- borðið ber töluverðan keim af skóginum (eins og reyndar Finnland allt). Norðmennirnir eru aftur á móti svipaðir okkur íslending- um í tilfinningum, þegar þær snúast um jólahlaðborð. Hjá þeim er þetta veisla sem er framlenging á jólahátíðinni. Öll norsk ijalla- og bæjarhótel eru með jólahlaðborð og held ég það jafnvel byrji í október, því að ásóknin er svo mikil. Sá sem er með flesta réttina vinnur. Það sama er upp á teningnum þar og hjá okkur: þú ert ekki maður með mönnum, nema þú hafir farið á minnst tvö, helst þrjú jólahlaðborð. Það er sama hvað hver segir, þessi siður er góður. Það var bara tímaspursmál hvenær þessi þjóðlegi, norræni jólasiður næði fótfestu hér. Við íslending- ar höfum alltaf verið aðeins á eftir frændþjóðum vorum, en erum samt smátt og smátt að ná þeim. (Farnir að vinna þá í handbolta m.a.). Við eigum bar- asta að vera ánægð öllsömul með þennan sið. Jólahlaðborðið er birta í skammdeginu; ágætis ástæða fyrir stóra sem smáa að lyfta sér upp í desember og gera desembermánuð að því sem hann á raunverulega að vera — gleðilega jólamánuðin- um. Danskt jólaglögg Siggi IJall fræðir okkur um danskt jólahlaðborð hér að ofan og hér komum við með eina jólaglöggsuppskrift frá frændum okkar Dönum. Heitur og ljúfur drykkur á köld- um dimmum desemberkvöld- um. Fyrir jjóra 2 dl sykur 1 stk. engiferrót (eða duft) 1 kanilstöng 6 negulnaglar '/1 vatn 1 jlaska rauðvín (ca. 70 cl) safi úr tveimur sítrónum Ath! Gott að setja eitt glas af portvíni saman við Blandið sykrinum, kryddinu og vatni í pott og fáið upp suðu. Látið blönduna standa í 15 mínútur. Sigtið. Blandið sítrónusafanum saman við rauðvínslöginn. Hitið án þess þó að sjóða og berið fram heitt. Bindindismönnum er rétt að benda á að hægt er að fá óáfengt rauðvín í mörgum stór- mörkuðum. Hinir, sem vilja áfenga rauðvínið, ættu að hafa í huga að drekka í hófi og rnunið: EKKI KEYRA HEIM!

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.