Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 2
14- Laugardagur 30. nóvember 1996 iDagur-ðlmrátn Fyrir smáfólkíft Flaklypa Hvað er nú það? Jú, Flaklypa er norsk brúðumynd með dönsku tali þar sem sögð er saga hjóla- og uppfinninga- mannsins Teodor Fælgen og vina hans Sofusi (alltaf jákvæður) og Ludvig (óþol- andi neikvæður). Sýningin er kl. 14 í Norræna húsinu og aðgangur er ókeypis. íslensk túlkun Þeir sem ekki hafa orðið þeirrar ham- ingju aðnjótandi að hafa búið í Skandinavíu og skilja þeirra hrognamál geta fengið íslenska túlkun á skandina- víska verkinu Kardemommubærinn í dag kl.14. Á Akureyri verða Dýrin í Hálsa- skógi sýnd í dag og á morgun kl. 14. Latíbær Nú hafi börnin verið alin upp við hreintungustefnu og föðurlandsholl- ustu - eða bara íslenskt Já takk! hafa þau úr ýmsu að velja, séu þau á höfuð- borgarsvæðinu. T.d. farið á Áfram Lata- bæ! þar sem þau munu líklega falla í stafi yfir ótrúlegu fjaðurmagni Magnúsar Scheving í hlutverki íþróttaálfsins. Þau verða kannski altekin eins og 6 ára drengur sem eftir sýningu um síðustu helgi tók loks ákvörðun um sitt framtíð- arstarf. „Ég ætla að verða Magnús Scheving þegar ég er orðinn stór. Vinur minn getur verið Magnús Ver.“ Jólastemnming Börn sem hafa lagt leið sína niður í miðbæ Reykjavíkur hafa áreiðanlega smitast af nýuppsettum jólaskreytingum. Slík börn má t.d. fara með í Möguleik- húsið á sunnudaginn kl.14 á nýtt íslenskt barnaleikrit: Hvar er Stekkjastaur? Karl- anginn mætti ekki á réttum -tíma til byggða. Halla leitar hans og finnur karl- inn í helli í Esjunni í mótmælasetu. Hon- um er nefnilega orðið illa við ysinn og þysinn í mannheimum. Gijla og Jesú IGerðubergi á sunnudaginn kl. 14 verður Kka frumsýnd- ur jólaleikur um Leiðinda- skjóðu, dóttur þeirra Grýlu og Leppalúða, og jólaguðspjallið. Sjá umíjöllun á síðunni. Bamabókamyndir Til að nota ferðina upp í Breiðholt, er tilvalið að venja börnin við að fara á myndlistarsýningu. Þar er sýning á myndskreytingum í norrænum barna- bókum sem er opin frá 12-17 um helgar. Sögustimd Milli kl. 14‘ög 15 í dag verður sögu- stund með Sigrúnu Eldjárn, Illuga Jökulssyni og Bergljótu Arnalds í Kaffi- galleríinu-Amma í Réttarholti í Þingholt- stræti 5. Meðan börnin hlusta hugfangin geta hinir fullorðnu rölt um húsið sem hýsir vinnustofur ýmissa listamanna. Engl; ugin í Deigl Elar nglasýningin í beiglunni á Akureyri ætti að róa niður hvaða barn sem er. Hún verður opnuð kl. 14 í dag og er til- einkuð börnum á öllum aldri. Sjá um- fjöllun á menningarsíðu. Af hverju við iól? eiðindaskjóða er fengin til byggða að skemmta krökkum. Henni finnst það ekkert mjög skemmtilegt og tekur upp á því að lesa upp úr biblíunni. Hana rekur fljótlega í vörð- urnar því það er ýmislegt þarna sem hún skilur ekki.“ Þetta sagði Ása Hh'n Svavarsdóttir, sem leikstýrir Helgu Arnalds í brúðuleik- sýningunni „Jólaleikur" eftir Hallveigu Thorlacius sem frumsýnd verður á morgun í Gerðubergi. Leikritið fjallar um Leiðindaskjóðu, dóttur Grýlu og Leppalúða, og leit hennar að því hvers vegna við höldum jól. Leiðindaskjóða viðurkennir fyrir krökkunum að henni finnist hundleiðin- legt að skemmta. „Hún segir að þetta hafi verið mun betra í gamla daga þegar íslensku jólasveinarnir komu til byggða bara til að stela, hrekkja og stríða. Og hún vilji helst láta þessar útlensku pjatt- rófur, jólasveinana með hvíta skeggið og rauðu húfurnar bara um þetta. Þetta sé ekki íslenskum jólasveinum samboðið." Leiðindaskjóða rekur þá augun í pakkastafla og fer að velta fyrir sér hvers vegna við höldum eiginlega jólin en hún hefur fram að þessu búið við söguskýringu móður sinnar, þ.e. að jólin séu haldin til að taka á móti bræðr- um hennar. Asni, sauður, fjárhirðar og erkiengill „En Leiðindaskjóða segist vita að sumir haldi að jólin séu bara haldin hátíðleg út af pökkunum." Þegar Leiðinda- skjóða fer að gægj- ast á pakkana reyn- ast þeir merktir henni. „Hún opnar pakka og upp úr honum kemur asni sem henni finnst að sjálfsögðu mjög asnaleg gjöf. Síðan kemur sauður og hún bítur í hann því hún er vön að fá sér væna flís af feitum sauð fyrir jóhn. Þá höldum Leiðindaskjóða með vitringunum þremur á leið til Maríu og Jóseps. koma fjárlúrðar og hún spyr hvað í ósköpunum dóttir Leppalúða eigi að gera við svona dúkkudrasl. Svo er bank- að upp á lokið í einum kassanum og upp flýgur erkiengillinn Gabríel." Birting Gabríels hressir upp á minni Leiðindaskjóðu og þá fer jólaguðspjallið að rúlla eftir því sem hún opnar fleiri pakka því í þeim finnur hún allar per- sónurnar. Gabríel skýtur svo inn orði og orði. „Ilann notar stundum hátíðlegt og upphafið mál. Leiðindaskjóða hnýtir í þetta málfar og spyr hvort hann geti ekki talað pínulítið alþýðlegar þannig að krakkarnir og hún skilji þetta.“ Þannig eru torskilin orð jólaguð- spjallsins skýrð fyrir áhorfendum án þess að börnin fari á mis við „sjarmann við upphafninguna,“ segir Ása Hlín. Krakkarnir taka líka mikinn þátt í sýn- ingunni og aðstoða persónur verksins. í lokin hefur Leiðindaskjóða svo upp- götvað, og þá börnin væntanlega Iíka, af hverju jólin eru haldin hátíðleg, skeiðar upp í Grýluhelli til að láta slektið vita. LÓA María og Jósep með Jesúbarnið. Iistmunasýn- ing Hörpu Sýning Hörpu Kristjánsdóttur, gull- og silfursmiðs, var opnuð í Galleríi Sævars Karls, föstudaginn 22. nóv- ember og stendur til 12. desember. Þar verða sýndir smíðisgripir úr góð- málmum sem Harpa hefur hannað og smíðað undanfarin misseri. Sýningin er opin á verslunartíma. Harpa er einn af fáum sérmennt- uðum silfursmiðum á íslandi. Hún sækir viðfangsefni sín til þjóðlegra sagna og hefða í íslenskri silfursmíði en með skarpri hönnun nær hún að sveipa gripina nútímablæ. Þó silfur- smíði Ilörpu sé að mörgu leyti byggð á þjóðlegum grunni er handverks- hefðin hér á íslandi hvergi nærri eins sterk og samfelld og á Norðurlöndum þar sem Harpa stundaði nám. Silfur- smíði, sem sérstakt fag, hefur látið lítið yfir sér á síðustu áratugum og hafa hefðbundin viðfangsefni ís- lenskra silfur- og gullsmiða verið einna helst kvensilfur af öllu tagi annars vegar og kirkjusilfur hinsveg- ar. í þennan brunn sækir Harpa við- fangsefnið og þróar til nútíðar og sýn- ir bæði skartgripi og kirkjusilfur.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.