Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 5
iDitgur-tHímiraT Laugardagur 30. nóvember 1996 -17 MENNING O G LISTIR „Ég á nokkra kunningja sem ég reyni að móðga eins mikið og ég get þegar ég hitti þá, og þeir mig, en allt í góðu. Dagsdaglega held ég að ég sé tiltölulega kurteis," segir Sigurður. Himna- ríki Leikritið Himnaríki eftir Arna Ibsen í leikstjórn Arnórs Benónýssonar. 2. sýning mánu- daginn 2. des. kl. 21. 3. sýning föstu- daginn 6. des. kl. 21. Ath. takmarkaður sætafjöldi. Miðapantanir í síma 464 3107. Nærfæmislega valinn óþverri Skemmtileg skot á náung- ann er samansafn hent- ugra og snjallra mógðana við ýmis tækifæri sem Sigurður G. Valgeirsson hefur tekið sam- an. Dagur-Tíminn hafði sam- band við Sigurð til að komast að því hvers konar bók væri hér á ferðinni. „Ætli megi ekki segja að þetta sé nærfærnislega valinn óþverri," segir Sigurður og hlær. Hugmyndina að bókinni segist hann hafa _____—-—~ fengið fyrir nokkrum árum þeg- ar hann rakst á svipaða bók er- lendis. „Ég hef mjög gaman af bókum með ýmiskonar speki og þótti þetta óvenjulegt safn því tilvitnanirnar voru allar frekar nastí og oft fyndnar. Ég fór síð- an að líta í kring um mig, bæði í bækur og hlusta á fólk, og komst að því að mjög margt af því sem er fleygt er á vissan hátt skot á náungann. Sumir eru aldrei fyndnir nema á kostnað annarra.“ „Reyndar var eitt skot frá pabba heitnum sem mér fiimst nokkuð gott en því miður náði ég ekki að koma því inni í bók- ina. Þetta gerðist þegar pabbi var ungur og var á balli. Upp úr miðnætti kom til hans maður og sagði: t>ú sagðir að konan mín væri með skegg. Þá svaraði pabbi: Ég sagði aldrei að hún væri með skegg. Ég sagði bara að hún þyrfti að raka sig.“ - Ert þú ekkert hræddur um að einhver verði móðgaður yfir bókinni? „Jú, hugsanlega gætu ein- hverjir móðgast. En eins og segir í einhverri speki þá er til- gangurinn með tilvitnunum af þessu tagi að móðga fólk með orðum annarra. Þar sem öll orðin í þessari bók eru orð ann- arra get ég borið það fyrir mig.“ - Ilvað með sjálfan þig, finnst þér gaman að móðga fólk? „Ég á nokkra kunningja sem ég reyni að móðga eins mikið og ég get þegar ég hitti þá, og þeir mig, en allt í góðu. Dags- daglega held ég að ég sé tiltölu- lega kurteis.“ AI Úr ýmsum áttum Uppistaðan í bókinni eru skot á þekktar persónur sem Sigurður hefur tínt saman úr erlendum bókum en þó er einnig að finna móðganir úr íslensku samfélagi. „Þessi skot eru héðan og þaðan. Mest er þetta upp úr bók- um,“ segir hann og nefnir Stein Steinarr og Halldór Laxnes sem dæmi um höf- unda sem hafi látið ýmis- legt vaða um náungann. En kom ekki til greina að nota tækifærið og koma með eigin spælingar? Skot á náungaim Gylfi Þ. Gíslason (f. 1917, prófessor í hagfræði og ráð- herra): „Við verðum að muna, að við erum öll að borða sama graut- inn...“ Svavar Guðjónsson (1917- 1973, verkamaður í Reykjavík): „Já, en sum okkar hafa sleif- ar og önnur aðeins teskeiðar.“ Lafði Astor: „Winston, ef ég væri gift þér myndi ég eitra kaffið þitt.“ Winston Churchill (1874- 1946, forsætisráðherra Breta): „Nancy, ef þú værir konan mín myndi ég drekka það.“ Sandra Harris (Þáttagerðar- maður hjá BBC): „Eru múrar stéttaskiptingar- innar hrundir?" Barbara Cartland (f. 1901, breskur rithöfundur af aðals- ættum): „Auðvitað eru þeir það. Ann- ars myndi ég ekki sitja hér og spjalla við manneskju eins og þig“ Groucho Marx (1890-1977, bandarískur gamanleikari): „Ég engdist af hlátri alveg frá því ég tók bók þína upp og þar til ég lagði hana frá mér. Ég ætla að lesa hana við tækifæri." (Sagt um fyrstu bók banda- ríska rithöfundarins S.J. Perel- man) Efling. ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20 . ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld. Uppselt. Fimmtud. 5. des. Orfá sæti laus. Síðustu sýningar fyrir jól. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson 3. sýn. á morgun, sunnud.Uppselt. 4. sýn. föstud. 6. des. Nokkur sæti laus. 5. sýn. sunnud. 8. des. Nokkur sæti laus. Síðustu sýningar fyrir jól. NANNA SYSTIR eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Lau. 7. des. Nokkur sæti laus. Síðasfa sýning fyrir jól. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner í dag kl. 14.00. Órfá sæti laus. Á morgun kl. 14.00. Uppselt. Næstsíðasta sýning. Aukasýning sunnud. 8. des. kl. 14. Síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Á morgun. Föstud. 6. des. Sunnud. 8. des. Síðustu sýningar fyrir jól. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson I kvöld. Uppselt. Fimmtud. 5. des. Laugard. 7. des. Síðustu sýningar fyrir jól. Athugið aö ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. ★ ★ ★ GjAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF ★ ★ ★ Listaklúbbur Leikhúskjallarans Mánud. 2. des. kl. 21.00 Gleðileikur séra Snorra Björnssonar á Húsafelli „SPERÐILL", elsta varðveitta leikrit ritað á íslensku. .Griðkvennaflokkur Snorra á Húsafelli" flytur, þær eru: Guðrún Glsladóttir, Hanna María Karlsdóttir, Ingrid Jónsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir. Inngangsorð flytur Þórunn Valdimarsdóttir, sagnfræðingur. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, miðvikudaga til sunnudaga kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga i síma 551 1200. Leikfélag Dalvíkur sýnir Stútunga- sögu (eða kyrrt um hríð) Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Sýning: Laugardag 30. nóv. kl. 21. Sýnt er í Ungó. Miðapantanir sýningardagana í síma 466 1900 milli kl. 17 og 19. Leikfélag Dalvíkur. LEIKFÉLAG AKUREYRAR Dýriní Hálsaskógi eftir Thorbiorn Egner Sýningar: Laugard. 30. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 1. des. kl. 14.00 Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Simi í miöasölu: 462 1400. |Dagur-'2Emttmt - besti tími dagsins!

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.