Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 12
24 - Laugardagur 30. nóvember 1996 ^Dagur-ÍHmmm |Dagur-'3Imttmt Þetta tekur smá tíma. En ef vel tekst til er fyrirhöfnin þess virði. Notið blöð eða pappa til að búa til form: 4 rétthyrn- ingar, þar af tveir jafn- Piparkökuhús stórir fyrir þakið (21x25 cm) og tveir fyrir hliðarveggina (21x8 cm). 4 rétthyrningar fyrir stromp- inn (2.5x4 cm) Bakhlið og framhlið sem passar við stærð hliðarveggj- anna og þaksins. Einnig hægt að gera mót fyr- ir grenitré og girðingarstaura (1.5x7 cm) Deig: 500 g sýróp 250gsykur 100 g smjör 2 egg 600 g hveiti 400 g fínt haframjöl 5 tsk. lyftiduft 4 tsk. kakó 2 tsk. kanill 1 tsk. anís / tsk. negull Frostingur: 4 eggjahvítur ca. 1 kg flórsykur Skraut: Hlaupmolar kex smartís hnetur (pistasíuhnetur) ofl. Aðferð: 1. Deigið: Hitið sýrópið og syk- urinn í potti þar til sykurinn hefur leyst upp. Kælið. Hrærið sýrópsblöndunni saman við smjörið og eggin. Bætið hveiti, hafra mjöli, lyftidufti og kryddi saman við og hnoðið í mjúkt deig. 2. Fletjið deigið út þar til það er orðið 1 cm þykkt. Setjið formin á deigið og skerið út eftir þeim. Búið til op fyrir glugga og dyr í framhlið hússins. Sáldrið hveiti á tvær bökunarplötur, setjið deigið á og bakið í 200°C heitum ofni í 15 mínútur. Kælið á bökunargrind. 3. Frostingur: Stífþeytið eggja- hvíturnar, sigtið flórsykur inn og blandið saman við. Þá er komið að því að púsla lista verkinu saman. 4. Notið kökufat eða hvítan pappa undir. Byrjið á því að líma saman hliðarnar fjórar á húsinu með frostingnum. Látið þorna. Setjið síðan þakið á og að lokum strompinn. Þegar frosting- urinn hefur þornað setjið þá meiri frosting á öll sam- skeyti. "" ’ 5. Skreytið framvegginn og þakið með sælgæti. Bætið um betur með því að búa til grýlukerti úr frostingnum sem hanga fram af þakinu. 6. Notið frostinginn til að líma hnetur á jólatréð og h'mið tréð síðan í garðinn fyrir framan húsið. Raðið girð- ingastaurunum í kringum húsið og skreytið með mikl- um flórsykri (til að tákna snjóinn). Látið þorna. Ath! Til að ná fram réttu jólastemmningunni er hægt að setja litla Ijósaperu (sem geng- ur fyrir batterO inn í húsið og lýsa það upp. GÓÐA SKEMMTUN!

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.