Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Side 1
Góða helgi!
Laugardagur 21. desember 1996 - 79. og 80. árgangur - 245. tölublað
Úr jólaleikriti Leikfélags Akureyrar, Undir berum himni, sem frumsýnt verður 29. desember. Mynd: Páll A. Pálsson
LISTAMAÐUR
Á HESTBAKI
Pétur Behrens er myndlist-
armaður búsettur í Breið-
dal á Austurlandi. En
hann gerir fleira en að mála.
Hann er líka hestabóndi og hef-
ur mjög ákveðnar skoðanir á ís-
lenskri hrossarækt. Svo finnst
honum algjör óhæfa hvað land-
inn keyrir hratt og síðast en
ekki síst segir harin að á Egils-
stöðum bráðvanti reiðskemmu.
Sjá. bls. 21.
NÝR
SPÁMAÐUR?
Góð sala bókarinnar „Lög-
málin sjö um velgengni"
hefur vakið forvitni enda
ekki algengt að bækur sem
flokkaðar eru sem heimspekirit
nái svo mikilli sölu. Þýðandinn,
Gunnar Dal, segir að helst megi
líkja þessari bók við Spámann-
inn eftir Klialid Gibran, sem
Gunnar þýddi einmitt líka. „Þó
bókin byggi á gömlum grunni
er hún ótrúlega ný og fersk og
með hugmyndafræði sem er vel
við hæfi 20. aldarinnar," segir
Gunnar og telur að hér sé um
mannbætandi bók að ræða.
Sjá bls. 19.
MAÐUR VIKUNNAR
j
IÓLIN f LEIKHÚSINIJ
Leikhússunnendum ætti
ekki að leiðast þessi jól.
Annan í jólum frumsýnir
Þjóðleikhúsið Villiöndina eftir
Henrik Ibsen og þann 29. des-
ember frumsýnir Leikfélag Ak-
ureyrar leikritið Undir berum
himni á nýju leiksviði sínu, sem
kallað er Renniverkstæðið.
Villiöndin er af mörgum talið
eitt allra besta leikrit Ibsens og
segir frá ljósmyndaranum
Hjálmari Ekdal og íjölskyldu
hans. Þrátt fyrir þröngan kost
unir íjölskyldan glöð við sitt þar
til dag einn er gamall vinur Qöl-
skylduföðursins birtist óvænt og
ógnar öruggri tilverunni.
Undir berum himni gerist í
borgarastyrjöld í ónefndu landi.
Tveir vegmóðir göngumenn
leita leiða til að bjarga lífi sínu
við óblíðar aðstæður. Fyrir-
heitna landið þar sem frelsið
ríkir er áfangastaður þeirra en
leiðin er ekki greið. Leikritið er
barmafullt af tilvísunum í tón-
listar-, lista- og menningarsögu
Vesturlanda. Verkið setur gildi
hinnar vestrænu menningar
undir mæliker en er um leið
næm lýsing á sambandi tveggja
manna sem geta ekki án hvors
annars verið en eiga þó erfitt
með að nálgast hvorn annan.
Hinn alvarlegi undirtónn verks-
ins er iðulega undirstrikaður
með meinlegri fyndni.
Sjá bls. 16 og 17.
Grýla heitir grettin mær og
er sú hin sama maður vikunn-
ar. Konan bak við jólasveinana.
Hver haldið þig eiginlega að
fylli poka þeirra bræðra áður
en þeir halda til byggða? Sam-
kvæmt óvísindalegri skoðana-
könnun Dags-Tímans má gera
ráð fyrir að íslensk börn fái í
skóinn fyrir um 100 milljónir á
ári og því óhætt að segja að hún
Grýla leggi ríflega í þjóðarbúið.
Svo er hún líka svo hundgömul
að Þórður í Haga er eins og
smástrákur í samanburðinum
og því þýðir ekki annað en að
bera svolitla virðingu fyrir
kellu.