Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Blaðsíða 5
Jlitgur-ÍÍIínrátH Laugardagur 21. desember 1996 -17 MENNING O G LISTIR Húmorískur harmlcikur „Þetta er gríðarlega gott verk. Að mínu mati með betri leikritum leikbókmenntanna. Bœði er í því spennandi og skemmtileg saga og mjög litríkar og lifandi mannlýsingar. Það sem gerir verkið líka skemmtilegt er að þó þetta sé í rauninni harmleikur, endi t.d. mjög sorglega, er það samt á köflum alveg sprenghlœgilegt. “ Jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár er leikritið Villiöndin eft- ir Henrik Ibsen og eins og sjá má á tilvitnuninni hér að of- an er leikritið í sérstöku uppá- haldi hjá leikstjóranum, Stefáni Baldurssyni. „Höfundurinn er svo mikill mannþekkjari. Þetta fólk sem hann skapar fer að skipta mann máli strax í byrjun og áhorfandinn sogast inn í at- burðarásina,“ heldur Stefán áfram. Ibsen skrifaði Villiöndina fyr- ir um einni öld síðan. í leikrit- inu segir frá Ijósmyndaranum Hjálmari Ekdal og fjölskyldu hans. Þrátt fyrir þröngan kost unir fjölskyldan glöð við sitt þar til dag einn er gamall vinur fjöl- skylduföðurins birtist óvænt og ógnar öruggri tilveru hennar. „Þessi maður býr yflr ákveðinni vitneskju um íjölskylduna sem er ekki á allra vitorði," segir Stefán. „Hann er siðaprédikari sem vill að sannleikurinn fái að ríkja. Þessi sannleikur hefur hinsvegar mjög afdrifaríkar af- leiðingar fyrir þessa fjölskyldu „...spurningin sem höfundur er að velta upp er m.a. hvort stundum sé ekki í lagi að láta satt kjurrt liggja. “ og spurningin sem höfundur er að velta upp er m.a. hvort stundum sé ekki í lagi að láta satt kjurrt liggja. Einnig hversu mikla afskipasemi eigi að vera með gagnvart náunganum." Eins og Kardimommubærinn? Villiöndin hefur tvisvar sinnum verið á íjölunum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og einu sinni í Þjóðleikhúsinu. Nú eru hinsveg- ar meira en tveir áratugir síðan verkið var sýnt í Reykjavík og telur Stefán löngu kominn tíma á verkið aftur. „Ég segi stund- um í gríni að þetta sé eins og með Kardimommubæinn sem þarf að endursýna fyrir hverja kynslóð barna. Villiöndin er eitt af þeim leikritum sem allir hefðu þurft að komast í kynni við einhvern tímann á ævinni. Þannig að það er full ástæða til að sýna það alltaf á nokkurra áratuga fresti.“ ÞJÓDLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 Jólafrumsýning: VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen 26. des. kl. 20. Uppselt. 2. sýn. föstud. 27. des. Uppselt. 3. sýn. laugard. 28. des. Uppselt. 4. sýn. föstud. 3. jan. Örfá sæti laus. 5. sýn. fimmtud. 9. jan. 6. sýn. sunnud. 12. jan. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson 6. sýn. fimmtud. 2. jan. Nokkur sæti laus. 7. sýn. sunnud. 5. jan. Nokkur sæti laus. 8. sýn. föstud. 10. jan. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Laugard. 4. jan. Laugard. 11. jan. Barnaleikritið LITLIKLÁUS0G STÓRIKLÁUS eftir H.C. Andersen verður frumsýnt seinni hluta janúar. Miðasala auglýst síðar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT AÐ HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Föstud. 27. des. Nokkur sæti laus. Laugard. 28. des. Nokkur sæti laus. Föstud. 3. jan. Sunnud. 5. jan. Fimmtud. 9. jan. Föstud. 10. jan. Athygli skal vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn ettir að sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Sunnud. 29. des. Laugard. 4. jan. Laugard. 11. jan. Athugið aö ekki er hægt að hleypa gest- um inn í salinn eftir að sýning er hafin. ★ ★ ★ GJAFAKORTÍLEIKHÚS- SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF ★ ★ ★ Miðasalan verðuropin kl. 13-20 laugard. 21. des. og sunnud. 22. des., kl. 13-18 á Þorláksmessu, á aðfangadag er lokað, annan dag jóla verður opið kl. 13-18. Valinn maður í hverju rúmi Stefán hefur áður leikstýrt Villi- öndinni, í Borgarleikhúsinu í Árósum fyrir 7-8 árum. Hann segir margt vera líkt með þess- ari uppfærslu og þeirri sem hann leikstýrði í Danmörku en áherslurnar Liljóti þó alltaf að breytast eitthvað með nýjum leikurum, búningahönnuðum og leikmyndateiknara. En hóp- urinn sem standi að sýningunni í þetta sinn sé svo sannarlega góður. „Það er stórleikari á hverjum pósti. Pálmi Gestsson og Edda Heiðrún Backman leika hjónin, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir dótturina og Sigurður Sigurjónsson aðkomu- manninn sem kemur öllum hörmungunum af stað,“ segir Stefán en auk þeirra fjögurra eru nokkur minni hlutverk sem eru ekki síður vel skipuð. Þar á meðal eru t.d. þeir Gunnar Eyj- ólfsson og Valur Freyr Einars- son sem báðir standa á ákveðn- um tímamótum í leikhúsinu. Gunnar að leika sitt 100. hlut- Frá æfingu á Villiöndinni, jólaleikriti Þjóðleikhússins í ár. verk í Þjóðleikhúsinu en Valur Freyr sitt fyrsta. En hvernig ætli sé í leikhús- inu fyrir jólin. Skapast öðruvísi stemmning en fyrir hin leikrit- in? „Ekkert endilega," svarar Stefán. „Það er samt oft mjög sérkennilegt að æfa jólasýningu því tímasetningar verða svo skrýtnar. T.d. er langt frá síð- ustu æfingu fram að frumsýn- ingu vegna jólanna. Það sem er óvenjulegt núna er hinsvegar þessi flensa sem hefur farið mjög illa með okkur í leikhús- inu síðustu daga. En ég vona nú að þetta náist allt. Það er mikill hugur í mönnum." AI |niDjTTll'uÉ7IFlfcni.I>~'|^|~'1 I ~ *I“ M wjrj LEIKFELAG AKUREYRAR Edda Heiðrún Backman og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum. Myndir: Pjetur Undir berum himni eftir Steve Tesich Frumsýning ó „Renniverkstæðinu" (Sfrandgötu 49) sunnudaginn 29. des. kl. 20.30. Uppselt 2. sýning mán. 30. des. kl. 20.30. 3. sýning lau. 4. jan. kl. 20.30. 4. sýning sun. 5. jan. kl. 20.30. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. JMagjej fgwt Úwnm (ýjajalíwd á ‘íhjwi í Hláliaikóqi et titiuiiin jóla- ()jóf fijm ijiujitu kt/iiilóóiiia. :Uafid lamland túi núiaiötu Samicomúhúsinu Sigrún Astrós Föstud. 27. des. kl. 20.30. Aukasýning - Allra síðasta sinn. Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner Aukasýningar: Laugard. 28. des. kl. 14. Sunnud. 29. des. kl. 14. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. - besti tími dagsins!

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.