Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Síða 8

Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Síða 8
20 - Laugardagur 21. desember 1996 íOagnr-CDmimT Váka-Helgafell hefur gefiö út bók- ina Siglfirskar þjóðsögur og sagn- ir sem Þ. Ragnar Jónasson, fræði- maður og fyrrverandi bæjargjaldkeri á Siglufirði, hefur tekið saman. Stór hluti sagnanna í bókinni birtist nú í fyrsta sinn á prenti. Fjölda þeirra hefur Ragn- ar skráð sjálfur eftir siglfirskum lieim- ildamönnum, sumar eru fengnar úr handritum annarra og aðrar valdar úr ýmsum prentuðum bókum, blöðum og tímaritum. í bókinni eru 113 þjóðsögur og sagnir úr hinum fornu Siglufjarðarbyggðum nyrst á Tröllaskaga en þær eru taldar frá vestri: Úlfsdalir, Siglufjörður, Siglu- nes, Héðinsfjörður og Hvanndalir. Þarna er meðal annars að finna sagnir af huldufólki, viðburðasögur, draugasögur, dulrænt efni og sögur af baráttu við óblíð náttúruöfl. Þ. Ragnar Jónasson hefur undanfarna áratugi skráð margs kyns fróðleik um Sigluijörð sem hann hefur birt í bókum, blöðum og tímaritum en með þessari bók varpar hann ljósi á mikilsverðan þátt í sögu Siglufjarðarbyggða. Dagur-Tíminn birtir hér nokkur brot úr bókinni með leyfi útgefanda. Báturinn sem hvarf Eftirfarandi frásögn skráði Þ. Ragnar Jónasson eftir Þórhöllu Hjálmarsdóttur frá Dalabæ árið 1986. Þórhalla Hjálmarsdóttir og Sigurður Jakobsson bjuggu á Dalabæ frá 1930 til 1950. „Það var einn morgun að áliðnum vetri eða snemma vors að ég fór upp á loft í húsi mínu á Dalabæ, en í norður- enda þess var geymdur kornmatur lieimilisins. Það var venjan að kaupa slíkan mat á haustin til næstu sex mán- aða, því það gat komið fyrir að ófært væri á sjó til Siglufjarðar allan veturinn. Mér varð litið út um gluggann á norð- urstafninum. Sá ég þá hvar trillubátur kemur vestur með landinu. Það var frek- ar ágangsveður á norðaustan og upp- gangskvika. Mér fannst hann fara of grunnt í svona veðri en hann hverfur undir bakkana rétt austan við stekkinn. Af þessu hafði ég áhyggjur, því þarna eru sker og grynningar. Ég sagði nú Sigurði bónda mínum frá þessu. Hann brá skjótt við, útbjó sig í snatri og fór ofan á Stekkjarbakkann til þess að aðgæta hvort ekki þyrfti að hjálpa bátnum að lenda. En hann sá engan bát. Fór hann svo út með allri ströndinni alla leið heim í Engidal. Þar sem kominn var sími á Sauðanesvitann hringdi hann til lögreglunnar á Siglufirði og spurði eftir því hvort nokkur bátur hafi farið þaðan um morguninn. Hann beið svo í dálítinn tíma meðan verið var að athuga þetta. En enginn bátur hafði l'arið á sjó þann dag. Hélt hann aftur af stað heimleiðis og suður alla bakka meðfram sjónum en fann ekki neitt. Kom hann svo heim eftir marga klukku- tíma og hafði orð á því að maður gæti trúað því að það væri 1. apríl, en svo var nú ekki. Ekkert skildi ég í þessu því ég var svo viss í minni sök. Eg sá tvo menn í bátn- um svo greinilega. Annar sat aftur f og stýrði en hinn stóð framan við vélarhús- ið. Trillan var af venjulegri gerð, aðeins byggt yfir vélina en opin að öðru leyti. Var þetta hulduskip? Hver svarar?" Bláklæddu konurnar Söguna um bláklæddu konurnar skráði Ragnar eftir Soffíu Jónsdóttur (f. 1916) árið 1986. „Soffía Jónsdóttir frá Nýpukoti í Víði- Þ. Ragnar Jónasson með nýju bókina á heimili sínu á Siglufirði. Þótt Ragnar sé kominn á efri ár stundar hann enn fræðastörf og viðar að sér fróðleik um sögu Siglufjarðar. Um þessar mundir vinnur hann að siglfirskum sagnaþáttum og atburðaskrá í annálsformi sem nær allt frá upphafi byggðar á Siglufirði til líðandi stundar. dal flutti ásamt föður sínum Jóni Sveins- syni árið 1933 að Staðarhóli í Siglufirði. Með þeim ílutti Málfríður Steingríms- dóttir. Árið 1941 flutti Soffía á Siglunes og bjó þar ásamt manni sínum Jóni Þórðarsyni vitaverði til ársins 1959 að þau fluttu í kaupstaðinn. Soffía segir svo frá: „Ég var nýkomin heim að Staðarhóli eftir að hafa flutt mjólkina í bæinn. Fór ég þá inn að borða hádegismat og settist við austurgluggann sem snýr upp að íjallinu. Veður var mjög gott, þurrkur og sunnangola. Við flýttum okkur að borða en þegar ég var að enda við það varð mér litið út um gluggann og sá tvær konur koma eft- ir götunni sem liggur yfir Rekstrarholtið. Þær voru báðar bláklæddar og héldu á einhverju. Ég sagði þá að þarna væru að koma tvær konur, sennilega frá Siglu- nesi. Pabbi leit þá út um gluggann og sá þær líka. Hann sagði við mig: „Ef þær koma ekki heim, þá skaltu fara og bjóða þeim kaffi.“ Konan sem var hjá okkur, Fríða, sagði að það væri verst ef þær væru svangar, en hún fór síðan að hita kaffið. Við sáum að þær voru komnar yf- ir lautina sunnan við holtið. Þar voru hestarnir og gengu þær að rauðum hesti sem við áttum sem var vanur að vera styggur. En að þessu sinni stóð hann kyrr. „Flýttu þér nú uppeftir og náðu í þær,“ sagði pabbi. Ég fór strax af stað og flýtti mér upp hólinn til þess að komast í veg fyrir þær. En þegar ég kom þangað sá ég þær hvergi. Ég sneri þá heim aftur og mætti pabba sem spurði hvort konurnar hefðu ekki viljað koma heim og þiggja hress- ingu. „Ég sá þær hvergi," sagði ég og varð hann þá mjög undrandi. í því kom Fríða út og sagðist vera búin að laga kaffið. Hún varð einnig mjög hissa á því að konurnar skyldu vera horfnar svo skyndilega eins og þær hefðu gufað upp. Enga skýringu gátum við fundið aðra en þá að þarna hafi verið huldukonur á ferð.“ Fyrirboðl? Eftirfarandi sögu skráði Ragnar eftir sögn Jóns Oddssonar árið 1976. Þ. Ragnar Jónasson skráði, 1976. „Skipið Talisman, sem var um 60 tonna kútter, fórst 25. mars 1922 með 12 mönnum við Vestfirði. Fjórir úr áhöfninni björguðust í land nálægt Galt- arvita. Skipið var á leið frá Akureyri til Faxaflóahafna með beitusíld. Aðfaranótt 25. mars, hins umrædda slysadag, dreymdi Jón Oddsson á Siglu- nesi að kveðið var: Siglfirskar þjóðsögur og sagnir Úlfar samt með geðið gramt geira fundinn stœlti, fiögur enn lét sökkva senn sigludýr og mœlti. Vísan var síendurtekin í draumnum og vaknaði Jón við svo búið og var óhug- ur í honum og taldi hann þetta vera illan fyrirboða um eitthvað sem snerta mundi hann sjálfan. Jón hefur frá unga aldri tekið mikið mark á draumum og telur sig oft hafa dreymt fyrir ókomnum at- burðum. Mikil slys urðu þetta vor. Auk Talis- man fórust þrjú önnur skip frá Eyja- fjarðarhöfnum: Samson frá Siglufirði með 7 mönnum, Aldan frá Akureyri með 16 mönnum og Maríanna frá Akureyri með 12 mönnum. Faðir Jóns Oddssonar var skipstjóri á Samson. Var draumurinn fyrir þessum slysum?“ Jón gat þess að vísan væri úr „Rímum af Úlfari sterka" eftir Þorlák Guðbrands- son og Árna Böðvarsson. Líkingin geira fundur er orrusta og sigludýr er skip. Hver var á ferð? Frásögnina sem hér fer á eftir skráði Ragnar eftir Soffíu Jónsdóttur frá Siglu- nesi árið 1986. Soffía bjó á Siglunesi frá 1941 til 1959 ásamt manni sínum Jóni Þórðarsyni. „Einu sirmi eftir að ég flutti á Siglunes fór ég að sækja hrossin niður á Flóann. Þá sá ég hvar maður kom gangandi í áttina frá svokölluðu Björnshúsi. Ég taldi að þetta væri maður sem ætlaði út að Reyðará, eða þaðan, sem væri að fara heim til sín. Hann var á skíðum. Svo þegar ég kom uppundir hólana bar holt á milli mín og hans svo ég tapaði af hon- um. Ég hringdi út að Reyðará þegar ég kom heim og spurði um gestakomur. Nei, þangað hafði enginn komið þennan dag. En ég sá manninn greinilega þegar hann hélt rakleitt eins og leið liggur út að Reyðará. Ég veit ekki enn í dag hvaða mannvera þetta var.“ Kista flutt til kirkju Eftirfarandi sögu skráði Þ. Ragnar Jón- asson eftir Jóni Oddssyni frá Siglunesi árið 1976: „Ólafur Þorsteinsson bóndi á Ámá í Héðinsfirði (fæddur 1819, fórst með Haf- frúnni 1864) var kunnur atgervismaður, mikill skíðamaður og afburða sjómaður. Eitt sinn þurfti hann að koma til greftrunar á Siglufirði líki af barni sem dáið hafði í Héðinsfirði. Þetta var að vetrarlagi og ófært sjóleiðina milli fjarð- anna. Þurfti því að fara yfir íjöllin til Sigluíjarðar og var Ólafur á Ámá fenginn til fararinnar. Ólafur valdi leiðina yfir Hestskarð, sem er á fjallahryggnum milli byggð- anna, mjög hátt og snarbratt að því báð- um megin. Hann batt á sig skíði og hafði stóran broddstaf í hendi. Barnskistuna batt hann tryggilega á bak sér. Er hann kom á vesturbrún skarðsins þar sem sér niður í Siglufjörð heyrði hann að farið var að hringja klukkum í Hvanneyrarkirkju vegna útfararinnar. Hraðaði hann þá för sinni sem mest hann mátti og náði í tæka tíð til kirkj- unnar. Var þessi ferð hans fræg og lifir enn í munnmælum." í safnritinu Blöndu er Ólafi svo lýst að hann hafi verið „fjörugur og skemmtinn, myndarlegur í sjón og mesta kvennagull, verkmaður góður, hagur vel.“

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.