Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Page 9
®agur-Œímbm
Laugardagur 21. desember 1996 - 21
Sem beturfer erufáir núorðið sem sækjast
eftirþví að vera á sem vitlausustum skepn-
um ogfinnast þeir vera geysimiklir menn
efþær hrekkja og láta illa. “
Hestamennska er alvöru verkefni
Pétur Behrens, hestabóndi
og myndlistarmaður í
Breiðdal, segir að fyrst nú
séu íslendingar farnir að sinna
hestamennsku af einhverri al-
vöru. Þó er að hans mati ýmis-
legt sem betur mætti fara, ekki
síst hvað varðar fræðslu um
hestamennsku og eins umhirðu
hrossa.
Hafa áherslur í hrossarœkt
ekki breyst mikiö á síðustu ár-
um?
„Jú, og þó. Lengi vel var það
svo mikilvægt að menn kæmust
örugglega á milli staða undir
öllum kringumstæðum og
kannski hratt þegar mikið lá
við. Krafturinn, dugnaðurinn og
kjarkurinn var það sem skipti
máli. Sömu þættir eru enn
æskilegir, en ekki eins mikil-
vægir og áður. Nú til dags er
hestamennskan hrein skemmt-
un og stefnir vonandi og
væntanlega í það að verða ekki
bara reiðmennska heldur reið-
list.
Sem betur fer eru fáir núorð-
ið sem sækjast eftir því að vera
á sem vitlausustum skepnum og
finnast þeir vera geysimiklir
menn ef þær hrekkja og láta
illa. Ég man eftir mönnum sem
fannst ekkert varið í þetta
nema að yrðu áflog. Þá voru
þeir ofsalegar hetjur, stórir
menn á þessum litlu hrossum.
Oft langaði mann að senda
svona menn til Ameríku og
leyfa þeim að fá útrás á
„rodeo“- hestum.
En það verður ansi náið og
skemmtilegt samband milli
manns og hests ef rétt er að
farið. Ef það er ekki samræmi
milli þess sem maðurinn og
hesturinn vill þá verður þetta
allt leiðinlegt og bara ljótt. Ég
hef oft líkt þessu við þegar tveir
eru að dansa. Ef einhver
drumbur og létt og sæt kona
eru saman þá bara gengur það
ekki. Það verður að nást ein-
hvers konar samræmi í takti.
Það er mikið talað um takt í
hestamennsku, sem undirstöðu.
En hins vegar þá þurfum við
ekki að ná í lækni eða ljósmóð-
ur á hestum lengur og að því
leyti hafa áherslurnar breyst.
En ég er viss um að ef maður
tæki núna vel þjálfaðan gæðing,
ekki bara eitthvað ungt trippi
sem kann mikið frá náttúrunn-
ar hendi, þá væri það jafn gott
hross og önnur áður fyrr.
Það er líka alveg víst að það
er til meira af jafn góðum hest-
um núna en var. Fólk er miklu
betur ríðandi. T.d. það sem
börn voru látin ríða á áður fyrr,
þetta voru truntur. Það voru að
vísu hestar, en þeir voru annað-
hvort illgengir, lullgengir eða
bara gamlir. Það var ekkert
hugsað um það að hafa eitthvað
virkilega létt, lipurt og
skemmtilegt fyrir börnin.
Vantar reiðskemmu
Pétri finnst að fræðslu um
hestamennsku sé nokkuð
ábótavant hérlendis.
„Það er mikil lærdómur að
umgangast hross.
í raun og veru ætti á Egils-
stöðum að vera framboð á reið-
kennslu um miðjan vetur í reið-
skemmu. Þá væri hægt að taka
þetta sem nám. Það myndi
breyta öllu.
Það er út í hött að ætla að
vera með
reiðhallir í
hverju þorpi
hér, en Eg-
ilsstaðir eru
miðsvæðis
og þangað
gætu menn
komið t.d.
héðan úr
Breiðdal. Ef
einhver ákveðinn toppkennari
kemur og er t.d viku, þá gæti
maður farið með sína hesta
uppeftir og verið þar þennan
tíma. Það væri eitthvað vit í því.
Við erum nefnilega dálítið í
forneskjunni hvað þetta snertir.
í Kópavogi hefur í mörg ár
verið hesthús, ég man ekki
hversu margir básar eru þar,
og það er fyrir börn og unglinga
sem eiga enga hesta. Líka fyrir
þau sem eiga hesta, en foreldr-
arnir eiga ekki hesthús. Þarna
er einhver frá hreppnum sem
er ráðinn til að aðstoða þessa
krakka.
Þar er alltaf fullt og þarna fá
þau aðstoð ekki síður en þau
væru í einhverju boltafélagi eða
siglingum eða hverju sem það
er. Þetta ætti að vera hægt hér
með styrk frá hreppnum, hesta-
mannafélögin leggðu eitthvað
fram og svolítilli greiðslu frá
börnunum.
Þessir krakkar sem fara á
hverju kvöldi og hugsa um sín
hross, gefa og svona, þau eru
þá ekki að þvælast um og gera
einhverja bölvaða vitleysu á
meðan.
Menn ættu að sjá sér hag í
þessu bara vegna ástandsins í
unglingamálum
Á uppleið í ræktun
Austfirðingar hafa hingað til
ekki verið mjög hátt skrifaðir
hestamenn. Finnst þér hesta-
mennskan vera á uppleið hér, í
rœktun og tamningu?
„í ræktun, alveg tvímæla-
laust. Hér hafa auðvitað alltaf
verið til einstakir menn sem
hafa ræktað góð hross. Ég held
að það sé orðið almennara að
menn hugsi um þetta sem al-
vöru verkefni, ekki bara ein-
hvers konar íjölgun á því sem
pabbi og afi áttu.
Á hverju
vori eru
hrossin
dæmd, kyn-
bótadómar.
Þar fá
menn sam-
anburð og
það þýðir
ekkert að
segja: „Afi
átti þetta kyn...“ Þarna kemur
allt fram.
En það er ekki spurning að
hérna er ekki þessi stöðuga
umferð kaupenda eins og er á
Suðurlandi. Manni finnst meira
að segja stundum að þetta sé
að versna. Fólk kemur að utan
og hefur kannski bara tvo daga,
æðir þarna um og hefur menn
sér til aðstoðar. Það myndi
kosta tvo til þrjá daga til viðbót-
ar að koma hingað, flug og
annað. Það er margt erfiðara ef
maður er þetta langt frá þeim
stað sem fólk lendir. Því miður
er ekki komin betri tenging á,
t.d. millilandaflug á tveggja
vikna fresti til Egilsstaða.
Eitthvað er nú bogið við það
að ekki skuh vera, að minnsta
kosti á sumrin, fáeinar ferðir að
utan til Egilsstaða."
Nú hafa aðstœður til útreiða
batnað töluvert á undanfórnum
árum t.d. með tilkomu reið-
vega.
„Vandinn í sambandi við
þessa reiðvegi er sá að á vorin
verða þeir stundum svo blautir
og oft eru þeir allt of grýttir. Þú
ríður ekki
góðhesti yf-
ir grjót. Ef
þú ríður í
vegkantin-
um og hann
er sléttari
þá ert þú
þar.
En fólk
keyrir allt
of hratt þar
sem hesta-
menn eru á ferð. Á malbiki er
t.d. keyrt gassalega og að vera
á veginum á ungum trippum er
auðvitað hrikalegt. Menn hægja
alltof sjaldan á sér.
Við erum t.d. oft í lífsháska
hér. Og við erum búin að finna
út að það eina sem dugir, þegar
maður sér rykský og gnýrinn
nálgast, er að þvælast á miðjum
vegi og þykjast ekkert geta gert.
Annars keyra menn á þvílíkri
ferð og þó að maður sé kominn
niður fyrir veg þá kemur stund-
um grjótkast á mann.
Á sumrin á fimmtudögum, á
ferjudeginum (Norræna kemur
einu sinni í viku til Seyðisfjarð-
ar á sumrin; innsk. blm.) þá er
umferðin hvað mest. En það er
allt í lagi. Útlendingarnir keyra
svo rólega, þeir horfa og horfa
og stoppa. Þeir sem eru að flýta
sér suður eða norður keyra
hinsvegar bara eins og þeir
komast.
Vegurinn hér er merktur fyr-
ir allsherjar umferð. Það þýðir
að ég má vera á honum á hesti.
Mér fyndist það ekki mikið ef
það væri gefið upp að menn
keyrðu ekki hraðar en 40 km á
klst. fram hjá ríðandi manni. Þá
er maður nokkurn veginn ör-
uggur og hefur allavega tíma til
að forða sér, sem er nú hæpið
ef einhver kemur á 120 km
hraða.“
Vissara að fylgjast
vel með
„Mér datt í hug í sambandi við
lög og reglur hvernig forða-
gæslu er háttað. Það er gáð að
því að það sé til nóg hey. En
það þarf líka að gá að því hvort
menn gefa. Á ónefndum bæ var
til hey, en það var ekki gefið og
hrossin litu
afar illa út
næsta vor.
Annað er
að ef menn
tálga ekki
hófa þá af-
myndast
þeir og liðir
skekkjast.
Ef menn
gefa ekki
ormalyf
verða
skepnurnar sjúkar.
Það er ekkert fylgst með
þessu. Við erum ekki komin það
langt að þetta sé skylda og eft-
irlit sé haft með þessum mál-
um. Þetta tel ég vera frumþörf."
Þú fylgist þá með öllu þínu
stóði?
„Já. Ég byria að tálga hófa á
veturgömlu. A fyrsta vetri eru
folöldin sem mest úti, ef það er
ekki vont veður. En það er samt
alltaf eitthvað sem þarf að laga.
Það fer talsvert eftir veðri á vet-
urna hversu mikið þarf að gera.
Minnst þrisvar á ári tökum við
allt stóðið og tálgum hófa. Fyrir
bragðið er maður með skepnur
sem eru í lagi.
Hvað gera þeir sem eru með
200 hross? Það er útilokað að
sinna þessu öllu. Þegar hrossin
eru ekki á þeim mun hentugra
landi þá þá verða hófarnir
hryllilega skakkir. Þegar svona
er orðið mjög skakkt þá hafa
liðirnir afmyndast. Þá þýðir í
raun og veru ekkert að leiðrétta
það. Það verður jafnvel meira
álag ef hófarnir eru tálgaðir
beint.
Við erum ekki komin í það
að þetta tilheyri hrossabúskap.
Hann er svo fornlegur ennþá í
raim og veru.“ SBB
„Mér fyndist það ekki
mikið ef það væri gefið
upp að menn keyrðu
ekki hraðar en 40 km á
klst. fram hjá ríðandi
manni.“
„Ég held að það sé
orðið almennara að
menn hugsi um þetta
sem alvöru verkefni,
ekki bara einhvers kon
ar fjölgun á því sem
pabbi og afi áttu.“