Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Side 15
Jlagur-'CDmrám
Laugardagur 21. desember 1996 - 27
ANNA O G ÚTLITIÐ
sambandi við andlitsfall. And-
litsföllin heita: hjarta, tígull,
egg, pera, hringur, flangt og
ferkantað.
Það er að fcerast í vöxt
að frœgar leikkonur eru
farnar að láta klippa
sig, t.d. Sharon Stone og
Robin Wright. Stutt hár
á semsagt upp á pall-
borðið í Hollywood.
Nútímakona vill hafa
hárið þannig að hún
þurfi ekki að hafa mikið
fyrirþvi
Stone og Robin Wright. Stutt
hár á semsagt upp á pallborðið
í Hollywood. Nútímakonan vill
hafa hárið þannig að hún þurfi
ekki að hafa mikið fyrir því.
Frönsku rúllurnar eru mikið
notaðar til þess að fá lyftingu í
hárið. Það góða við þessar
frönsku krullur er að maður
skellir þeim í hárið meðan
maður er að
klæða sig
og
framan. Ef þær koma í greiðslu,
vilja þær hafa uppgreiðslu í
þessum stfl, en samt mjög úfn-
um eða frjálslegum stfl. Strák-
arnir eru hættir með stalla-
greiðslu og pottlokagreiðslu.
Það er miklu mýkri lína í hár-
inu á þeim. Þeir vilja jafnvel
hafa hárið missítt. Stutt í hlið-
um en sítt að aftan eða öfugt.
Strákarnir
nota einnig
blautt gel og
leggja á sér
hárið.
Hvað láta
konur gera
fyrir sig þeg-
ar hátíðarn-
ar nálgast?
Konur láta
snyrta á sér
hárið. Skerpa
litinn í því og
láta örlítið permanent til þess
að fá Iyftingu í hárið. Einnig er
mikið um það að konur sæki í
að koma í greiðslu fyrir ára-
mótin eða nýársfagnaðinn.
Eru karlmenn á besta aldri
eins nýjungagjarnir og synir
þeirra?
Þeir þora ekki eins mikið, en
eru samt farnir að spá heilmik-
ið í hárið á sér. Þeir eru mikið
farnir að koma í litun, þegar
gráu hárin eru farin að birtast í
vöngunum. Það eru aftur á móti
konurnar sem setja svolítið
strik í reikninginn þarna. Sum-
um konum finnst sjarmerandi
að karlarnir þeirra séu farnir
að grána í vöngunum, þó að
þær vilji alls ekki að hárið á
þeim sjálfum gráni.
Anna F.
Gunnarsdóttir
skrifar um tisku
Fallega lagað hár setur
punktinn yfir stflinn. Þeg-
ar við förum inn á hár-
greiðslustofu, eigum við að
spyrja hár-
greiðslumeist-
arann hvaða
hárstfll mundi
best henta
manni. Hár-
greiðslumað-
urinn metur
síðan klipp-
inguna út frá
andlitsfalli og
persónuleik-
anum. Það
þýðir ekki að
koma með
mynd af
frægri leik-
konu og ætla
sér að verða
eins. Hárgerð-
in og andlitsfallið þarf ekki að
véra það sama hjá þér og leik-
konunni. Hárgerðin hefur líka
mikið að segja. Hár getur verið
gróft eða þunnt. Þegar hár-
greiðsla er valin, er farið eftir
sjö hugsanlegum möguleikum í
Rendur og stutt hár
í tísku
Það hefur verið mikið í tísku að
hafa rendur í hárinu. Rendurn-
ar hafa verið svo breiðar að
þær líkjast helst hefilspónum.
Mér hefur þótt þessi tíska frek-
ar miður. Það er mjög gott að
fólk sé farið að vera meir með
liti í hárinu, sem gefur mýkri
blæ og ekki eins sterkar skipt-
ingar. Það er ekki fallegt til
lengdar að
horfa á rönd-
ótt fólk. Tísk-
an hefur
samt ákveðin
áhrif. Sjöundi
áratugurinn
hefur haft
mikil áhrif á
hártískuna.
Það er líka
gott að það sé
liðin tíð að
eitthvað eitt
sé í tísku
hvað varðar
klippingu og
lit og allir
voru eins.
Það er
að færast í vöxt að
frægar leik-
konur
farnar
láta
klippa
sig, t.d.
Sharon
eru
að
greiðslustofuna Mad-
onnu og spurði hana
hvernig greiðslu og
klippingu börn og ung-
lingar veldu í dag.
Unglingar í dag vilja
hafa hárið í skær-
um litum. Stelp-
urnar sækja í sjö-
unda áratuginn.
Þær túpera hárið
að aftan og
spenna það svo
niður að
mála, tekur síðan rúllurnar úr
og hárgreiðslan er næstum til-
búin. Það sem er „inn“ eru tjás-
ur og smá lyfting í hárinu, en
ekki beinar krullur og lokkafl-
óð.
Unglingar vilja
skæra liti
Ég ræddi við
Helgu sem
rekur hár- SllTTlllTTl KOTIUTTI JlTlTlSt
sjarmerandi að karlarn-
ir þeirra séu farnir að
grána í vöngunum, þó
að þœr vilji alls ekki að
hárið á þeim sjálfum
gráni
Hárgreiðsla
Sigurborg Kr.
Hannesdóttir
skrifar
frá Egilsstöðum
Góð og
gleðilegjól
egar ég nú sest niður til
að skrifa þennan jólapist-
il, átta ég mig á því að í dag
er ég svolítið leið á að vera
alltaf að vanda um við fólk.
Að láta eins og ég viti betur
en hinir.
Eitt er það að hafa fundið
leiðir sem færa sjálfri mér
betri líðan og heilsu, en hitt
er ákaflega vandmeðfarið að
geta miðlað öðrum án þess
að troða einhverju upp á
fólk. Því þegar upp er staðið
veit enginn svör við þeim
spurningum sem upp koma í
lífinu, nema við sjálf. Enda er
ábyrgðin á eigin lífi ævinlega
okkar og aldrei farsælt að
reyna að koma henni yfir á
nokkurn annan. Ég ætla að
reyna að skrifa þennan jóla-
pistil með þetta í huga.
Já, þau nálgast óðum jól-
in, með helgihaldi, hefðum,
kærleika og kertaljósum. Ég
vona að þú hafir átt ánægju-
lega aðventu og að jólin verði
einskonar uppskeruhátíð.
Tími til að njóta. Ég vona að
þetta verði vinajól. Þar sem
þú ræktar vináttu, við íjöl-
skyldu, vini og félaga.
Kannski hugsum við alltof
sjaldan um íjölskylduna okk-
ar sem vini. En þó er þetta
fólkið sem alla jafna stendur
okkur næst og er tilbúið til að
styðja okkur í gegnum þykkt
og þunnt. Fólkið sem við leit-
um til þegar eitthvað bjátar
á. Þessu fólki skulum við
vera góð þessi jól.
Ég vona að þegar verður
heilagt, klukkan sex á að-
fangadagskvöld, verðir þú
laus við allar hugrenningar
um eitt eða annað sem þér
fannst þú eiga eftir að gera.
Að þú finnir frið og sátt og
leyfir þér að njóta og upp-
skera. Jólin koma, þrátt fyrir
einhverja ókláraða verkefna-
lista, sem kannski innihéldu
eitthvað sem þegar upp er
staðið skiptir kannski ekki
öllu máli. Breytir það öllu
hvort ég set jólagardínurnar
upp í eldhúsinu í ár? Er ekki
miklu mikilvægara að þegar
stundin rennur upp getum
við sleppt takinu af því sem
er ógert og upplifað augna-
blikið eins og það kemur fyr-
ir. Fundið væntumþykju til
fólksins sem við erum með og
hinna sem eru Qarri. Fundið
væntumþykju til allra sem
byggja þessa jörð með okkur.
Góð vinkona mín á sex-
tánda ári sagði mér um dag-
inn að henni fyndist næstum
ekki vera neitt pláss fyrir jól-
in í öllu amstrinu sem búið er
að búa til í kringum þau.
„Ég fæ tilfinningalegt
sjokk þegar það kemur upp
jólaskraut og jólaljós í versl-
unum nóvember,“ sagði hún.
Hún sagði að sér fyndist samt
jólaljósin falleg og aðventan
og jólin væru góður tími. En
að þetta ætti að vera tími fyr-
ir ró, frið og samveru. Þá
hugsaði ég með mér: „Jæja,
það er þó örugglega von,
fyrst þau sem eru að taka við
af okkur eru svona skyn-
söm.“
Megir þú eiga gleðileg jól
með þeim sem þér þykir
vænt um.
\1ssir þú að...
...hárvöxt
ur tekur
fjörkipp
við kyn-
líf. Jafn-
vel
hugs-
unin
um
kynlíf
getur
haft
góð
áhrif
(er-
lent
kvennablað hlýtur að vera pott-
þétt heimild?!)
...eitt einstakt hár getur
vaxið einn sentimetra á
mánuði í allt að sjö ár,
sem þýðir að það getur
orðið 84 cm langt.
...þegar 25 ára aldr-
inum er náð fer ummál
hársins að minnka og
um fertugt eru flestir
komnir með fínna hár
en þegar þeir voru
yngri.
...mjög fínt hár verð-
ur sjaldan meira en 10
cm langt.
...eitt stakt, heilbrigt
hár er jafn sterkt og
koparvír með
sama
þvermál.
Samtals
ættu hár-
in á ein-
um haus
að geta
haldið
allt
að 23
tonnum.