Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Síða 6
6 - Þriðjudagur 31. desember 1996
IDagur-®mttrat
ANNÁLAR
JÚIÍ
Flóttamenn til ísaljarðar
Sex íjölskyldur flóttamanna
frá Bosníu, alls tuttugu og
níu manns, komu til lands-
ins seinnipartinn í júlí og sett-
ust að á ísafirði. Þar voru þeim
úthlutaðar íbúðir í nýju fjölbýl-
ishúsi sem voru fullbúnar hús-
gögnum og heimilistækjum. Fé-
lagsmálaráðherra tók á móti
þeim á flugvelhnum við komu
þeirra til landsins. Vel var
einnig tekið á móti þeim á ísa-
Ðrði, og virðist sem ísfirðingar
séu almennt mjög jákvæðir
gagnvart komu þeirra, sem sést
m.a. á þeim fjölda atvinnutil-
boða sem borist höfðu strax við
komuna. Flóttamennirnir sögð-
ust einróma vera ánægðir með
móttökurnar, og reyndar varla
trúa sínum eigin augum. Þeir
sögðust einnig staðráðnir í að
læra íslenksku og ætli sér að
búa á íslandi. Rauði krossinn
sér um að fræða þá um íslenskt
samfélag, en tungumálakennsl-
an er í höndum ísafjarðarbæjar.
Börnin fá einnig tungumála-
kennslu og aðra séraðstoð í
grunnskólanum.
Fotanuddtæki
á Þjóðminjasafnið
Safnstjóri á Þjóðminja-
safninu upplýsti lands-
lýð um það að meðal
þeirra muna sem haldið er
til haga á safninu sé eitt
fótanuddtæki af Clairol,
gerð, en þau apparöt seld-
ust sem kunnugt er í þús-
undum eintaka í upphafl m-
unda áratugarins og hafa
síðan rykfallið í geymslum,
kjöllurum og háaloftum víða
um land. Vinsældir þeirra á
sínum tíma gera það að
verkum að þau eru talin
hafa ótvírætt menningar-
sögulegt gildi, en safnstjór-
inn bætti því reyndar við
með hraði að safnið hefði
ekki þörf fyrir fleiri eintök.
Ágúst
Dagur-Tnuinn hefur göngu sína
Nýtt dagblað hóf göngu
sína þegar tvö rótgróin
dagblöð norðan og sunn-
an heiða sameinuðust í lok
ágúst, og var fyrsti útgáfudagur
nýja blaðsins á höfuðdag,
fimmtudaginn 29. ágúst, sem
jafnframt er afmælisdagur Ak-
ureyrarbæjar.
Útgáfa Dags-Tímans markar
að mörgu Ieyti tímamót í sögu
íslenskra fjölmiðla. Höfuðstöðv-
ar þess eru á Akureyri, en rit-
stjórnarútibú er í Reykjavík.
Blaðið er brotið um á Akureyri
en síðan prentað bæði á Akur-
eyri og í Reykjavík. Til þess að
það væri hægt þurfti að leysa
flókin tæknimál, en það er fyrst
og fremst ISDN samnet Pósts og
síma sem gerir það mögulegt
að senda fullbúið blað í gegnum
símalínu á milli landshluta.
Stefán Jón Hafstein var ráðinn
ritstjóri blaðsins, og sagði hann
í leiðara fyrsta blaðsins: „Við
viljum vera sá Qölmiðill sem
stendur fólkinu næst. Flytja
fregnir af fólki, um fólk og fyrir
fólk.“ Undirbúningstíminn að
útgáfu blaðsins var stuttur, og
óhætt er að segja að starfsfólk
hafi verið á fullu vikurnar bæði
fyrir og eftir fyrsta útgáfudag-
inn.
Heyrðist punkturmn?
Landsmenn biðu
spenntir eftir að heyra
Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra hylla einn helsta
andstæðing sinn í stjórn-
málum til fjölda ára, Ólaf
Ragnar Grímsson, við inn-
setningu þess síðarnefnda í
forsetaembættið. Sérstak-
lega var það punkturinn
frægi, þögnin, sem flestir
biðu eftir að heyra hvernig
hljóma myndi af munni for-
sætisráðherrans. Ekki er
laust við að sumir hafi orðið
fyrir vonbrigðum með út-
komuna, en víst er að næstu
daga deildu ýmsir um hvort
punkturinn hafi verið heyr-
anlegur eða ekki.
Utunarkaðir njota vinsœlda þegar veður leyjir en
þessi var haldin í lok ágústmánaðar, en hvar?
Björk sýnt tilræði
Poppheimurinn stóð á
öndinni þegar óður að-
dáandi Bjarkar Guð-
mundsdóttur, Ricardo Lop-
ez, sendi henni bréfa-
sprengju og svipti sig
skömmu síðar lífi. Björk
hafði ekki áður verið sýnt
tilræði. Scotland Yard lög-
reglan afstýrði því að Björk
opnaði pakkann og í kjölfar-
ið var allur póstur Bjarkar
gegnumlýstur. Þegar fréttist
af atburðinum sátu tugir
blaða- og fréttamanna fyrir
Björk fyrir framan heimili
hennar í London en langur
tími leið þangað til hún tal-
aði opinberlega um atvikið.
Óvanalegt veðurfar var um miðjan septembermánuð. Sums staðar var
börnum hleypt út í náttfötunum og er hér spurt:
íhvaða kaupstað var myndin tekin?
September
Læknadeilan leystist
Illvíg deila sem gekk undir
nafninu Læknadeilan leystist
í september en þá hafði
ófremdarástand skapast á
heilsugæslustöðvum og sjúkra-
húsum vegna aðgerða heilsu-
gæslulækna sem vildu ná fram
kjarabótum og viðhöfðu lág-
marksþjónustu til að knýja á
um kjarabætur.
Viljayfirlýsing af hálfu ríkis-
stjdrnarinnar varð til að leysa
málið en með henni var ákveðið
að frá og með áramótum mundi
kjaranefnd ákvarða laun lækna
og þeir þannig afsala sér samn-
ingsrétti. Fram að áramótum
gilti samningur sem fól í sér
sambærilegar launahækkanir
og samið hafði verið um í síð-
ustu kjarasamningum. Nokkur
tími leið áður en heilsugæslu-
starfsemin komst í samt lag og
er jafnvel talið að einhver
dauðsföll megi rekja óbeint til
ástandsins. Víða á landsbyggð-
innni var ástandið mjög slæmt,
ekki síst á Suðaustur- og Aust-
urlandi þar sem íbúar gátu
þurft að keyra mörg hundruð
kílómetra til að sækja sér lækn-
isþjónustu.
Gunnar Ingi Gunnarsson,
formaður samninganefndar
lækna, sagði í Degi-Tímanum
að hann væri afar ánægður
með samningana enda væri það
ekki hlutverk lækna að berjast
fyrir sínum starfskjörum.
Floki söng sitt síðasta
Ein illvígasta sóknardeila
landsins, Langholtskirkju-
deilan, leysist í september
þegar séra Flóki Kristinsson
hætti sem sóknarprestur í
Langholtskirkju. Deilur hans og
organistans, Jóns Stefánssonar,
höfðu verið íjölmiðlafóður allt
árið og var söfnuðurinn klofinn
í afstöðu sinni, en fleiri fylgdu
Jóni að málum. Ríkisstjórnin
lagði fram 5 millj. kr. Ijárfram-
lag til að Flóki gæti þjónað ís-
lendingum á meginlandi Evr-
ópu og tóku a.m.k. fjórir ráð-
herrar þátt í að leysa deiluna.