Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Side 8

Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Side 8
8 - Þriðjudagur 31. desember 1996 JDagur-Œmmtrt MENNINGARANNÁLL Fjölskrúðugt Nafnorðið Jjölbreytni kom tíðast upp í máli viðmœlenda þegar beðið var um lýsingu á menningarlífi liðins árs. Þá er frátalin poppmenningin sem að sögn dr. Gunna var heldur slöpp á árinu - þó skárri en 1995. Á Austur- landi virðast œ fleiri félagslyndir leggja krafta sína til eflingar menning- unni og norðlenskur viðmœlandi dró í efa að leiklistarlífið vœri víða eins mennmgarár fjörlegt og í Norðlendingafjórðungi Bókajólin teljast góð samkvœmt þeim staðli að út komi 3-4 skínandi góðar bœkur en barnabœkurnar valda nokkrum vonbrigðunu En á heildina litið erfjölbreytnin ríkjandi og svo virðist sem landsmenn hafi opnastfyrir ýmsu skringilegu í dauðateygjum 20. aldarinnar. LÓA Harmomkkurapp á næsta ári? Mér finnst þetta nú skárra ár en í fyrra sem þýðir ekki að það sé gott,“ sagði Dr. Gunni Hjálmars- son, poppspekúlant, um íslenska poppið á árinu. Af óupp- götvuðum hljómsveitum telur hann sveitina PPPönk besta. Bestu jólaplötur hinna upp- götvuðu telur hann vera: 1. Megas 2. Botnleðja 3. Kolrassa krókríðandi 4. Pál Óskar 5. Brim Vonbrigði plötujólanna: „Ég átti von á meiru frá Gunnari Bjarna með Jetz. Þetta er hálf svona skellt- samanálOmín.-plata.“ - Nú er búið að hæla mikið þessum söngkonum sem eru að gefa út, Önnu Halldórsdóttur o.fl. „Já, mér finnst þetta bara lélegt. Það er ekkert fútt í því að koma með ein- hverja Kate Bush stælingu.“ Um ríkjandi stefnur í íslensku popplífi sagði Dr. Gunni að nú væru uppi hálf- gerðir endurvinnslutímar. „Þar sem allt virðist geta meikað það. Mér finnst mjög ríkjandi að ungir krakkar gefi öllu séns og blandi öllu helvítinu saman. Það kæmi ekki á óvart að heyra á næsta ári harmonikkurapp með grænlenskum inú- ítaáhrifum. En svo er þessi leiðinlegi meirihluti sem kaupir bara Emih'önu Torrini og fer í IKEA.“ Dr. Gunni Hjálmarsson, poppspekúlant. Dugnaðurí Austfírðingum Austfirðingar hafa verið mjög dug- legir í menningarlífinu. Fólk er orðið miklu kjarkmeira," segir Sigríður Dóra Sverrisdóttir, formaður menningarmálanefndar á Vopnafirði. Sigríður Dóra leit yfir sviðið og nefndi til dæmis um dugnaðinn hve Austfirð- ingar hefðu nýtt sér vel eina hljóðver Austurlands, sem komið hefur verið upp á Neskaupstað. Þá nefndi hún öflug leik- félög á Fljótsdalshéraði og Höfn, óskapa dugnað Seyðfirðinga við að halda mynd- hstarsýningar (þær voru 8 í sumar), stórmerkilegt útileikhús á Egilsstöðum þar sem allt efni er samið af Austfirð- ingum, jazzhátíð Árna ísleifssonar í sama bæ að ekki sé talað xun Borgar- ijörð eystri þar sem sett var upp leikrit í 100 manna byggðarlagi. Vopnfirðingar eru síður en svo eftir- bátar annarra í fjórðungn- um. f þessu 870 manna byggðarlagi hafa verið 14 menningar- viðburðir það sem af er vetrar. Vopna- ljörður er ekki í alfara- leið en menn- ingarvakning síðustu ára Sigríður Dóra hefur komið Sverrisdóttir. honum inn á landakort listamanna. „Við erum farin að fá þessar heimsóknir án þess að þurfa að kalla eftir þeim.“ Og ekki geta listamennirnir kvartað yfir fálæti heimamanna. „Aðsókn Vopn- firðinga er nokkuð sem ég myndi aldrei kvarta yfir. Það koma allt frá 450 manns, á sagna- og hagyrðingakvöld, og niður í 11.“ Vinsælasta málverkið húmbúkk Ein ómerkilegasta uppákoman á ár- inu fannst mér þessi með Komar og Melamid með vinsælustu mynd- ina. Það var algjört húmbúkk og billeg auglýsingamennska sem stóðst eiginlega hvorki sem könnun né kúnst," segir Að- alsteinn Ingólfsson, listfræðingur, en taldi samsýn- inguna, ís- lensk náttúru- sýn, á Kjar- valsstöðum eina af helstu sýningum árs- ins en merki- legustu einka- sýningarnar hefðu verið frá þeim Kjartani Óla- syni, Guðjóni Ketilssyni, Haraldi Jóns- syni, Guðrúnu Gunnarsdótt- ur og Jóni Axel. Vænlegir ungliðar: • Anna Líndal: „Er sérkennilegur og merkilegur talent. Hún nær að gera verk uppfull af skáldskap upp úr hversdags- leikanum. Hún átti t.d. mjög sterkt verk á sýningunni í Síðumúlafangelsinu þar sem hún hvítmálaði einn klefann, saum- aði út í sængur- og koddaver og bjó um og hengdi upp Drottinn blessi heimilið í útsaumuðum stramma. Þetta var óskap- lega fallegt og tært verk í þessu hrika- lega umhverfi." Katrín Sigurðardóttir: „Var með mjög áhrifamikla installasjón í Nýlistasafninu þar sem hún var m.a. með leikfangabíla sem voru á ferð og flugi með fullum ljós- um í hálfrökkri.“ Sigtryggur Baldursson: „Hann er að gera fína hluti í stórum málverkum með mynstrum þar sem hann leikur sér með hálfgerða sjónblekkingu sem hefur ekki sést hér í mörg ár.“ Fjörlegt frá Hólmavík austur í Þistilíjörð Arið var að mörgu leyti mjög gott í menningarlífinu á Norðurlandi," segir Haukur Ágústsson, hstgagn- rýnandi Dags-Tímans á Norðurlandi. Fjölbreytni í menningar- lífinu er sífellt að aukast og þakkar Hauk- ur það m.a. stórbættri að- stöðu til sýn- ingahalds. „Leiklist- arlíf á Norð- urlandi hefur verið mjög fjörlegt alveg frá Hólmavík Haukur Ágústsson, list- austur í Þistil- gagnrýnandi Dags- íjörð. LA hef- Tímans. ur verið mjög ötult og áhugaleikfélögin hér í kring eru alls ekki í neinum dauða- teygjum. Ég held sannast sagna að það sé ekki víða í fjórðungum landsins sem leiklistarlífið er öllu ijörlegra en hér.“ Fjöldinn allur af kórum er starfandi á Norðurlandi og kórtónleikar því tíðir. Haukur telur Sæluvikutónleika Karla- kórsins Heimis á Sauðárkróki einn eftir- minnilegasta menningarviðburð ársins. „Þetta hafa verið 3ja tíma tónleikar í lotu og verið harla góðir.“ Misjafnt er hversu Norðlendingar eru iðnir við að sækja menningarvið- burði. Þeir sem fara í leikhúsin „virðast hafa hug á einhverju léttu sem þeir geta hlegið að og átt ánægjulega kvöldstund. En kórtónleikar eru gjarnan mjög vel sóttir, dálítið auðvitað eftir því hvernig á stendur í árinu, hvort það eru annir við t.d. sauðburð eða sláturtíð." Leikfélag Húsavfkur stóð sig vel Eg sá t.d. mjög áhugaverða sýningu Leikfélags Húsavíkur á Sölumaður deyr. Og leikur þeirra Herdísar Birgisdóttur og Ingimundar Jónssonar var mjög fallegur," segir Trausti Ólafs- son, leikhússtjóri, sem tók við Leikfélagi Akureyrar fyrr á árinu, en hann hefur fylgst nokkuð með sýningum áhugaleik- félaga norðanlands á árinu. Trausti segir mikla viðleitni á Akur- eyri til að halda uppi lista- og menning- arlífi. Það sem mest hefur snortið hann er: • Sýning á munúðarfullum kvenmynd- um Gunnars Blöndals. • Tónleikar með kvartett úr Sinfóníu- hljómsveit Berlínarborg- ar. • Björn Stein- ar Sólbergs- son sem lék Ummyndun- ina á flallinu eftir Hafliða Hallgrímsson á orgel Akur- eyrarkirkju. Trausti Ólafsson, leikhús- stjóri. Skotin í Thor og syni hans Ef út koma 3-4 skínandi góðar bæk- ur fyrir jólin, þá eru það góð bóka- jól og svo er nú,“ sagði Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntagagnrýnandi um bókmenntaárið, ellegar -jólin. Fjórar bestu bækumar að mati Kol- brúnar: • íslandsför eftir Guðmund Andra Thorsson. • Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson. • Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn. • Fley og fagrar árar, minningabók eftir Thor Vilhjálmsson. „Ég er alltaf svo skotin í Thor, hann er svo yndislegur í þessum minninga- bókum.“ - Kom einhver þér á óvart? „Já. Ég átti ekki von á að bókin hans Guðmundar Andra yrði svona góð og svo kom Þórarinn mér líka gleðilega á óvart.“ Lávarðurinn skandall - Vonbrigði? „Ég átti von á betri bók frá Hallgrími Helgasyni. Ég sá góða hluti þarna en hann hefði þurft meiri ritstýringu. Og ég er alveg hlessa á að Ólafi Jóhanni skyldi takast að skrifa svona vonda bók. Þessi Kolbrún Bergþórsdóttir. bók er skand- all.“ Flatar barna- bækur „Mér finnst eiginlega dap- urlegt hvað ís- lenskar barnabækur eru flatar. Það vantar í þær svo mikið ímyndunarafl og frjóa og skemmtilega hugsun,“ segir Kolbrún, en telur Gauta vin minn eftir Vigdísi Gríms- dóttur undantekningu og sömuleiðis eigi Illugi Jökulsson góða spretti í Silfur- krossinum. „Ég veit ekki hvað það er, hvort þessir höfundar séu alltaf að hugsa um uppeldisgildi bókanna.“ Fleyg fræðirit „En það er allt á fljúgandi ferð í fræði- bókunum og þar er verið að gera fína hluti. Ég get nefnt 3. bindi Bókmennta- sögunnar, Sögu daganna eftir Árna Björnsson og ísland - framandi land eft- ir Sumarliða ísleifsson.“

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.