Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. VIDEO-ICE BRAUTARHOLTI22 - SÍMI22255. Vorum að taka upp nýja sendingu af VHS myndefni. Eigum von á BETA-Max myndefni. Leigjum út video tæki fyrir VHS myndefni. Opið: 2—8 alla daga nema laugardaga og sunnudaga kl. 2-4. ffl FREEPORTKLÚBBURINN heldur fund í safnaðarheimili Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. desember nk. Gestur fundarins og frummælandi verður Ólafur Ólafsson landlæknir. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjómin. Útlönd Útlönd Útlönd Mesta f lug- slysið það sem af er árinu Björgunarsveitir héldu áfram í morgun leit að líkamsleifum þeirra 178 manna, sem fórust með júgóslavneskri farþegaþotu, er rakst á fjallið St. Pietro skammt frá Ajaccio á Korsíku. Alþjóðlega Sakharov-nefndin, sem beitir sér fyrir mannréttindum, fór þess á leit við alþjóðlega Rauða krossinn í gær að send yrði nefnd til þess að fylgj- ast með heilsu Ándrei Sakharovs, sem er í hungurverkfalli í útlegð sinni t Gorky. Sakharov-nefndin, sem hefur innan sinnan raða um 2.000 félaga (þar af 22 Brak flugvélarinnar, sem var af DC- 9 gerð, dreifðist yfir 300 metra svæði, en það er óaðgengilegt og illt yfirferð- ar. Þyrlum verður trauðla viðkomið og verður að bera líkin fótgangandi niður ■nóbelsverðlaunahafa), vekur athygli Rauða krossins á því að Sakharov er hjartaveill. Þau Sakharov og Yelena Bonner kona hans hófu bæði hungurverkfallið fyrir tíu dögum til þess að mótmæla synjun yfirvalda á leyfi til handa eigin- konu stjúpsonar Sakharovs til að flytjast úrlandi. fjallshlíðina. Flugstjórnin á Campo del Oro-flug- vellinum í Ajaccio segja, að illt veður hafi valdið flugstjóra vélarinnar erfið- leikum og hafi hann átt í vandræðum með aðflugið. Tveim mínútum fyrir lendingu tilkynnti flugstjórinn flug- turninum, að hann sneri frá og myndi taka aðflugsstefnu innan frá landi. Síðar heyrði flugturninn neyðarkall frá vélinni og síðan ekki söguna meir. Þessi flugvöllur hefur orð á sér meðal flugmanna fyrir að vera erfiður til lendingar vegna stuttrar flugbrautar og nálægðar fjallanna. Eru sérstakar öryggisráðstafanir gerðar fyrir flugum- ferð þarna og áhafnir véla, sem þangað fljúga, fá sérstaka þjálfun áður. Franskir embættismenn flugmála- ráðuneytisins komu til Korsíku síðdegis í gær til þess að rannsaka brakið. Þetta er stærsta flugslysið á þessu ári (sem af er) og stærsta flugslysið á frönsku yfirráðasvæði siðan 1974, þegar tyrk- nesk DC-10 þota fórst norður af París, en með henni fórust 346 manns. Óttast um líð- an Sakharovs Glistrup dæmdur Dómskerfið er gjörspillt. Ríkisstjórnin stóð I stöðugu sambandi við dómstólana meðan á málarekstri stóð... Þetta eru ofsóknir á hendur mér... Sllk voru um- mæli Mogens Glistrup, formanns danska Framfaraflokksins, eftir að dómur féll I máli hans í Kaupmannahöfn á þá lund að hann skyldi sitja fjögur ár I fangelsi, greiða um 4 milljónir danskra króna í sektir og 6 milljónir fyrir skattsvik. Auk þess á að svipta hann rétti sínum til starfa sem lögfræðingur. Glistrup er þó hvergi banginn og hyggst stunda áframhaldandi stjórnmálaumsvif úr fangelsinu. Og eins og myndin sýnir hafa vinir hans og fylgjendur ekki gleymt honum, eftir dómsúrskurðinn streymdu blómin til heimilis hans og konu hans, Lenu. Slökkviliðsmenn í mótmælahug Kadettar í slökkvilíði Varsjár höfðu 'I morgun slökkviliðsskólann enn á valdi sínu, en hann er umkringdur af lögreglunni. Slökkviliðsmannaefnin „hernámu” skólann til þess að fylgja eftir kröfum sinum um að hætt verði að reka hann eins og herskóla. í heila viku hafa þeir haldið uppi mótmælum slnum og skrópað í kennslustundum. Þeir krefjast þess að skólahaldið verði eins og í hverjum öðrum borgara- legum skóla en yfirvöldin pólsku hafa svarað með því að leggja skólann niður. Virðist svo sem stjórnin sé ekki f skapi til eftirgjafar í málinu enda var það ítrekað i gær að ástandið í landinu færi hríðversnandi vegna lögleysu og verkfalla. Lögreglulið vopnað skjöldum, kylfum og vélbyssum dreif að skól- anum og umkringdi hann, en k.adett- arnir Iétu það ekki hræða sig. Fjöldi fólks safnaðist saman utan við skólann í gær þrátt fyrir skafrenning. Sporvagnastjórar lögðu um 20 spor- vögnum fyrir utan til þess að votta slökkviliðsefnunum stuðning. — Um 5000 stuðningsmenn tóku undir messu- söng sem sunginn var með kadettum í gærkvöldi. Varsjárdeildin og fleiri héraðsdeildir í Einingu, hinum óháðu verkalýðssam- tökum Póllands, hafa lýst yfir stuðn- ingi við kadettana. Herflokkar hafa hindrað slökkviliðsmenn annars staðar frá að komast til Varsjár til að fylkja liði með mótmælendunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.