Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Page 16
16 Fólk DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. Fólk Fólk Fólk Hjúkrunarfræðingar skemmta sér og sínum Hjúkrunarfrœðingar héldu upp á 50 ára afmœli Hjúkrunarskólans fyrr í þessum mánuði. Eftir velheppnaðan hátíðarfund þar sem hjúkrunarmenntun var krufin til mergjar, brugðu menn sér í kvöldfagnað á Hótel Sögu. Margvísleg skemmtan var á boðstólum, enda tóku þátt í henni hjúkrunarfræðingar, eldri sem yngri, starfsfólkið úr fortíð og nútíð ásamt öðrum velunnurum skólans. Óhætt er að fullyrða að úr varð hið ánægjulegasta kvöld, eins og myndir þær sem hér eru birtar bera gleggst vitni um. Engirm tét sftt trftk llggia i snúningi á dansgótfínu. Fólk Sigmundur Rúnarsson Söngglaður hópur. F.v. Bakhrr Óskarsson, Ingvgldur HjaHested, Jón Tynes, Ingibjörg Árnadóttir og Páll Gislason. Komnir úr löngu sumarfríi Menn hafa tíðum verið söngglaðir upp til fjalla, og svo er einnig um þá félaga er hér birtast. Það er hljóm- sveitin Rómeo, meirháttar spilarar, sem leitast við að hafa á efnisskrá tónlist fyrir alla aldurshópa innan og utan Reykjavíkur. Hljómsveitina skipa Kjartan Baldursson, bassa- og gítarleikari, Albert Ingason trommuleikari, og Halldór Svavarsson sem sér um hljómborð ásamt gítarleik. Þeir eru sem sagt komnir úr löngu sumarfríi ogþráþaðeittaðgleðjaaðra. . . Hljómsveitin Rómeo nýtur sfn hvergi betur en uppi á fjöllum, alla- vega ber myndin ekki annað með sór. Óvenjtdeg sjúkresaga var leikin af hjúkrvnamemum, með mikkm tUþrifum, eins og sjá má. Eins og sjá má skemmtu veislugestír sór konungtega ytir leikatriðunum. Hjúkrunamemar, sem útskrtfúðust 1954, brugðu i leik. Eins og sjá mi eru þær enn ungar og frískar og frnstar orðnar ömmur. Þær sungu skóla- brag frá 1953, sem Indriði G. Þorsteinsson gerðist svo frægur að semja. ígóðum fHagsskap. Talið f.v. Svanlaug Ámadóttír form. Hjúkrunarfálags íslands, Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Þorbjörg Jóns- dóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla íslands, og Ása St Atíadóttir, hjúkrunarfræðingur. OG SVO.es ... er það vlsa dagsins, sem verður eftirleiðis fastur liður á þessari siðu. tslendingar hafa löngum talið það eina af þjóðariþróttum sínum að berja saman ferskeytiu. Þvi til staðfestingar, látum við hina sígildu visu Andrésar Björnssonar riða á vaðið: Ferskeytlan er f rónbúans fyrsta barnaglingur en verður seinna í hendi hans hvöss sem byssustingur. Og svo er bara að hringja i síma 86611 og gefa upp nýortar sem gamlar og góð- ar ferskeytlur. Það œtti að vera nóg til afþeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.