Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Page 3
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. 3 Bókakynning DB og Vísis: aðist og kallaði mig mellu og lúxuskellingu og mislukkaða móður. Þetta kom alveg flatt upp á mig. Ég varð orðlaus. Og ég gat ekki svaraö á móti. Það er min veika hlið. Ég stóð þarna bara og tók við svivirðingum hans og ég kenndi til af upphlöðnu hatri og vanliðan og sektarkennd, já, sektarkennd, þvl að innst inni elska ég hann, hversu heimsku- lega sem það nú hljómar. Ég var bundin honum og ég vildi ekki missa hann. Hann var eina manneskjan, sem ég átti að. Og samt sem áöur stóð ég þarna, meðanhann jós viðbjóði sinum og hrakyrðum yfir mig, vegna þess að einhverjir höfðu ekki hlustað á hann á ráðstefnunni, eða vegna þess aö hann haföi enn ekki f engiö tiltekiðstarf. Og ég vissi, að þetta var allt geggjað, geggjað að hann kom fram við mig, eins og hann gerði, og ég þorði ekki að svara i sömu mynt. En ég gleymdi þvi ekki. Ég geymdi það innan i mér. Einn góðan veöurdag myndi ég taka það fram og reka það fram- an I smettiö á honum. Ég beib aðeins eftir tækifæri. Það byrjaði sem sé ekki vel — þetta kvöld. Og framhaldið átti ekki að verða betra. Kristján hafði aftur misst málið, eftir öll ákvæðisorð- in og lá á sófanum og taldi flug- urnar i loftinu. Eða hvað hann hefur nú verið að telja, þvi að flugur geta ekki hafa verið þar um hávetur. Ég var hrædd um, að hann færi að gráta. Það er spaugilegt, álku- legt. En ég þoli ekki karlmenn, sem gráta. Ég kólna upp og verð kærulaus, ef ég bregst þá ekki öndvert við og fer sjálf að gráta. Þetta er klikkað. Mér finnst, að karlmenn ættu að gráta miklu meira. En ég get bara ekki þolaö það. Ég læddist um á tánum til að rifa ekki upp fleiri sár. Og sam- timis þvi fyrirleit ég sjálfa mig fyrir aö gera það. Þegar ég hafði haft fataskipti beið ég bara eftir þvi, að gestirnir kæmu. Fyrir klukkutima hafði ég óskað þess, ab þeirfærutilfjandans. Núþráði ég komu þeirra. Hjálfsjö komu þeir fyrstu. Það voru Bertil og Lena. Lena i siðum kjól. Ég heföi mátt vita það. Hún var I þvi að reyna að beygjamig. Sjálf var ég blátt áfram i pilsi og blússu. Hún vissi, að þannig klæddi ég mig vanalega. Svo komu þau eitt af öðru. Mats og Ulla (siður silkikjóll), Birgir og Anna Lena (gult eiturþröngt hylki), Torsten og Elisabeth (buxnadragt), Jan og Bettan (i ótrúlega flnum og mjúkum kjól, sem leit út eins og hún hefði erft hann eftir ömmusystur sina). Og svo framvegis og svo framvegis. Ég tók ekki eftir öllum hinum. Þau töluðu og hlógu og kysstu hvert annaö á kinnina og jörmuðu eins og gamlar frænkur. Ég hefði getað sokkið I jörðina. Um áttaleytið settumst við að borðum. Við buðum upp á salat, heitt brauð og rauðvin. Um hálf- tluleytið vorum við komin aö ost- inum og kexinu. Það voru aðeins Anna Lena, sem átti að keyra og Torsten sem var bindindismaður, sem ekki voru full. öll hin voru full, höfóu hátt og sungu. Um ellefuleytið fórum við að dansa. Þegar leið á nóttina var mið- nætursnarl i eldhúsinu með sild og snaps og röfli og snakki um sósialimsma og barnauppeldi og rétt manns til að hafa röndóttar eldhúsgardinur. Ég tók ekki þátt i þessu. Ég sat oghorfði á Kristján. Hann var eldrauður i framan og miklu háværari en hin. Hann rök- ræddi æsilega, kastaöi sér yfir borðið og baðaði út öllum öngum, uppfullur af eigin mælsku og hreintaðspringaúr sjálfsánægju. Hann greip alltaf fram i fyririn hinum. Orðin flugu út úr munnin- um á honum, smáatriði og djúp- hyglislegar athuganir á vixl, og skoðanir, sem ég veit ekki, hvort hann hefur lesið eða hugsaö sjálf- ur, meiningar um allt og lausnir á öllumillihiminsog jarðar. Og allt allt var sagt með sömu sjálfs- ánægjunni og i öllu var hann sá besserwisser, sem ég hef lært að óttastog hata. Þetta fossaði út úr honum. A eftir mundi ég ekki eitt orð, þvi að ég var löngu hætt að hlusta og munaði engu, aö ég stæði upp frá borðinu og gubbaði af andstyggð. En ég herti mig ekki einu sinni upp i það. Ég sat þarna og var asnaleg i framanmeðanvinir hans hljógu og börðu á bakiö á honum af hrifningu og skenktu meiri snaps og urðu fyllri og fyllri. Svo allt I einu, ég man það enn afar skýrt, var eins og eitthvað spryngi innan i mér. Ég stóð upp og gaf honum löðrung. Svo hljóp ég upp ( við höfum tvö svefnher- bergi þar) og kastaði mér á rúmið og grét. Það datt allt i dúnalogn niðri. Ég heyrði, þegar stólum var ýtt til og einhver drafandi orð bárust upp gegnum loftiö. Ég heyrði, að þau fóru fram i anddyrið. Þau leituðu að yfirhöfnunum, meðan þau fnæstu og bölvubu, gátu ekki fundið þær og voru greinilega óstyrk á fótunum, þvi aö þau trömpuðu og ruddust eins og heill barnaskólabekkur. Ég taldi sekúndurnar, þar til þessu var lokiö. Svo var allt kyrrt. Aðeins dyrn- ar, sem féllu aö stöfum og fótatak niður stigann. Ég vissi, að Kristján stóð þarna niöri og að hann vax fullur og trylltur og til alls vis. Ég beið. En hann kom ekki. Það gerðistekkert. Hvað var hann að gera? Lá hann dauðadrukkinn 1 sófanum? Eða sat hann á klóinu og fróaöi sér? Égbeiði tium inútur. Svo fór ég niöur. Mér sortnaði fyrir augum. Ég varö aö gripa i handriðiö til að detta ekki um koll. Hann stóð i stofunni, sneri sér út að gluggun- um, sem enn voru dökkir af nótt. Ég settist viö borðið. Það var fullt af matarleifum, vöðluðum serviettum og plastkrúsum, sem höfðu oltið um koll. Pappirsdúk- urinn var gegnblautur. Osku- bakkarnir fullir, svo að út úr flóði. En mér varð ekkert illt. Ég fann ekki til neins. Ég var bara uppfull af einni greinilegri þörf: að segja honum frá Raymond. Ég vesæla flónið hélt að það myndi hjálpa okkur yfir erfið- leika. Og ég sagði frá. Að ég hafði hitt Raymond og hefði orðið hrifin af honum, en þvi væri lokið núna. Ég vissi ekki, hvernig hann myndi bregðast við. Hann sneri sér hægt við og horfði á mig rólegum bláum augum. Andlit hans var öskugrátt. Það fóru kippir um það, áður en hann skall kyllifaltur I gólfið. Þetta gekk svo stillilega fyrir sig, að það var eins og I kvikmynd, sem er sýnd og hægt og ég hugsaöi mér mér, að ég hefði ekkert gert til að koma i veg fyrir aö hann skylli i i gólfið. Ég heyrði ekki, hvort hann grét. En ég heid það. Svo var allt kyrrtoghljóttandartak og ég hélt þetta væri um garð gengið. En mér skjátlaðist. Allt I einu stökk hann á mig. Mér tókst ekki að verja mig.gafst ekki timi til aö bera hönd fyrir höfuð mér. Hann sló mig i andlit- iö, á handleggina, sló af alefli með krepptum hnefum i bakið á mér, sneri upp á hendurnar á mér og sló mig aftur i andlitið, þang- að til blæddi úr. Þá hætti hann. Hann féll aftur saman og grét hátt og snörlandi, eins og barn og milli gráthvið- anna tókst mér loks að heyra, hvað hann sagöi. Það var, að ég heföi verið honum ótrú, ég hefði brugðist trausti hans, og að hann gæti ekki treyst mér framar. Ég sagði ekki orð. Ég gat þaö ekki. Eitthvað hafði farið I þús- und mola inni i mér. Og ég var þakklát, ekki vegna barsmiðar- innar og þessa æðislega taum- lausa gráts, sem meiddi mig langt inn i sálina, ég var ekki þakklát fyrir það, heldur þá ákvörðun, sem var aö mótast i mér og enginn gæti fengið brey tt, að ég Anna von Francke, nei Anne Brink, tuttugu og sjö ára gömul, þar af sjö ár i ótryggri höfn hjónabandsins, gæti ekki beðið lengur. Ég þreifaði á vörum mér. Það blæddi úr. En það gerðickkert til. Ekki héðan af. Og Kristján, ég fann næstum til með honum, þar sem hann lá eins og hrúgald fyrir fótum minum með stórt lokka- prútt höfuð milli hnjánna og skalf frá hvirfli til ilja, eins og hann ætlaði aldrei að hætta að gráta. Ég stóö á fætur og fór upp. Ég var þreytt. Ég fann aðeins til ósegjanlegrar löngunar til að sofa. Það var eins og mér hefði ekki komið blundur á brá, svo að árum skipti. Seinna kom hann upp. Hann skreið fjórum fótum upp stiginn og féll endilangur niður i rúmið og kallaöi mig gamla nafninu minu, sem ég haíði ekki heyrtfjarska lengi og grátbað um að mega koma til min. En ég gat það ekki, hversu fús sem ég hefði viljað, ég gat það ekki. —Faröu, æpti ég niður i kodd- ann. Og hann fór. Hann fór og var burtu I sólarhring og gerði okkur Söndru alveg dauðhræddar, þar sem við vissum ekkert um hann, hvort hann hefði fyrirfarið sér, eða hvort hann væri á lifi, I heilan sólarhring vissum við ekkert. Það var svona, sem það byrj- aði. DodgeAries .... -. * *•- ■■. •» .• -Hyú er rétti tíminn til að eignast þennan frábæra bfl á góðu verði og um Hfefð* lelka a næstu gengisfellingu. Eígura til afgreiðslu bæði 2 DR; 4 DR o» Station Doðge Aries með eftirtöldum búnaði: - A ‘ 1. Framhjótadrifi 2. SjáHskiptingu 3. VoRvastýri * 4. Aflhemlum 5. Tölvustýr ðri eldsneytisnotkun ______________ 6. Rafmagnsopnun á skottloki 7. Lituðum glerjum 8. Styrktum undirvagni 9. Lúxus-klssðningu 10. Hita í afturrúðu. il afgreiðslu strax. Verð án ryðvarnar frá ca kr. 209.319, miðað við geggi 27.1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.