Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Qupperneq 6
6 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. Að finna til sársauka eða vanliðan- ar reynist manninum æ erfiðara að umbera og þola. Því er oft rokið af stað til læknisins um leið og beðið um eitthvað við óþægindunum. Og því miður er margur læknirinn helst til fúsaðskrifauppályfseðilinn. Þaðer skjót og auðveld lausn á vandanum, ef hún virkar. En þetta ef er bara aðeins of stórt, því oft gerir lyfjagjöf ekki annað en að fresta vandamálinu um hrið. Hér er auðvitað ekki átt við það þegar fólk fær höfuðverk eða tann- pínu, við slíku er sjálfsagt að taka eitthvað kvalastillandi. Og alls kyns töflur og mixtúrur eiga fullan rétt á sér, sé þeirra neytt í réttum tilfellum og í hófi. Aftur á móti hættir okkur of oft til að leita á náðir meðalaflöskunnar eða jafnvel í annars konar flöskur, eftir einhverri bráðabirgðalausn, þegar eitthvað bjátar á. Og það sem verra er, við grípum oft til slíkra lausna fyrirfram til að forðast ein- hver vandamál eða óþægindi. Við flýjum hreinlega á náðir lyfjanna. Endalaus eftingarleikur Sársauki og kvalir eru ekki alltaf einn og sami hluturinn. Manni getur liðið illa án þess að hafa beinar kvalir og vanlíðanin á oft ekkert skylt við likamlegan sársauka. Slík vanlíðan á rætur langt inni í sálartetri og leggst á sinnið. En alltof margir leita lausnar- innar i töfluglasinu eða öðrum ávanaefnum. Eltingaleikurinn endalausi eftir auknum efnislegum gæðum, leiðir oft af sér alls kyns sársauka og vanlíðan. Við erum á sífelldum þönum til að þéna meira, eignast meira og lifa í takt við tímann. Og allt er þetta gert i þeirri góðu og saklausu trú að slíkt færi aukna gleði og hamingju. En þetta lífsviðhorf eykur ekki aðeins áhættuna á andlegri og líkamlegri vanlíðan, heldur býður upp á að gripið sé til skammtíma úrræða. Allt þetta leiðir hvað af öðru. Skyndilausnin vill oft verða að vana Margur maðurinn hefur séð eftir því síðar að grípa til slíkra skyndi- lausna sem lyfjataka er. Það er lítið mál að gleypa eina töflu, en eftir því sem þær verða fleiri og inntökurnar tíðari, minnkar öll mótstaða og bar- áttuvilji mannsins. Þegar að því kemur að virkilega reynir á þolrifin, þá er búið að ýta til hliðar öllu mótstöðualli. Skyndi- lausnin í pilluglasinu er orðin vani og í mörgum tilfellum stórhættuleg, bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Þegar vandamáI daglegs Hfs steðja aO leita menn oft 6 náðir tyfja en þaö er skammgóður vermir. Aö kunna sór hóf og þekkja sjáffan sig Margir standa á gati frammi fyrir þeirri spurningu hvað sé þeim mikil- vægast í lífinu. Að hverju stefnum við, hvað viljum við hafa eftir, þegar upp er staðið? Tímarnir breytast og mennirnlr með og okkar hugmyndir í dag um tilgang lífsins, eru talsvert ólíkar því sem var fyrir nokkrum tugum ára. Af þessu má draga tals- vert góða lexíu, þvi það sem ömmur okkar og afar einblíndu á, þykir í dag óttalega fánýtt og lítilmótlegt oft á tíðum. Aðalatriðið er að þekkja sjálfan sig og kunna sér hóf í kapphlaupinu. Það er engum hollt að hlaupa hraðar en hann þolir og kannski springa á enda- sprettinum. Við þurfum að læra að þekkja það jákvæða og neikvæða, því nútímaþjóðfélag býður óneitan- lega upp á nóg af hvoru tveggja. Allt- of sjaldan tekur fólk sér tíma til að setjast niður og hugsa. Hugsa um hvert stefnir eða stefnir ekki. Með því mætti forðast mikið af þeirri andlegu vanlíðan sem hrjáir mannkynið I dag og ekki siður byggja upp „mótefni” gagnvart þeim óþægindum sem ekki verður komist hjá að standa frammi fyrir. Það er engin allsherjarlausn eða uppskrift til gegn slíkum sársauka, en nokkur atriði má þó nefna sem lykil- inn að þeirri vörn. Þolinmæði, út- hald, samstaða og tillitssemi. Alit eru þetta orð sem líta fallega út á prenti, en erfiðara er að þroska þessa eigin- leika með sjálfum sér. En það sakar ekkiaðreyna. . . (Þýtt og endursagt úr Helse/JB) Andlát og útför Jakobs Háskólatónleikar f Norrœna húsinu 27. nóv- ember. Flytjandi: Helga Ingótfsdóttir. Verkefni: Andlát og útför Jakobs eftir Johann Kuhnau. Næstsíðustu Háskólatónleika þessa misseris lék Helga Ingólfsdóttir Tónlist Eyjótfur Melsted á sembal. Hún valdi sér næsta sjald- heyrt verkefni; Andlát og dauða Jakobs úr Tónmyndum eftir fáeinum sögum úr Heilagri ritningu eftir Johann Kuhnau. Er þar lýst f tónum því sem gerðist þegar faðir ísraels kvaddi þennan heim, eitthundrað fjörutiu og sjö ára að aldri. Á undan leik sínum las Helga formála Johanns Kuhnau í þýðingu Þorsteins Gylfa- sonar og fylgdi úr hlaði með skýring- um. Helga er mikill unnandi hins upp- runalega. Hún, píanistinn, hrífst svo af sembalnum að hún fetar þröngan stíg umskólunar til að leikur hennar á Hetga Ingótfsdóttir. þetta hrífandi, einfalda hljóðfæri fái notið sín að verðleikum. Árangur viðleitni Helgu hefur verið mikill og góður. Hún leitar ekki aðeins hins upprunalega í leik og tjáningu heldur áræðir að nota hina gömlu stillingu, þótt vera kunni að hljómi falskt í eyrum uppöldum við „Wohltemp- erierung”. Að hlýða á leik Helgu er upplifun. Hún hefur sembalinn ekki aðeins tæknilega á valdi sínu, heldur „syngur” hún flestum öðrum betur á þetta einfalda hljóðfæri. Þannig varð hin tiltölulega frumstæða „prógram- músik,, Kuhnaus ljóslifandi í leik hennar og með stillingunni gömlu kemst ómur sembalsins nær því að verka eins og klassísk myndlist eftir gullinsniðsreglunni, enda sú gamla stilling nær því að standast Pyþagor- asarreglu hina meiri, sem hann setti fram með enn einfaldara hljóðfæri en sembalnum, einstrengjungnum. Einstrengjungurinn var reiknings- stokkur síns tíma svo að enn einu sinni sannast reglan gamla, að ekkert sé nýtt undir sólinni, og væri tölvu- músíkmönnum hollt að minnast slíkra sanninda þegar þeir gorta af nýjungum. -EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.