Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Page 9
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. 9 Menning Menning Menning Menning VEX ÞEGAR AF ER TÐUÐ Jón BJamason frá Garflsvfk: BÆNDUR SEGJA ALLT GOTT Bókaútgófan örn og öriygur 1981. Sá léttvígi og frjálslegi frásagnar- maður, Jón Bjarnason frá Garðsvík á austurströnd Eyjafjarðar en þó í Þing- eyjarsýslu (eins og kenna má) reifaði spurninguna: Hvað segja bændur nú? í allvænni bók í fyrra. Hann virðist ekki hafa fengið svör við henni frá öðrum og vindur sér því í það að svara henni sjálfur með annarri bók undir heitinu: Bændur segja allt gott. Raunar er þó alls ekki úr þeirri gátu leyst, hvor bókin er svar og hvor spurning og skiptir ekki máli. Þótt einar þrjár bækur hefðu nú átt að geta létt frá- sagnarþrýstinginn, eru þess satt að segja engin augljós merki þegar líða tekur á þessa síðustu bók að loftið sé allt út þessum gunnreifa sögumanni — og þó hafði hann reynt áður að tappa svolítið af sér með tveimur kveðskapar- bókum sem hann nefndi með nokkrum rétti Þingeyskt loft og Meira loft. Það hefur sannast á Jóni, að minningar aldraðra manna liggja í lögum og þær eru ekki þeirrar náttúru sem skilgreind er í málshættinum, að eyðist það sem af er tekið. Þær eru eins og fyrirbærið í Fróðárundrum, vaxa eftir því sem á er saxað og eflaust meira að segja stundum. Þetta finnst mér koma vel fram í þessari síðustu minningabók Jóns frá Garðsvík. Það er rétt eins og hann hafi þar af meiru að taka en nokkru sinni fyrr. Ef til vill eru Aliur akstur krefst 1 varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur vlð aðstæður sem þessar _____JXERÐAB______ ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FÝRIR ALLA mÉUMFERÐAR Vráð vistirnar heldur sundurleitari og minna af hverri ögninni en því fjölbreyttari, efnið margþættara og engu síður girnilegt en það sem fram var reitt i fyrri bókunum tveimur. Ég gæti meira að segja trúað því að þarna væru ýmsir Bókmenntir Andrés Krístjánsson smámunir, sem tækju fyrri frásögnum fram sem brosgjafar. Og vísunum hefurekkifækkað. Jón er liðlegur og skemmtinn sögumaður, lætur ýmislegt fjúka um sjálfan sig og reynir að vera ekki hörundsár en ætlast til að aðrir séu það ekki heldur. Hann lætur því marga sneiðina flakka um vini sína og ná- granna, er svolítið kerskinn við þá en aldrei grályndur. Gamansögurnar flögra um alla bókina. Hún morar af þeim. Höfundi finnst sýnilega að þær skipti mestu máli og hirðir minna um að raða þeim saman i mynstur, né öðru frásagnarefni sínu. Þess vegna veit maður aldrei hvað kemur næst. En það eykur aðeins forvitnina um það, hvað sé á bak við næsta leiti, — þ.e. á næstu blaðsíðu. Jón frá Garðsvík er og hefur augsýnilega alla sína tíð verið góður fuiltrúi þeirrar sagna- og vísna- skemmtunar sem blómgast hefur af djúpum rótum í íslenskum sveitum langa hríð og er engan veginn dauð úr öllum æðum enn. En frásagnir Jóns í þessum bókum eru engan veginn allar gamburmál. Alvaran fer þar ekki heldur hjá garði og gamanmálin eiga sér oftast tvær hliðar. Hugur Jóns hitnar við ranglæti og harma og sambúð hans með olnbogabörnum og lífsraunafólki ann sér engra undanbragða. Þessi siðasta bók er engu síður notalegur lestur og hýrlegur vökuvinur en fyrri bækur hans og glettnir bændur eins og Jón segja ætíð allt gott. Bókarnafnið segir svo sem ekkert og þó meira en nóg, og annað heiti hæfði varla betur. Andrés Kristjánsson. Nánari upplýsingar Frekari upplýsingar og gögn liggja frammi hjá undirbúningsfélaginu, að Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92—3885 og í Iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík. Tækniþekkingu, orku, hráefni, landrými og vandaðan undirbúning, svo sem tilraunavinnslu. Allt er þetta nú fyrir hendi. Það sem vantar er ÞINN stuðningur. Hvaö færöþú íyrir þinn hlut? Kaupirðu hlut í Sjóefnavinnslunni hf. gerist þú þátttakandi í mikilvægu brautryðjendastarfi á vett- vangi alíslensks iðnaðar. Auk þess eignast þú hlut í framtíðarfýrirtæki sem á mikla möguleika í vinnslu ýmissa kemiskra efna auk saltvinnslunnar. Athugaðu málið. Þinn hagur — þjóðarhagur. SJÓEPNAMNNSLAN HP. -HLUlMJMlTBOÐ StofnfundurI981 I samræmi við ákvæði laga nr. 62/1981 um sjó- efnavinnslu á Reykjanesi, er hér með auglýst almennt hlutafjárútboð í Sjóefnavinnslunni hf., en stofnfundur þess félags verður haldinn laugardaginn 12. desember 1981 í félagsheimilinu Stapa, Njarðvík kl. 16 (hlut- hafar undirbúningsfélags athugið að aðalfundur félagsins verður kl. 14 sama dag í Stapa). LáfangL- Smilljómrkr. Með fyrsta áfanga verksmiðjunnar er gert ráð fyrir 8.000 tonna saltframleiðslu á ári. Nú er boðið út hlutafé vegna hans að fjárhæð 5 milljónir króna (lágmarkshlutur 1.000 kr.) til við- bótar hlutafé Undirbúningsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi hf., en stefnt er að samruma félaganna við stofnun Sjóefnavinnslunnar hf. Heildarhlutafé 4&,5xmiyónirkr. Heildarhlutafé Sjóefnavinnslunnar hf. verður 42.5 milljónir króna, miðað við verðlag í maí s.l. og er þá gert ráð fyrir verksmiðju er framleiði á ári 40.000 tonn salts, 9.000 tonn kalsíum klóríð, 4.000 tonn kalí, ásamt brómi, saltsýru og vítissóda. Gjalddagar Hlutafé má greiða með 3 jöfnum greiðslum á 3ja mánaða fresti, en vextir reiknast frá 1. apríl 1982 á hlutafé sem greiðist eftir þann tíma. w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.