Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 14
14
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981.
„MíMi
og neytendur þeirra gera sínar athugasemdir
Alls konar auglýsingastarfsemi hef-
ur riðið húsum í henni veröld undan-
farin ár og fer ört vaxandi. í máli al-
mennings má greina viss þreytumerki
við þessari starfsemi og nægir þar að
nefna þau harmakvein sem menn reka
jafnan upp þegar auglýsingar sjón-
varpsins birtast sjónum þeirra á síð-
kvöldum.
Nú hin síðari ár hefur það færst í
vöxt að einstaklingar auglýsa sjálfa sig
og sín persónulegu afrek á síðum dag-
Iblaða og jafnvel í sjónvarpi og útvarpi.
Er þar að sjálfsögðu átt við þá dáika
'síðdegisblaðanna sem bera yfir-
skriftina „einkamál” og raunar einnig
;þá er auglýsa sig í nafni prófkjörs
einhvers stjórnmálaflokks.
! Við ákváðum á dögunum að slá
þessu upp í grín og fá nokkra
„meðalljóna” úti í bæ til að auglýsa
sig og sín áhugamál og fengum nokkra
neytendur þeirra til að gera nokkrar
athugasemdir við hátterni þeirra.
Árangurinn birtist hér á eftir.
SER/SV.
Halldór Guðmundsson
Fýrst kom Snorra-Edda... Nú erþaó
Vilt þú liíandi jólatré? Þá kaupir
þú Jóla-Eddu. Þú þarít ekki út í
kuldann að velja jólatré.
Jóla-Edda kemur til þín!
í töivuvœddum heimi er
Jóla-Edda það nýjasta.
Jóla-Edda syngur lögin.
Hún snýr sér í hringi.
(þá þurfið þið ekki að ganga
lengur). Jóla-Edda talar
við þig, þá leiðist þór ekki
ájólunum.
Og Jóla-Edda hlœr.
Jóla-Edda er sannkallaður
jólaglaðningur.
VINNUR
VEL SÍN
VERK
Halldór er í alla staði prýðispiltur.
Það verður ekki sagt að mikið fari
fyrir honum dags daglega og ekki
verður sagt að hann stundi eigið
auglýsingastarf sér til framdráttar.
Hann virðist vinnusamur og
vinnur þau verk vel sem hann tekur
að sér, hljóðlega og varfærnislega.
Halldór á mjög auðvelt með að ná
trúnaði og trausti þeirra manna er
með honum starfa og til hans þekkja.
Hann hefur vit á því að fara með
fé viðskiptavina sinna og það virðist
einkenna vinnustað hans. Það er
hægt að segja að mottó Halldórs geti
verið eitthvað á þessa leið:
Auglýsingar eru ekki til einungis aug-
lýsinganna vegna heldur til þess að
skila árangri. Og þessu mottói heldur
Halldór án allrar sýndarmennsku.
Halldór hefur einstaklega gott
vald á islensku máli og getur jafnvel
sett saman vísur samkvæmt virðuleg-
ustu bragreglum.
Spurningin er síðan sú hvort
upphafleg menntun hans sem tré-
smiðs valdi því að hann kann vel að
fella hluti saman og negla þá siðan
fasta.
-neytandinn.
Hló hún dillandi hlátrí
EDDU
Þegar sá er þetta ritar sá Eddu
Andrésdóttur í fyrsta sinn fyrir mörg-
um árum hló hún dillandi hlátri um
leið og hún kynnti sig. Þá var hún
Edda að stfga sín fyrstu skref sem
blaðamaður á slðdegisblaði sem hét
Vísir. Allar götur síðan hefur verið
stutt i brosið og hláturinn hjá Eddu
þegarvrið höfum sést.
Það fólk sem á þennan hátt ber
með sér smitandi kæti og lífsgleði á
að verðlauna. Nær væri að það fengi
orðu frá forsetanum heldur en ein-
hverjir embættismenn sem krossaðir
eru fyrir það eitt að hafa sinnt sínum
störfum án þess að verða uppvísir að
stórum skandal.
En auðvitað er það svo um Eddu
að hún á sínar alvörustundir eins og
aðrir. Sérstaklega hættir henni til að
fela brosið jsegar hún þarf að taka
stórar ákvarðanir. Þá tvístígur hún
og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hún
ber málin undir fólk og fær hinar og
þessar ábendingar, hristir síðan koll-
inn og kveður hlæjandi. Svo tekur
hún auðvitað ákvörðun upp á eigin
spýturfyrir rest.
Bágt á ég með að ímynda mér
Eddu í hlutverki kvenréttindakonu.
Karlmenn eru ákaflega „svag” fyrir
yndisþokka stúlkunnar og slást um
að bera hana á höndum sér. Sumir
misskilja brosmildi Eddu og halda að
hún sé auðveld bráð en hún Edda fer
eigin götur og lætur ekki plata sig svo
auðveldlega. Sagt er að hún hafi
valdið ófáum karlmönnum andvöku-
nóttum.
í fáum orðum sagt er Edda
Andrésdóttir glaðlynd dugnaðarkona
sem hefir meiri hæfileika en margan
grunar. Megi hún halda áfram sínum
létta hlátri um ókomna framtið.
Edda Andrésdóttir.