Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Síða 16
16 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdótt- ur Fyrir skömmu kom út hjá Máli og menningu bókin Ljóö, ný heildarút- gáfa á ljóðum og ljóðaþýðingum Vii- borgar Dagbjartsdóttur. í bókinni er að finna efni þeirra þriggja ljóðabóka, sem Vilborg hefur sent frá sér, Lauftö á trjánum (1960), Dvergliljur (1968) og Kyndilmessa (1971) og ennfremur ljóð sem birst hafa í blöðum og tímaritum síðan Kyndil- messa kom út. Þessi ljóð auka mjög við hróður Vil- borgar og er ekki sist fengur að því að sjá þau öll saman komin á einum stað. Jón Reykdal myndlistarmaður teikn- aði kápu og sá um útlit bókarinnar og er frágangur hennar allur hinn vandað- asti. Bókin er 137 bls. og unnin í Prent- smiðjunni Hólum hf. Asbjarn 0kscndal Gestapó í Þrándheimi eftir Asbjórn Oksendal Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók eftir norska rithöfundinn Asbjorn 0ksendal, höfund bókarinnar Þegar neyðin er stærst, sem kom út fyrir síðustu jól og hlaut mjög góðar viðtökur. Bókin segir frá lífshættulegum flóttaferðum í stórhríðum og vetrar- stormum um hálendi Noregs og Sví- þjóðar. Þar er barist við grimm náttúruöfl. Einnig kvislinga og Gestapo, sem alls staðar liggja í laun- sátri tilbúnir að svíkja og myrða. „Persónum er lýst af slíkri nákvæmni og innlifun að okkur finnst við gjör- þekkja þær. Bókin Gestapo í Þránd- heimi er að Öllu leyti sambærileg við bækurnar Eftirlýstur af Gestapo og Þegar neyðin er stærst.” — Arbeider- bladet. „Sönn frásögn af baráttu norskra föðurlandsvina við kvislinga og Gestapo i Noregi.” - Aftenposten. „ . . . lifandi lýsing á hrikalegum sannleika.” — Vaartland ,,.... við stöndum bókstaflega á öndinni.” — Morgenbladet. Gestapo í Þrándheimi er 204 blaðsíður. Skúli Jensson þýddi bókina. Hún er prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Óvœntir gestir ajorðu eftir Ruth Montgomery Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Óvænlir gestir á jörðu eftir Ruth Montgomery í þýðingu Úlfs Ragnarssonar. Ruth Montgomery er margfaldur metsöluhöfundur vestanhafs og hér á landi er hún einnig vel kunn að bókum sínum sem komið hafa út á islenzku: „Framsýni og forspár”, ,,í leit að sannleikanum” og „Lífið eftir dauðann”. Þessi bók hennar er óvenjulegust þeirra allra. Hún fjallar um mikinn reynslutíma sem fram undan er en að honum loknum mun renna upp ný öld friðar og hamingju. Meginhluti bókar- innar fjallar um það sem höfundurinn kýs að kalla „skiptisálir” og það hlut- verk sem þeim er ætlað að gegna hér á jörðu. Tugþúsundir þessara skiptisálna eru starfandi meðal okkar; háþróaðar verur sem hafa tileinkað sér ljósa vitund um tilgang lífsins. Skiptisál fær leyfi til að taka við likama annarrar mannveru sem æskir að losna úr jarð- vistinni. En skiptisál má aldrei yfirtaka líkama annars án þess að fullt sam- þykki eigandans liggi fyrir. Þetta er því ekki sambærilegt við andsetu eða persónuskjpti, þar sem ill öfl og fjand- samleg heilbrigðu lífi eru að verki. Úlfur Ragnarsson, þýðandi þessarar bókar, gefur lesandanum eftirfarandi heilræði: Lestu þessa bók hægt og i áföngum. Láttu efni hennar síast inn í vitund þína, það leiðir til eðlilegra og yfirvegaðra viðbragða í þrautum og þrengingum komandi tima. Óvæntir gestir á jörðu var sett í Acta hf., prentuð í Prenttækni og bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði Auglýsinga- stofa Lárusar Biöndal. Ást og f reisting eftir Bodil Forsberg Hörpuútgáfan á Akranesi gefur út á þessu hausti þrettándu bókina eftir hinn vinsæla ástarsöguhöfund Bodil Forsberg. Beata er seinni kona Alberts Miller læknis. Þau eiga einn son, Martein, sjö ára. Líf þeirra var þrotlaus leit að hamingju, sem ekki tókst að höndla. Fyrri kona Alberts, sýningarstúlkan Cynthia, hafði yfirgefið hann og stungið af með eftirlýstum afbrota- manni, William Warner tískuljósmynd- ara, ásamt Lizu dóttur hennar og Alberts. Kvöld eitt hlustuðu læknis- hjónin á fréttir í danska útvarpinu: „Lögreglan í Kaupmannahöfn reyndi í dag að handtaka tvo breska ríkisborg- ara, 21 árs gamlan tískuljósmyndara, Wiiliam Warner og 33 ára sýningar- stúlku, Cynthiu Miller. Þau eru eftir- lýst af Scotland Yard fyrir rán og morð.” Dagarnir og næturnar sem nú fóru í hönd voru samfelld martröð. Glæpa- maðurinn William Warner hafði öll ráð iæknishjónanna í hendi sér og ógnaði lífi þeirra og framtíð. Það var ekki fyrr en þá að þau skildu hvað þau höfðu misst og hvað var að brjótast um í litla, óhamingjusama drengnum þeirra. Ótti og kveljandi afbrýðisemi nagaði Beötu. Elskaði Albert Cynthiu? Tækist þeim nokkru sinni að losna úr klóm hins forherta glæpamanns? Myndi lögreglan taka frásögn þeirra trúan- lega? Hvað var í rauðu töskunni? Skyndilega fundu Beata og Albert að þau höfðu sameiginlegt málefni að berjast fyrir — ekki aðeins eigin hamingju heldur einnig velferð tveggja einmana barna. . . . Bækur Bodil Forsberg eru svo spenn- andi og viðburðaríkar að þær eiga vart nokkra hliðstæðu, enda hvarvetna metsölubækur. Ást og freisting er 186 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentun og bókband er unnið í Prentverki Akra- ness hf. Á f lótta með farandleikurum eftir Geoffrey Trease Mál og menning hefur sent frá sér nýja unglingabók sem heitir Á flótta með farandleikurum og er hún eftir Geoffrey Trease, breskan barnabóka- höfund sem notið hefur mikilla vinsælda í heimalandi sínu og víðar. Um efni bókarinnar segir á kápu: „Það er aðalpersónan sjálf, Pétur Brownrigg, sem segir söguna. Hann er unglingur þegar sagan gerist, en full- orðinn maður þegar hann rifjar hana upp. Pétur var uppi fyrir nærri fjögur hundruð árum og sagan gerist á síðustu áratugum 16. aldar, skömmu eftir að siðaskipti urðu hér á islandi og Jón Arason var hálshöggvinn. Þetta voru róstusamir tímar víða um Evrópu, en í Englandi hafði friður ríkt óvenju- lengi undir stjórn Elísabetar 1. drottn- ingar. Leikrit Shakespeares, hins fræga enska leikritaskálds, gegna talsverðu hlutverki í sögunni. Þegar vitnað er í leikrit hans eru notaðar þýðingar Helga Hálfdánarsonar, bæði prentaðar og óprentaðar.” Silja Aðalsteinsdóttir þýddi söguna og las í ríkisútvarpinu fyrr á þessu ári við geysilegar vinsældir. Á flótta með farandleikurum er 207 bls. að stærð, sett og prentuð í Prent- rúnu sf, en Bókfell hf sá um bókband. Káputeikningar gerði Robert Guillemette. Kona sjó mannsins og aðrar sögur eftir Tryggva Emilsson Kona Sjómannsins og aðrar sögur nefnist ný bók eftir Tryggva Emilsson sem komin er út hjá Máli og menningu. Á bókarkápu segir m.a.: „Æviminn- ingar Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, Baráttan um brauðið og Fyrir sunnan, voru gefnar út fyrsta sinni á árunum 1976—1979 og hlutu einstak- lega góðar viðtökur. Þó var höfundur þekktur fyrir flest annað en ritstörf á langri ævi, hafði unnið erfiðisvinnu frá barn saldri og varið öllum frístundum í þágu samtaka vinnandi fólks. Tvær fyrri bækurnar voru tilnefndar af íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og fyrir þær var höfundi veitt heiðursviðurkenning Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sögurnar í Kona sjómannsins og aðrar sögur eru skáldsögur þó að þær sæki að einhverju leyti efnivið sinn til raunveruleikans. Sögusviði í Konu sjómannsins svipar að talsverðu leyti til æviminninganna, þar er lýst lífsbaráttu fólks og byrjandi verkalýðsbaráttu í ungum og vaxandi kaupstað þar sem óbrúanlegt djúp er milli stétta. í bókar- lok eru nokkrar smærri sögur.” Kona sjómannsins og aðrar sögur er 263 bls. að stærð, sett og prentuð í Prentsmiðjunni Hólum hf., sem einnig annaðist bókband. Káputeikningu gerði Haraldur Guðbergsson. Meistarinn og Margarita eftir Mikhail Búlgakof Hin víðfræga skáldsaga Mikhaíl Búlga- kofs Meistarinn og Margarita er nú komin út í islenskri þýðingu hjá Máli og menningu. Það er Ingibjörg Haraldsdóttir sem þýðir bókina úr rússnesku. Mikhaíl Búlgakof (1891—1940) lauk við þessa skáldsögu skömmu fyrir and- lát sitt og var þá litil von um að sagan kæmist nokkru sinni á prent. Það gerðist ekki fyrr en 1966—1967 að sagan var prentuð í sovésku tímariti, að visu með úrfellingum. Hér er sagan prentuð óstytt. Söguþráð í þessari meistaralegu og margslungnu skáldsögu er torvelt að rekja í stuttu máli. Hún segir frá því þegar fjandinn og árar hans heimsækja Moskvu — og setja allt á annan end- ann. Öll er frásögnin barmafull af skopi og beisku háði. Öðrum þræði segir Búlgakof í þessu verki píslar- sögunauppánýtt. Árni Bergmann ritar formála fyrir bókinni og segir þar m.a.: „Það hefur svosem gerst áður i bókmenntum, að Satan, Mefistó, Faland ryðjast inn í líf manna. En hér er þetta lið ekki í því hefðbundna hlutverki að leiða fólk á glapstigu. Þess i stað freista djöflarnir þeirra manna sem eru þegar sekir og refsa þeim — svo illa er komið heimi Búlgakofs að andskotinn er velkominn framkvæmdastjóri réttlætisins, sem flettir ofan af leigupennum, mútu- þegum, rógberum og forréttinda- hyski. . . Og Woland og púkar hans, stundum í gerfi hrekkjóttra trúða, stundum í búnaði miðaldariddara, eru einnig verndarar ástar og listar, Margarítu, Meistarans og skáldsögu hans.” Meistarinn og Margaríta er 367 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prent- smiðjunni Hólum hf. Robert Guille- mette gerði kápuna. Frá sólarupprás til sólarlags eftir sóra Jakob Jónsson Bókaútgáfan Skuggsjá hefur gefið út bókina Frá sólarupprás til sólarlags eftir séra Jakob Jónsson. Á kápu segir: Þessi bók sameinar á sérstæðan hátt skemmtun og alvöru. Hér eru stór- fyndnar sögur af samferðamönnum höfundarins en séra Jakob er, svo sem vinir hans og kunningjar þekkja bezt, einn snjallasti sagnameistari samtíðar okkar. Stutt lýsing hans á atburþi eða smámynd af persónu gefur oft betri hugmynd um lífsferil en langar lýsing- ar. Sér Jakob lýsir því frábærlega, er hann fyrst leit dagsins ljós að Hofi í Álftafirði. raunar ber hann aðra fyrir þeirri frásögn, því svo langt aftur nær ekki traust minni hans. Hann segir skemmtilega frá bernskuárunum í for- eldrahúsum á Djúpavogi og frá prests- skaparárunum á Norðfirði, í Kanada og í Reykjavík. Mannlýsingar hans eru bráðsnjallar. Gildir þar einu hvort um er að ræða kennara guðfræðideildar- innar eða skólafélaga, kunna menn eða minna þekkta meðal Vestur-íslendinga eða starfsbræður hans innlenda sem er- lenda. Allir fá þeir óbeint sína einkunn. Og að sjálfsögðu ber trúmál á góma, trúarstefnur, fermingunaog fermingar- undirbúninginn, hjónavígslur og hjónasættir, sálgæzlu og annað það er þjónandi prestur þarf að sinna. Að bókinni lesinni er það frásagnargleðin og frásagnarsnilldin sem efst er í huga, auk hinna mörgu smámynda og mann- lýsinga sem til alvarlegrar umþenkingar og skemmtunar hafa orðið. Frá Sólarupprás til sólarlags var sett og prentuð í Prisma sf. og bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði Auglýsinga- stofa Lárusar Blöndal. Minnlngabrot úr sevl loikstlórans, loikarans og söngvamns UÓHANNS ÖGMUNDSSONAR f,» LlHQWft ÓAVIOSS-OM SKfiAtH Gaman er að lifa Skjaldborg hefur gefið út Gaman er að lifa, minningabrot úr ævi leikstjórans, leikarans og söngvarans Jóhanns ögmundssonar, sem Erlingur Davíðsson hefur skráð. í lok bókarinnar segir Jóhann svo: Mörgu er nú sleppt enda kemst engin ævisaga sjötugs manns í eina bók ef öll væri skráð. Fyrirfram var ég ráðinn í þvi að særa sem fæsta og helzt engan, enda má oft satt kyrrt liggja. Hvort sú afstaða er rétt eða röng og hvort ekkert er manni of viðkvæmt eða heilagt til að segja frá því mega aðrir dæma um. Ég lofaði hvorki spennandi ævintýrum eða kjarnmiklum hetjusögum og var dálítið að standa við það. Kannski má segja ævisögu mína þannig: Fæddur í Hafnarfirði, var fjórtán ár í Flatey, hef síðan unnið hjá KEA, lék um hálft hundrað hlutverka hjá Leikfélagi Akureyrar og nokkur annars staðar, setti þrjátíu og átta leikrit á svið hér og þar, söng með Geysi og einsöng með honum og söng á eigin vegum, á fímmtíu ára leikafmæli á næsta ári. Bókin er 214 bls., prentuð í Prent- smiðju Björns Jónssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.