Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 23
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. 23 Menning Menning Bókmenntir mótvægi við heimilislífið. Kennarinn herur örvandi áhrif á krakkana og er skilningsríkur án þess að vera hlut- tekningarsamur um of, því hann hefur kimnigáfu. Krakkarnir eru af holdi og blóði, eldhressir og nútíma- legir. I samskiptum Polla við skólafé- lagana kemur í ljós hve hann er ákaf- lega viðkvæmur gagnvart ástandinu heima hjá sér. Honum verður meira en lítið illt við þegar Eva hrópar yfír krakkana — hvort mamma hans sé ekki á Spáni. Hvað er hún að kjafta? Hann verður æfur og ræðst á hana með of- forsi. Seinna urðu þau vinir. En það er athyglisvert að Polla er ekki stritt með drykkjuskap pabbans, drykkja er komin í tísku í þjóðfélaginu. Hitt er miklu sárara þegar mamman virðist ekki vilja sjá drenginn sinn framar og fer bara til Spánar í skemmtireisu. Raunsæ saga sem skemmtir allri fjölskyldunni Persónusköpun höfundar er einkar lifandi. Hann dregur fyrst upp útlits- lýsingu af viðkomandi og gerir svo persónuna sprelllifandi í einkar hag- anlegum samtölum. Persónurnar tala mál samtímans, sem tilheyrir vissum aldurshópum og vissum stéttum. Pabbi, mamma, Geiri Pje og fleiri eru ómenntað alþýðufólk (þó aldrei megi tala um stéttarmismun hér á landi er það eins og hver önnur della) — Þau hafa engan áhuga á , .finkúlt- úr”, lesa íþróttasiðu Visis, hlusta á popp, fá sér í glas, fara á völlinn að horfa á fótbolta. Þess á milli cr það alltafaðpuða. Sagan er vel upp byggð, dramatisk í hæsta máta, því hér er háð alvöru- barátta fyrir lífinu, barátta sem mörg islensk börn heyja nú á sínum heim- ilum. Höfundur er glöggur á mannleg samskipti og sviðsetur vel. Fólkið í sðgum hans er ekkert englafólk, það er breyskt en það hefur sínar góðu hliðar. Polli þroskast í sögunni og verður sá sem með dugnaði sínum og áræði og ást á foreldrum sínum visar þeim veginn út úr vandanum. Þessi saga mun öllum börnum kærkomin og þeim fullorðnum, sem eru fyrir börn. Rannveig G. Ágústsdóttir. Krakkaraf hokli og blóði Andrés Indriðason: POLLI ER EKKERT BLAVATN Mél Ofl msnnlng, Raykjavh 1981.203 bls. Sagan segir frá drengnum Polla, tíu ára, og fjölskyldu hans. Strax í upphafi sögu er lesandi hrifinn með í ferðalag litils drengs að heiman í stórum vörubíl með ókunnum bíl- stjóra. Samtal bílstjórans og Polla fræðir lesanda um hann sjálfan og fjölskyldu hans. Faðirinn er leigubílstjóri og móðir- in hárgreiðslukona. Bæði stunduðu þau handbolta hér áður fyrr, Valsar- ar. Eru nú um þritugt. Polli á eina systur, fimm ára. Einhver vandræði eru i hjónabandinu. Mamma er nýkomin frá Spáni þar sem hún var ein á ferð með börnin sín meðan pabbinn var á stanslausu fylliríi heima. Drengurinn gætir vandlega þessa leyndarmáls fyrir bílstjóranum og er illa við nærgöngular spurningar hans. Enn verr er honum við það þegar hann fer að segja sögur af pabba hans og er þá fljótur að koma sér út úr bílnum. — þetta kvöld kemur hann seint heim eftir ævin- týralega ferð um miðbæinn og höfn- ina. Heima hafði enginn saknað hans að því er virðist. Rifrildi foreldranna hafði endað með því að mamman rauk að heiman og tók dótturina með sér. Hún hafði ekki í hyggju að koma aftur i bráð. Menningararfurinn flækist ekki fyrir Sagan skeður í nútímanum og for- eldrar Polla eru dæmigert islenskt alþýðufólk, fætt og uppalið á vel- megunarárum eftirstríðsáranna. Menningararfur forfeðranna er ekkert að flækjast fyrir þeim og veldur þeim hvorki heilabrotum né samviskubiti. Þau verða að bjarga sér eins og best gengur. Hann ekur leigu- bíl um nætur og selur smyglaðan bjór og vín, sem hann fær hjá vini sínum Geira Pje, vélstjóra, serm er í sigling- um milli landa. Hún vinnur á hár- greiðslustofu allan daginn og greiðir svo kellingum úti í bæ á kvöldin í aukavinnu. En nú er hún sem sagt farin að heiman. síðar fór hún til Spánar þar sem hún ætlaði að búa hjá vinkonu sinni íslenskri, sem „var gift þessum fína manni þarna úti, honum Pablo.” (80) Við vitum lítið af mömmunni nema i gegnum bréf sem þeiru Polla fer á milli. Þó er hún furðu skýr, þar sem hún kemur fram, t.d. á vinnustað — á hárgreiðslustofunni hjá Lóló — og þá stuttu stund sem þau mæðgin hitt- ast heima hjá ömmu. Það ríkir mikil spenna milli þeirra og mamman reynir aö vera hress. Allt tal hennar verður fáránlegt í samanburði við ör- væntinguna sem ríkir innra með Polla. Með illu skal illt út drífa Mamma Polla er ekki eins slæm og virðist í fljótu bragði. Hún er ákveðin og vill börnum sínum vel, svo undar- lega sem það hljómar, og það er þess vegna sem hún yfirgefur Einar og Polla. Hún þolir ekki þau sterku itök sem Geiri Pje hefur í manni hennar. Því ætlar hún að þvinga Einar til að hætta smyglsölunni og segja skilið við þokkapiltinn Geira. Að hún hugsar um og hefur áhyggjur af drengnum sínum sést m.a. af því að hún vissi allt um það þegar Polli hvarf um kvöldið og hve seint hann kom heim, þó hún hefði farið að heiman sjálf þetta kvöld í miklu uppnámi. Hún talaöi llka við kennara Polla og bað hann að hafa vakandi auga með honum meðan hún væri í burtu. Polli og pabbi hans skipta um hlutverk Aðalviðfangsefni sögunnar er sam- búð feðganna, Einars og Polla, og barátta hins síðarnefnda fyrir því að fá móður sína heim á ný. í viðureign þeirra feðga er það Polli sem sýnir meira vit, þrautseigju RannveigG. Ágústsd. og útsjónarsemi. Polli sér í gegnum fingur við föður sinn, einfaldlega vegna þess hve honum þykir vænt um hann. Einar er fjarska barnalegur og laus í rásinni. Það er eins og feðg- arnir hafi skipt um hlutverk. Pabb- inn, þessi strákslegi gæji um þrítugt með háu kollvikin — hann skiiur ekki að það sé neitt athugavert við leynivínsölu — allir hafa eitthvað auka til að drýgja tekjurnar — og græjurnar maður, sem hann hefur keypt með hjálp Geira Pje, þær eru sko ekki til að fúlsa við — og svo videóið sem hann átti von á. Eitt var alveg klárt að væri það nokkuð sem gæti fengið mömmuna til að koma aftur, þá væri það helst ef hún frétti að þeir feðgar væru búnir að fá videó. — En að visa besta vini sínum, honum Geira Pje, á dyr — það kom ekki til mála, ekki til í dæminu, þar gekk mamman of langt. í skólanum er skemmtilegt að vera Líf Polla í skólanum er nokkurt Andrés Indríáason. FRÁ VÉLSKÓLA ÍSLANDS Innritun nýrra nemenda til 1. stigs náms á vorönn 1982 er hafin. Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 14. desember n.k. Kennslan fer fram eftir áfangakerfi og eiga væntanlegir nemendur að mæta til námsvals þriðjudaginn 15. desember kl. 16.00. Skólastjóri. barna- bílstóll, hugulsöm jólagjöf, og barnið er öruggt Britax bílstólar fyrir börn eru öruggir og þægilegir í notkun. Með einu handtaki er barnið fest og losað Biðjið um Britax bílstóla á bensínstöðvum Shell. Skeljungsbúðin Heitdsölubirgör: Skeljungur hf. Smávörudeild - Laugavegi 180 simi 81722 Suöurlandsbraut 4 simi 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.