Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Síða 1
Norska útgerðarfélagið sem seldi ísbiminum Ásþór:
SVEIK ÚT MILUÓNIR
WD SÖLU TOGARANS!
—Hafði fengið fímm milljóna styrk til að iáta breyta
skipinu og selja norskum aðilum
Norska útgerðarfélagið sem seldi
ísbirninum togarann Ásþór fyrir
nokkrum vikum er komið í stór-
vandræði vegna sölunnar. Það komst
upp að félagið var nýbúið að fá fimm
milljón króna styrk til að breyta
togaranum og selja norskum aðilum.
Félagið hirti styrkinn og seldi svo
ísbirninum skipið.
„Við vorum búnir að vera lengi I
sambandi við þennan aðila, Lofoten
Rederi í Stamsund, og til stóð að
kaupa af þeim ákveðið skip. Af því
varð þó ekki og þá varð þetta skip
fyrir valinu. En okkur var allsendis
ókunnugt um þessa styrkveitingu,
borguðum skipið út i hönd með
tæpiega fimm og hálfri miljón
norskra,” sagði Jón Ingvarsson
frtimkvæmdastjóri Ísbjarnarins í
samtali við DV í gær. Ásþór kom til
landsins 5. nóvember.
Fréttaritari DV í Osló, Jón Einar
Guðjónsson, ræddi við blaðafulltrúa
norska sjávarútvegsráðuneytisins um
málið. Hann sagði Jóni að ráðu-
neytið hefði krafizt tafarlausrar
endurgreiðslu á styrknum sem veittur
var til breytinga á skipinu. Síðan átti
að nota það við olíuvinnslu á
Norðursjó. Viðskiptaráðuneytið
norska vissi ekki um styrkinn og
veitti útflutningsleyfi fyrir skipinu
28. október er ísbjarnarmenn sóttu
það. Ekki er Ijóst hvort reynt verður
að fá söluna ógilta ef Lofoten Rederi
getur ekki endurgreitt umræddar
fimm milljónir.
Eftir því sem blaðið kemst næst
mun söluverðið hafa farið að mestu
til greiðslu veðskulda er á skipinu
hvfldu. Forstjóri Lofoten Rederi mun
vera formaður i samtökum norskra
togaraútgerðarmanna. -SG.
„Svo þatta am þesslr jótasveinar sem mUlr aru eö tala um," gmtí hann hugsoð þosxJ lltíi pfakkur, sam tikhga
or að uppgötva Jólin i fyrsta skipti fyrir alvöru. Og jólasvainomír oru mættlr, atlir þrottán að tölu, öruggur
Island leikur um þriðja sætið við Tékka á HM íPortúgal
— sjá íþróttir bls. 16
Stórahelgar-
dagbókin
-sjábls. 17-24
Bandaríkjamenn
kallaðirheim
fráUbýu
— sjáerl.fréttir
bls.8-9
Áskoran til dagblaða
ogsjónvarps:
Birtió myndiraf
síbrotamönnum
— sjá lesendabréf
bls.6
Orobronziðer
hættulaust
— sjábls.3
Orkuiðnaður
íkreppu
— sjá kjallaragrein
Birgis ísleifs
Gunnarssonar
bls. 14-15
•
Prófraunstjóm-
arsamstarfs
— sjá leiðara bls. 14
•
Jólagetraun DV
— sjábls.2
•
Hvaðereiim
Seðlabanki
milSvina
— sjá Svarthöfða
bls.4
Sandkom
— sjábls.2
14 DAGAR
ÍO TILJÓLA
275. TBL. — 71. OG 7. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981.
fijálst, óháð dagblað