Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981. ' Útlönd Útlönd Andrei Sakharov og Liza. LJZAFÆRAÐHEM■ SÆKJA SAKHAROV —og er einnig leyft að f lytja úr landi Nú sýnist ljóst, að Sovétstjórnin ætli að beygja sig fyrir hungurmótmælum Sakharov-hjónanna. Hefur tengda- dóttur þeirra, Lizu Alexeyeva, verið til- kynnt bréflega að hún fái leyfí til að flytjast úr landi. Liza skýrði fréttamönnum i Moskvu frá því i gærkvöldi að hún hefði verið boðuð á útflytjendaskrifstofuna í dag og henni sagt að taka með sér vegabréf sitt, tvær Ijósmyndir og 201 rúblu. — Útflytjendaleyfi kostar einmitt 201 rúblu. Hún hefur lengi sótzt eftir því að fá að flytja til Alexei Semyenov, stjúpson- ar Sakharovs, en hann er i Bandaríkj- unum við nám. Hún er gift Alexei, en sovézk yfirvöld hafa ekki viljað viður- kenna giftinguna sem löglega. Hefur Lizu hingað til verið synjað leyfisins og um leið hefur hún misst atvinnu sína. Hin 26 ára gamla Liza sagði frétta- mönnum að hún gleddist yflr þgirri hreyfingu sem komin væri á málið. „Samt kvíði ég því að þetta sé of gott til þess að vera satt og að þetta eigi allt eftir að snúast til hins versta.” Enn er allt á huldu um líðan þeirra Andrei og Yelenu, sem lögð voru inn á sjúkrahús í útlegðarbæ sínum, Gorky, síðasta föstudag. Það var á 13. degi hungurverkfalls þeirra. Hefur fátt af þeim frétzt síðan. — Lizu hefur verið meinað að heimsækja þau. Dr. Anatoly Alexandrov, forseti sovézku visindaakademíunnar, en Andrei Sakharov er meðlimur í henni, sagði Lizu i gær að hjónin hefðu sjálf- viljug hætt hungurverkfallinu. Sagði hann að þau tækju nú næringu í vökva- formi og væru ekki í neinni hættu. Liza segist ekki í rónni fyrr en hún fái sjálf að heimsækja tengdaforeldra sína og sjá með eigin augum hvernig þau hafast við. KGB-lögreglan sagði henni í gær að hún gæti fengið að heimsækja Sakharov-hjónin næsta mánudag. Alexey Seymynov, stjúpsonur Andreis Sakharov: Þeirnota Lizu sem peð 1 skákinni gegn Andrei, segir hann. FÖSTUDAGSKVÖLD IJISHUSINU11 JliHUSINU OPIÐ DEILDUM TIL KL10 í KVÖLD NÝJAR VÖRUR í ÖLLUM DEILDUM MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar ð flestum vöruflokkum. Allt niflur 1 20% út- borgun og lánstimi allt afl 9 mánuðum. TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL /▲ AA ▲ ▲▲ Hiliiiiil tp | I m, m) m m hm om i Jón Loftsson hf. I m m i Hringbraut 121 Sími 10600 opið í öllum deildum: Mánud.-miðvikud. 9—18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—18. ■ F mm Km gæða ■ Bh I m LITSJÓNVARPSTÆKI FRÁ HOLLANDI, Á FRÁBÆRU VERÐI Sjónvarpsbúðin hefur ávallt lagt sig fram um að bjóða tæki á sem bestu verði án þess að það sé á kostnað gæðanna. Enn eitt dæmið er samningur sem við höfum gert við SIERA verksmiðjurnar í Eindhoven í Hollandi. Verð: Staðgr. Kr. 9500,00 Kr. 8500,00 LÁGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBÚDIN Tækifœrið gríptu greitt, giftu mun það skapa HLUTAstálfélagið S.16565

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.