Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Qupperneq 11
AUGLÝSINGASTOFA KRISTINAR HF. 43.41 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981. 11 Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf Natalie Wood jarösett Kvikmyndastjarnan Natalie Wood var lögð til hinztu hvíldar undir skugg- sælu kamfórutré í Westwood Memor- ial kirkjugarðinum í Los Angeles. Athöfnin var stutt og í henni tóku þátt margar þekktustu kvikmyndastjörnur heimsins. Leikkonan Hope Lang hélt minning- arræðu og lýsti hún Natalie sem glett- inni og gamansamri stúlku. Roddy McDowall sagði í stuttri tölu að Natalie Wood hefði stöðugt ausið öðrum af nægtabrunni lífsgleði sinnar. Kistan var skreytt hvitum geisla- möðrum (gardeníum) og leikin voru rússnesk lög á balalajku, en Natalie Wood var dóttir rússneskra innflytj- enda og borin sem Natsha Grusin. Að athöfn lokinni tók Robert Wagn- er, eiginmaður leikkonunnar, þrjár geislamöðrur af kistunni og rétti þær Kate, 17 ára gamalli dótture sinni af fyrra hjónabandi, Natashu, 11 ára gamalli dóttur Natalie Wood og kvik- myndaframleiðandans Richards Greg- sons og Courtney, sem Robert og Nata- lie áttu saman eftir að þau gengu í hjónaband öðru sinni. Nánustu vinir hinnar framliðnu voru síðan boðnir til erfisdrykkju heim til Wagners á Beverly hæðum en þar hefur hann búið í algjörri einangrun eftir að kona hans drukknaði. Ingrid vikti ekki taka að sér hlutverk Goldu — Það var ekki auðvelt að fá Ingrid Bergman til að taka að sér hlutverk Goldu Meir, segir Herve Bennet, fram- leiðandi fjögurra tíma langrar sjónv- arpsmyndar um líf Goldu, sem tekin var í ísrael. Ingrid hafði ákveðið að leika ekki framar og það tók Herve bæði langan tíma og mikla þolinmæði að fá hana til að gera undantekningu frá þeirri ákvörðun sinni. En hann gat ekki hugs- að sér aðra leikkonu í hlutverkið. Ingrid Bergman heimsótti ísrael í febrúar og var þá á báðum áttum. — Ég get ekki ímyndað mér mig sem Goldu Meir, sagði hún við komu sína þangað, en daginn eftir bað hún um að fá að sjá handritið. Nokkrum vikum siðar afþakkaði hún hlutverkið bréflega og framleið- andinn flýtti sér á fund hennar í London. Þá bætti hún við þeirri nýju afsökun að hún yrði að leika hlutverkið með ótal lög af farða á andlitinu, en það hefði hún aldrei fyrr gert. Herve fullvissaði hana um að allt sem til þyrfti væri stækkun á nefi hennar, þykkar augabrýr og hárkolla. — En ég er sænsk og ekki einu sinni af gyðingaættum, sagði Ingrid. — Varstu kannski frönsk og kaþólsk þegar þú lékst Jeanne d’Arc? spurði framleiðandinn á móti. Þessa röksemd fékk Ingrid ekki staðizt og þáði hlutverkið. Sagt er að Ingrid Bergman hafi m.a. verið svo treg til að taka að sér hlut- verkið vegna þess hún þjáist af krabba- meini. Hún let þó engan bilbug á sér ftnna við upptöku myndarinnar og má því segja að þær Golda hafi átt það sameiginlegt að vera báðar óvenju sterkar og mikilhæfar konur. Ingrid var nýlega tilnefnd sem ein af 100 stærstu stjörnunum í sögu kvik- myndanna. Hafa þessar stjörnur verið beðnar um að koma fram á hátiðarsýn- ingu i Radio City í New York í tilefni hundrað ára afmælis Actor’s Fund of America. Á sýningin að heita Kvöld hinna 100 stjarna. Heiðrinum deilir Ingrid m.a. meðstjörnum eins og Bette Davis, Myrnu Loy, Robert Preston, m-----------► Ingríd Bergman í hlutverki Goldu Meir — Yossi Graber i hlutverki Moshe Dayans. Mary Martin, Ethel Merman og Liv Ullman. Robert Wagner við kistu eiginkonu sinnar. V€RZlUNARBflNKINN MOSFELLSÚTIBð Vlfi ÞVERHOU $:660D0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.