Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Page 13
11 idur DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981. Klukkan 3 til 5 1 dag mun JÓN SIGURBJÖRNS SON _ leikari lesa úr eftirtöldum bókum: Með reistan makka eftir ERLING DAVÍÐSSON ritstjóra Bóndi er bústólpi eftir GUÐMUND JÓNSSON frá Hvanneyri Undur ófieskra cftir ÆVAR KVARAN leikara Neytendur Neytendur Guðrún Helgadóttir við nokkrar skreytingar úr sokkablómum. Hún heldur á lítilli fresiu úr gulum og grænum sokkum. Þaö er synd að myndin er ekki i litum þvi að litskrúðið var hreint ótrúlegt. Myndir: Kristján Örn. „Ég hef bókstaflega'ekki haft undan við að flytja efnið inn. Námskeiðin hafa líka alltaf verið yfirfull,” sagði Guðrún Helgadóttir, blómakaupmaður í Garðabæ. Við heyrðum fyrir skemmstu í útvarpinu auglýst námskeið í gerð sokkablóma. Það var Guðrún sem fyrir auglýsingunni stóð. Okkur lék hugur á að vita hvað það væri, sem nefnt væri sokkablóm og höfðum við samband við hana í blómabúðinni Fjólu, sem hún á og rekur. „Sokkablóm eru ekki blóm sem ntenn setja í sokkana sína,” sagði Guðrún hlæjandi. „Sokkablóm eru búin til úr sokkum.” Og það reyndist rétt vera. Úr silfurþræði, plastfræjum og mis- litum nælonsokkum eru búin tilundur- fögur blóm sem líkjast ekta blómum um margt. Reyndar þarf sá sem býr til blómin að vera nokkuð handlaginn og lipur í fingrum og ntikil vinna er fólgin 'í því að búa til eitt fallegt blóm. Blómin eru notuð til skreytinga, t.d. á trjálurkum, í vösum og til að skreyta með pakka. Þau eru mikið ódýrari en ekta blóm og endast miklu lengur. En það vantar vitaskuld af þeim ilminn. Efni í eina stóra skreytingu kostar svona um 100 krónur. Þegar einu sinni hefur verið keypt efni tínast alltaf af- gangar til þess að búa til lítið blóm á pakka, ef skyndilega þarf. Hægt er að nota venjulega nælonsokka sem fást í búðum í þetta, en auk þess flytur Guðrún inn alla vega lita sokka sem sérstaklega eru ætlaðir í þetta. Blómin eru búin til á þann hátt, að búinn er til hringur úr silfurþræðinum. Það fer eftir því hvað krónublað blómsins á að vera stórt, hversu hring- urinn er stór. Síðan er sokkurinn strekktur utan um þráðinn og hann lag- aður til í hendinni eftir því hvernig hann á að vera. Margir svona hringir mynda síðan eitt blóm. Hægt er að kaupa hverja frumeiningu blómsins sér, sokkana, þráðinn og fræin, sem koma í miðju blómsins. Efnið er flutt hingað inn frá Dan- mörku. Það er mjög hátollað og reynd- ar sagði Guðrún, að í hvert einasta sinn sem hún hefur flutt það inn hafi fræin lent í nýjum tollflokki. Einnig eru fiutt- ar inn bækur með leiðbeiningum og kosta þær um 60 krónur stykkið. -DS. Ekta fresía og önnur úr sokkum. Æsku- og flugsaga Jóhannesar R. Snorrasonar flugstjóra rituð af honum sjálfum. Jóhannes R. Snorrason býður okkur fram í flugstjórnarklefa. Og það er ekki einn flugstjórnarklefi, heldur margir, og við fljúgum ýmist í sólskini eða kolsvörtum skýjum og illviðrum. Nú er flugtæknin háþróuð, en í upphafi flugferils Jóhannesar var hún það ekki. Þá var flugið ævintýri líkast. Þessi bók er fyrri hluti flugsögu Jóhannesar. Fyrst segir hann frá viðburða- ríkum bernskuárum á Flateyri við Önundarfjörð og svo ehn viðburðaríkari unglingsárum norður á Akureyri. Síðan hefst flugsagan sjálf í miðju stríði og endar í þessu bindi 1946, þegar Jóhannes er nýbúinn að fljúga fyrstu farþegaflugin frá íslandi til Skotlands og meginlandsins og ferja tvo Kata- línubáta hingað frá Ameríku yfir Grænland í illviðrum um hávetur. Almenna bókafélagið AUSTURSTRÆTI 18 - SKEMMUVEGI 36. m Höfundar verSa í versluninni a sama tíma og árita bækurnar. EYMUNDSSON Austurstræti 18 Blóm búin til úr nælon- sokkum — hefst ekki undan með innf lutning áefni ■FÆST HJÁ NÆSTA BÓKSALA---- SKRtFAÐ I SKÝIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.