Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ & VfSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981. Sjónvarp dóttir. Myndin var fyrst sýnd í sjónvarpinu 7. ágúst árið 1974. 00.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 20. des. 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Agnes Sigurðardóttir, æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Áttundi þáttur. Grunsamiegir gestir. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. m ■ 0m 1 " 9 - - ^st # * ~ * Bryndis og Þórður gamli verða ð sinum stað I Stundinni okkar ó sunnudaginn 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 21.10 Eldtrén í Þíka. Þriðji þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur um hvita landnema í Afríku Eldtrén í Þika verða ð dagskrð ð sunnudagskvöidið snemma á öldinni. Þýðandi: Heba Júlíusdóttir. 22.00 Tónlistin. Þriðji þáttur. Nýjar raddir. Myndaflokkur um tónlistina. Leiðsögumaður: Yehudi Menuhin. Þýðandi og þulur: Jón Þórarinsson. 22.55 Dagskrárlok. Umsjón: Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar sýna Örn Þórisson Sólveig K. Jónsdóttir Saga jðmbrautariestanna nefnist nýr flokkur sem hefur göngu sína klukkan fimm -. 17.00 Saga járnbrautalestanna. NÝR FLOKKUR. Fyrsti þáttur. Lestaskoðari leggur land undir fót. Breskur myndaflokkur frá BBC í sjö þáttum um járnbrautalestir, en þó ekki siður um Tólk, sem vinnur í járnbrautalestum og ferðast með þeim. Þá er jafnframt fjallað um þátt járnbrautalestana í mótun samfélags nútímans. Þýðandi og þulur: Ingi Karl Jóhannsson. 18.00 Stundin okkar. Umsjón: Bryndís Schram. Upptökustjórn: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 18.50 Hlé. Hannibal Valdimarsson á hlaðinu i Selárdal. Sonur er á innfelldu myndinni til hægri. Stiklur—sjónvarp sunnudagskvöld kl. 20,50: Rabbað við feðga í Selárdal í þessum þætti og næsta ællar Óm- ar Ragnarsson og félagar að stikla um veslustu nes landsins. í Ketildala- hreppi í Arnarfirði hitta þeir fvrir feðgana Hannibal Valdimarsson og Ölaf Hannibalsson. Þetta eru mjög skemnitilegir menn, og tefst þvi l'örin nokkuð. Hannibal er gamalreynd sljórn- málakempa, sem jafnan hefur farið sínar eigin götur, hvort sem öðrum líkaði betur eða verr. Frægt þegar honum var hrint í sjóinn, þegar hann hugðist stofna verkalýðsfélag í vest- firsku þorpi fyrr á árum, „Enginn er verri þótt hann vökni,” hugsaði Hannibal þá og félagið var stofnað, hvað sem andstæðingar grenjuðu móti honum. Ólafur vai langa hríð starfs- maður ASÍ í Reykjavík. En fyrir fá- um árum kvaddi hann skrifstofur höfuðborgarinnar og gerðist einsetu- bóndi í_þessum afskekkta hreppi. Upp á síðkastið hefur hann ritað lausavísnaþætti í dagblöð hér syðra, enda er hann hagyrðingur hinn besti. í Selárdal, en svo heitir bærinn þar sem hann býr, er margs að minnast. Þar var lengi kirkjustaður og bjuggu þar frægir prestar. Einn þeirra var Páll Björnsson (621 —1706). Kona hans varð fyrir miklum ásóknum, sem galdramönn- um var kennt um. Hafði séra Páll það af að láta brenna tvo þeirra á báli. Hann var svo heppinn, en hinir meintu galdramenn svo ógæfusamir, að þá var lögmaður í þessum lands- fjórðungi Þorleifur Kortsson. En Þorleifur var mesti galdrabrennu- maður, sem ísland hefur eignast. Páli var þó ekki alls varnað. Hann lét fyrstur manna smíða þilskip til fiskveiða hér á landi svo vitað sé. ihh (Jtlaginn Leikstjóri: Ágúst GuOmundsson. Leikendur: Amar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þráinn Karlsson. Framleiðandi: (sfilm. Sýningarstaður: Austurhœjarbló. Flestir hafa ábyggilega einhverjar skoðanir áhvernigkvikmynda eigi íslendingasögur. Það er ekki Ágústi Guðmundssyni sagt til hnjóðs að hann hefur valið Gísla sögu Súrssonar nokkuð venjulegan farveg. Myndin leggur litið upp úr orðum, meir upp úr athöfnum og persónur eiga þvi erfitt um sjálfstæði. Þegar höfð er í huga hin mikla örlagatrú sem lögð er til grundvallar i bókinni, þá er myndgerð Ágústs síður en svo vitlaus. Ef frá eru talin byrjunaratriði myndarinnar þá er uppbygging hennar skýr og til fyrirmyndar. Útlaginn er episk stórmynd, lifandi dæmi um stórhug aðstandenda og fagmcnnsku í kvikmyndagerð. Kostnaður myndarinnar hrópar á aðsókn áhorfenda og einmitt það á hún skilið. Ekki fara á þessa mynd með vorkunnsemi sem mótíf, það er ástæðulaust. Farið frekar með það i huga að Útlaginn er afrakstur íslenskrar kvikmyndagerðar og íslenskrar menningar, og ef eitthvað er, betri mynd en flestar erlendar sem sýndar eru í bíóum borgarinnar. GRIKKIIMN ZORBA Leikstjórí: Michael Cacoyannis Leikendur Anthony Quinn, Alan Bates og Lða Kedova Sýningarstaður Nýja Bfó Það er prýðilegt framtak hjá forráðamönnum Nýja Bíós að taka Zorba til endursýningar. Myndin er að mörgu leyti forkunnarvel gerð og eldist þokkalega. Hún er gerð eftir skáldsögu Nikos Kazant- zakis sem löngu er heimsfrægur. Aðalpersónan, Zorba, er lifs- glaður náungi og ímynd hins sanna karlmanns að mati margra. Konukindur þær sem fram koma í kvikmyndinni eru hins vegar allar ívið lítilmótlegar, hjákonur, afdankaðar mellur eða ær og tannlaus kerlingarsköss. Auðvitað hrærast presónurnar í frum- stæðusamfélagi svo aðsvonatal um viðhorf höfundar myndarinnar til kvenna er sjálfsagt sparðatíningur. Hvað sem öðru líður standa myndataka og tónlist myndarinnar fyrir sínu og eru næg ástæða til aðgera sér ferð i Nýja Bíó. —SKJ. ALLTIPLATI Leikstjóri: Joe Camp Leikondur: Emest Borginine, George Kennedy og Elke Sommer Sýningarstaóur: Tónabló „Allt i plati” segir frá sex krökkum sem flækjast inn í glæpamál og beita allra bragða til að fá botn I ýmsar gátur er upp koma. Söguþráður myndarinnar minnir um margt á gamalkunnar ungl- ingabækur og er um fátt nýstárlegur en engu að síður spennandi á köflum. Aðall myndarinnar er hversu góðir leikarar eru i hlut- yerkum krakkanna og þar má einkum nefna Greg Hodges sem leikur prakkarann Homer. „Allt í plati” er kjörin mynd fyrir stálp- aða krakka og unglinga sem of sjaldan er boðið upp á myndir við sitt hæfi. Þeir sem eldri eru geta vel haft gaman af myndinni því hún er ágætis hressing i skammdeginu. —SKJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.