Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Síða 6
6
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
Þrjár Ævin-
týra bækur
FÝLUPOKARNIR
Hér segir frá litlum fýlupokum sem
búa í blokk við Séstvallagötu og dunda
sér við að toga niður munnvikin á fólk-
inu og halda því í vondu skapi. Fyndin
saga sem kom fyrst út árið 1976. Mynd-
ir eftir höfundinn, Valdísi Óskarsdótt-
ur.
Verðkr. 111,15
GEGNUM HOLT OG
HÆÐIR
Þetta er ríkulega myndskreytt saga
um systkini sem kynnast tröllum og álf-
um. Efnið er að nokkru leyti sótt í ís-
lenska þjóðsagnahefð.
Myndir og texti: Herdís Egilsdóttir.
Herdís sendir einnig frá sér hljóm-
plötu með söngvum sem tengjast þess-
arisögu. Verðkr. 148,20
EINS OG í SÖGU
Ævintýri þar sem furðulegustu hlutir
geta gerzt. Meðal annars koma frant
litlar kynjaverur sem kallast lúðrasveit-
ungar. Framhald af bókinni „Allt í
plati”.
Myndir og texti: Sigrún Eldjárn.
Verð kr. 123, 50
Kristín linda Ólafsdóttir, 10 ára:
KEMUR TVISVAR í VIKU í
RfHíARÍl IMM — ogvillallrahelstlesa
DUÍiHDILIIlli Nancy leynilögreglu
Tvisvar i viku kemur Kristín Linda
Ólafsdóttir, tiu ára, og fær lánaðar
frá þrem upp í tíu bækur.
Henni er um og ó að tjá sig við
fjölmiðla, en trúir okkur þó fyrir þvi
að hún hafi mikið dálæti á Nancy-
bókunum.
„Nancy er leynilögreglumaður,
svona tuttugu ára,” segir Kristin
Linda.
Og þegar hún er spurð hvaða bók
henni hafi fundist skemmtilegust af
þeim sem hún las í síðustu viku þá
segist hún halda að það hafi verið
Nancy og flauelsgríman.
„Það voru þjófar, sem stálu alltaf í
stórveislum hjá riku fólki og NAncy
var að finna þá,” segir hún um efnið.
í bunkanum scm hún fcr mcð heim
eru gamlar NAncy-bækur, sem hún
ætlar aðlesa aftur. En hún hefur
einnig valið sér þrjár íslenskar
bækur, sýnist okkur: Tvær eldri
bækur eftir Jennu og Hreiðar og
nýjustu bók Ármanns Kr. Einars-
sonar, Hitnnaríki faukekki um koll.
-ihh
1»
Krislín Linda er í vanda slödd. Hún
hefur fundið sér ellefu bækur, en fær
ekki að fara heim nema með tíu.
I)V-mynd: Friðþjófur.
'vH IJl
mtri Sfi iiMlfi
mm B ‘mm 'W > §M m l'U Wm II w&Em i 111| § Mm ||| | íá|
mfj jU jmm j TIJfWWíjW' wlflS
Sögur um 10-12 ára krakka
SÓLARBLÍÐAN
eftir Véstein Lúðvíksson.
Eins konar ævintýri um 10—11 ára
gamla stúlku sem sett er undir strangan
aga. Hún reynir að verja sjálfstæði sitt
og eignast góða vini sem hjálpa henni.
Myndir: Malín örlygsdóttir.
Verðkr. 128,45
SALOMON
SVARTI
Grínsaga eftir Hjört Gíslason um hrúl-
inn Salómon sem gerir yfirvaldi
staðarins, sýslumanninum, heilt i
hamsi, endui útgáf'a. Verð kr. 86,45
HIMNARÍKI FAUK
EKKI UM KOLL
eftir Ármann Kr. Einarsson.
Ein af fyrstu islen/ku unglingasögun-
um sem gerist i Breiðholtinu. Söguhetj-
an er Simmi, 13 ára, nýfluttur í hverfið.
Verðkr. 123,50
Hvað skyldi vera spennandi í þessari
hillu? Þórlaug litla, átla ára, er
greinilega full áhuga.
Bækur
um tán
inga
RAGNÍII 11)1 R f<)\M>oi IIR
DÓRA OG KÁRI
Dóru-bækur Ragnheiðar Jónsdóttur
náðu milum vinsældum á sínum tíma.
Þetta er sú þriðja þeirra sem kemur i
endurútgáfu. Eins og menn muna var
Dóra rík stúlka sem átti fátæka stúlku,
Völu, fyrir vinkonu. Kári var bróðir
Völu og þau Dóra urðu hrifin hvort af
öðru.
Ragnheiður Gestsdóttir gerir myndir
í þessa bók ömmu sinnar.
Verð kr. 123,50
TÁNINGAR OG TOG-
STREITA
eftir Þóri S. Guðbergsson.
Fjallar um ungling sem lendir upp á
kant við skólann og þjóðfélagið. Þarna
er málefnum vandræðaunglinga lýst af
þekkingu.
Verð kr. 123,50
Magrw* M Klelfwm
KÁTT ER í
KRUMMAVÍK
eltir Magneu frá Kleifum. Uin nokkra
borgarkrakka sem lara í sumardvöl í
sveitina. Framhald af bókinni Krakk-
arnir í Krummavík.
Myndir: Sigrún Eldjárn.
Verðkr. 123,50