Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Síða 19
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
19
Hversuhjálsfyndur
ertu? (Myrtd 2)
Bilið milli þumalfingurs og visifingurs
gefur mjög ákveðnar vísbendingar. Því
stærra sem það er, þeim mun frjálslynd-
ari ertu.
a. Þú hefur fæðst 100 árum of seint.
thaldssemi þín er svo makalaus, að
þú hefðir sómt þér vel á Viktoriu-
tímabilinu.
b. Klámmyndir eru sennilega ekki á
óskalistanum. Þér hættir til að roðna
og sýna feimni í kynferðismálum.
c. Kynlíf af þinni hálfu er ósköp mikið í
meðallagi, ekkert ofstæki á hvorugan
veginn.
d. Vá, er eitthvað sem þú ert ekki til í? ?
Ertu eigingjarn í
rúminu? (Mynd 3)
Neglurnar eiga vist að vera nokkuð
góður mælikvarði á það.
a. Ávalar neglur benda til þess að þú
hugsir mun meira um hinn aðilann
þegar í bólið er komið.
b. Hvassar neglur benda til eigingirni og
skorts á tilfinningu fyrir því sem þú
ert að gera, þó þú njótir þess engu að
siður.
c. Ef þú ert með langar og ferkantaðar
neglur, þá má sannarlega öfunda
þann sem deilir hvílunni með þér, þvi
þú leggur mjög hart að þér að gera
hinum aðilanum til geðs.
Hin eina og sanna
stóra ást (Mynd 4)
a. Hjartalinan skiptist í þrjú aldurs-
skeið. Næst visifingri eru æskuárin,
síðan „fullorðinsskeið” og næst
jaðrinum er svo ellin.
b. Sé hjartalínan rofin með stjörnu, er
hún merki um hina einu sönnu ást.
c. Komi hringlaga brot í hjartalínuna er
það tákn um vonbrigði eða jafnvel
skilnað.
d. Línur sem vísa upp á við benda til
hamingju.
MyndS
Mynd 7
Mynd 3
tilfinninga. Rétt er þó að taka fram
að þessi tákn eru mjög sjaldgæf.
Færðu móral?
(Mynd 6)
a. Hallist efsti hluti löngutangar til
hliðar, benda allar llkur til þess að þú
viljir helst lúlla ein(n), en látir
stundum undan og dauðsjáir eftir þvíí
morguninn eftir. Sé litli fíngur
óvenjulagur ertu ein(n) af þeim
heppnu sem alltarf fær það sem hann
vill.
b. Sé hann hins vegar óvenju stuttur,
þýðir það venjulega móral daginn
eftir.
Mynd 2
Er hjónabandið eitthvað
fyrirþig? (Mynd 7)
örlagalínan gefur vísbendingu um
hvernig hjónaband þitt muni verða. Ef
hún er dekkri og sker sig úr, þá þýðir
lítið að þræta fyrir framhjáhaldið.
Tvöföld örlagalína er svo til öruggt
merki um tvö hjónabönd, en ein stutt og
skýr, sýnir að allavega verða peninga-
málin ekki til vandræða. Hjónabands-
línumar sem eru stuttar og liggja undir
litla fingrinum hafa einnig sína þýðingu.
Ljósar llnur sýna fjölda „alvarlegra” ást-
arævintýra, en þær dökku tákna fjölda
hjónabanda.
Jogoœagí
með tílbrígðum, eftir Hafliða Magnússon
e. Snúi þær hins vegar niður i lófann,
verða vonbrigði stórt hlutskipti I
þinu lífi.
Ertu ástríðufullur?
(MyndS)
a. Rofin hjartalína bendir tii órólegs
ástalífs. Þú virðist hreinlega ekki eiga
neinar djúpstæðar tilfinningar til, ert
flögrandi. Gangi línan i bygljum áttu
mjög áuðvelt með að verða ást-
fanginn, en það ristir aldrei djúpt.
b. Krossar af þessu tagi benda til mjög
ástríðufullra og djúpstæðra
Þetta er ekki skáldsaga. Ýmsum kann að finnast
hún ótrúleg en hún er sönn, sögð af manni sem sjálf-
ur kynntist þessu. Svona var stundum togaralífið og
kannske finnast þess enn dæmi. Skopið virðist
höfuðeinkenni bókarinnar, en að baki er djúp alvara.
Glefsur úr efitinu: Nú skal vera menningarleg
innivera. „Er þetta helvíti þá ekki lifandi — Nœstir
voru Pólarnir — Valkyrjan birtist — Nú var reynt
aðfylla töluna — Við slumpum á þig fertugan —
Níu barna móðir. Haidið á Græniandsmið. Þar
fóru tveir í sjóinn — Hver djöfuiiinn er nú það?
— Hvar í ósköpunum er ég — Andrésarþáttur.
Veiðarnar hefjast með tilbrigðum. Hífop —
Kúnstin að bœta troll — Gúmmí Tarsan hlýtur að
slasa sig. Grænlandsævintýrið. Nú var öllu stamp-
að — Gamanið fór að kárna — Þið megið brjóta
niður allt Grœnland — „ Jeg bara kvittar svo er jeg
vekk” — Portúgalar, mokkasíur og grænlenskar
meyjar — Aftakaveður við Hvarf.”
Hafliði Magnússon er fæddur i
Hergilsey á Breióafirði, en ólst
upp á Bíldudal. Hann hefur unnið
í ýmsum atvinnugreinum, en aðal-
lega stundað sjómennsku. Hann
var 16 ára þegar 1. bók hans
kom út og 18 ára hlaut liann I.
verðlaun í smásagnasamkeppni.
Hann hefir samið fjölmarga leik-
þætti, sem fluttir hafa verið á
Bíldudal og víðar, m.a. i útvarpið.
Hann hefur samið gamanvísur
fyrir skemmtikvöld og kom sú
samantekt út í bókinni „Bíldudals
grænar baunir”. Af leikritum og
söngleikjum má nefna „Paradisar-
bær”, frumfluttur á Bíldudal,
„Gísli Súrsson”, sem Mennta-
skólinn á ísafirði sýndi á ísafirði,
Akureyri og Laugarvatni, og
„Sabína”, sem frumflutt var af
Litla leikklúbbnum á ísafirði og
siðan leikið hjá Leikfelagi Akur-
eyrar. Það leikrit var valið úr
verkum áhugaleikhúsa til sýning-
ar á listahátið í Bergen.
Hafliði var nokkur ár á togur-
um í Reykjavík og Hafnarfirði á
tima síðutogaranna, cnda ber
þessi bók því vitni, að hann veit
góð skil á þvi efni sem um er
fjallað.
ÞESSA BÓK GETUR ENGINN SJÓMAÐUR LÁTIÐ ÓLESNA.
ÆGISÚTGÁFAN
MyndS