Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 21
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. 21 AmórHannibalsson sálfræðingur: „ TRÚIN ER ÁKVEÐIN LÍFSSKOÐUN” sama skapi þeim gildum sem varða skoðanir hans á lífsins gæðum. Trú er ekkert annað en traust. Hún er traust í garð sjálfs sín, annarra, framtíðarinnar og raunar alls sem b'f manns varðar. Allt byggist þetta á þeim grunngildum mannsins sem finna má bæði í heimspeki og trúar- brögðum, það að læra að eiska ná- ungann.” — Er þá þörf mannsins fyrir trúna ætíð fyrir hendi? Birna Þórðardóttir, skrifstofumaöur. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að það hafa allir menn ein- hverja lifsskoðun, hvort sem hún er ljós eða óljós og það er þessi lífs- skoðun sem ákvarðar allt framferði manna. Hitt er svo annað mál hvaða lífsskoðun menn aðhyllast og þar kemur trúin að sjálfsögðu inn í dæmið. Hún er einn af þeim hlutum sem menn gera upp við sig sam- .kvæmt sinni samvisku. Sigmund Freud segir um trúþörf mannsins, að hún sé ekkert annað en löngun og þörf fyrir það sem kalla má öryggi og ly f við óvissu og kviða. Samkvæmt kenningum Freuds, erum við öll meira og minna kvíða- fúll og þurfum því á handleiðslu ein hvers að halda og í flestum tilvikum snýr maðurinn sér til föðurins. Og þessi ímyndaði faðir, er einungis sú hugmynd sem við búum okkur til út frá reynslu okkar af þeint föður sem er fyrir hendi hér á jarðriki. Og sam- kvæmt Freud, ætti trúþörf manna að aukast eftir því sem þeir eru tauga- veiklaðri. En við verðum að taka þessari kenningu Freuds með varúð, því varla er hægt að ætlast til þess af henni að hún sé algild. En hún ætti að gefa ágæta innsýn inn í fyrirbærið trúþörf.” — Og hvernig öðlast menn þá þessa trú? ,,Ef við skilgreinum trú sem trú á einhvern skilgreindan Guð, einhverja veru sem getur talist fullkomnun, þá veitir þessi trú manninum ákveðið viðhorf sem gefur honum ákveðið traust. En eftir sem áður er hann frjáls gerða sinna. Ef hann hefur þessa trú, þá lítur hann á líf sitt og annarra öðrum augum, en sá sem trú- ir ekki að sama skapi og hann. Trú- maðurinn hefur þannig öðlast vissa tilfinningu sem er honum eilíf og var- anleg. En hvernig menn öðlast þessa tilfinningu er annað mál og ákaflega einstaklingsbundið. Það verður að segjast eins og er, að annaðhvort hafa menn trú, eða ekki og engra annarra útskýringa þarf við. Og við verðum að gera okkur það ljóst, að það er virkilega erfitt að gefa ein- hverja skýringu á því sem gerist innst inni i huga hvers og eins. Vitund ein- staklingsins verður ekki brotin til mcrgjar í einni setningu.” Halldór Gröndal prestur: „ Trúin er sannfæríng hins ósannanlega” „Eins og segir í biblíunni, þá er á eitthvað sem maður hefur enga Trúaráhugi og kirkjusókn hefur trúin fullvissa um það sem menn vona, hún er sannfæring um þá hluti sem ekki er auðið að sjá,” segir Halldór Gröndal, sóknarprestur i Grensás- prestakalli. „En við verðum að gera skýran greinarmun á staðreynd og trú. Þegar einhver hefur sönnun fyrir einhverju þáþarf hann ekki að trúa því lengur. Ég persónulega vil skilgreina trú á þá leið, að hún sé það að geta hvílt öruggur í því sem við teljum okkur trúa á. Fyrir mér er trúin traust á það sem Guð hefur sagt og gert fyrir mig.” — En ef það fæst ábyggileg sönnun fyrir því að Guð sé i rauninni til. Er trúin á hann þá ekki fyrir borð borin? „Það breytir engu þó það sannist að Guð sé raunverulega til. Sá sem á annað borð trúir á hann, myndi halda áfram að elska hann og tigna og tilbiðja.” — En er maður ekki að blekkja sjálfan sig með trúnni á Guð. Er maður ekki að kasta ábyrgð sinni yfir vissu fyriraðsétil? „í Biblíunni segir, allt sem þú biður hann að gera samkvæmt hans vilja heyrir hann og veitir þér. Ef maður á þessa trúvissu, þá er sama í hverju þú lendir í lífinu. Þú trúir því einfaldlega og treystir að allt sé í hendi hans. En með trúnni á Guð kastar maður aldrei allri ábyrgðinni frá sjálfum sér. Maður er alltaf ábyrgur gagnvart lífi sínu og jafn- framt Guði.” — Hver er þá hin raunverulega trúþörf mannsins? „Við vitum að maðurinn er ekki bara hold og blóð. Hann er líka andi. Við þráum alltaf að sameinast því sem við upphaflega komum frá, sem er Guð skapari okkar, vegna þess að hann skapaði manninn til samfélags við sig. Það er þessi þrá eftir öryggi og elsku og viðurkenningu sem er forsenda trúarinnar. Þetta öðlumst við allt með lifandi trú og með samfé- lagi við Guð.” Og hvers vegna fer þá kirkjusókn dvínqndi? aukist síðustu ár. Það er staðreynd sem ekki verður hvikað. Það að kirkjusókn fari dvínandi er frasi sem fylgir þjóðinni og hann er ekki á rökum reistur.” — Hvers vegna hefur trúaráhug- inn aukist? „Maðurinn hefur komist að því að lífsgæðakapphlaupið veitir ekki þá fullnægju sem hann þráir. Menn eru að leita eftir hönd Guðs og hún hefur það öryggi sem fólk þráir, miklu fremur en veraldleg gæði.” — Er kirkjan ekki langt á eftir sinni samtíð? „Ég vil spyrja á móti. Hvers væntir fólk af kirkjunni. En því er ekki að leyna, að þáttur fólksins sjálfs — hins almenna trúmanns — er ekki nægur í helgihaldinu. Að þvi ieyti er kirkjan á eftir sinni samtíð. Helgihaldið á ekki að vera einhver einleikur prestsins, fólkið á að taka þátt í tjáningu trúarinnar með honum. Og við skulum vona að þetta standi til bóta.” „Þegar talað er um trú, þá verður að gera skýran greinarmun á þeirri trú sem boðar tilveru einhvers al- mættis og síðan þeirri trú að t.d. al- þingishúsið standi við Austurvöll. Spurningin er sú, hvort maðurinn hafi trú á þeim grunngildum sem hann byggir líf sitt á,” segir Amór Hannibalsson, sálfræðingur. „Það er næsta öruggt, að sérhver .maður hafi einhverskonar trú á sínum siöferðislegu gildum og að Halldór Gröndal, sóknarprestur I Grensásprestakalli. Bima Þórðardóttir skrífstof umaður: „Þetta er f lótti f rá raun- veruleikanum” „Trú merkir fyrir mig vissa upp- gjöf gagnvart raunveruleikanum. í trúnni felst beinlínis, það að fella sig undir eitthvert yfirvald, hvernig sem það er skilgreint, einhver guðsímynd eða útskorinn tréguð eða eitthvað annað,” segir Birna Þórðardóttir skrifstofumaður. „í allri þessari trú felst það, að maðurinn geti ekki stjórnað lífi sínu sjálfur, heldur þurfi eitthvert ímynd- að fyrirbæri að koma til. Þetta er það sem ég get ekki fellt mig við, hvað trúnasnertir. auðvitað getur einstaklingurinn Kdrei stjómað öllum sínum lífs- öguleikum og gjörðum. Það ræðst |einfaldlega af hans umhverfi og öðru slíku. Við verðum að gera okkur ljósa grein fyrir því að það er tvennt ólíkt að takast á við umhverfi sitt og það þjóðfélag sem við búum i og hitt að beygja sig undir einhverja ímynd- aða veru. Ég hef einhverntíma sagt það í vinahópi sem ástæðuna fyrir trúleysi mínu, að ég byggi minar skoðanir miklu fremur á þeirri þekkingu og þeim staðreyndum lífsins sem fyrir eru, frekar en einhverri ímyndun sem ég hef enga fullvissu um að sé rétt.” — Og hefur þá maðurinn, að þinu mati, enga þörf fyrir trú? „Nei, ég get ekki litið á trúna sem einhverja frumþörf mannsins s.s. fæði, klæði og húsnæði. Ég tel þá trúþörf sem fólk telur sig hafa nú á tímum, ekki vera neitt annað en flótta frá raunveruleikanum.” — En er til eitthvað sem hægt er að nefna trúleysi? „Ef við skilgreinum trú sem til- beiðslu til einhvers yfirnáttúrulegs, þá er að sjálfsögðu til trúleysi. Trú fyrir mig, er ekkert annað en að fella sig gagnrýnislaust undir eitthvert yfirvald eins og ég sagði áðan og viðurkenna það sem yfirboðara sinn möglunarlaust. Ég gæti einfaldlega ekki gert þetta og þessvegna er ég trú- leysingi. Að sama skapi get ég ekki fellt mig undir ákveðna stjórnmála- skoðun gagnrýnislaust. Ég get ekki viðurkennt almætti einhverra ákveð- inna skoðana yfir mér og það held ég að flestir geti ekki heldur.” — Og hvað þá með kenningar hinna ýmsu trúarbragða. Eru þær ekki samt sem áður góðar og gildar? — Ég hef nú ekki kynnt mér þess- ar kenningar gaumgæfilega. En auðvitað má finna í þessum kenning- um ákveðin siðfræðileg sjónarmið sem varða samskipti -manna i milli sem eru góð og gild. En i þessum fræðum má einnig finna margt sem stangast á við það hátterni manna sem þykjast fylgja þeim. Það er nefnilega sorgleg staðreynd, að þeir sem hæst gala um nauðsyn trúarinnar ganga jafnframt mjög langt fram í því sem kalla má mannfjandsamlega atburði. Eða hvernig er orðið ástatt i trúmálum mannkynsins, þegar ýmsir klerkar eru farnir að blessa yfir morðtólum sinna landa? Það er spurning sem háttvirtir trúmenn ættu að veltagaumgæfilega fyrir sér.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.