Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Qupperneq 22
22
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
tæpast gera í dag. Hún hefði orðið allt
öðruvísi.”
Menn síbreyti/eikans
— Munurinn á þeim fjórum plöt-
um sem Þeyr hefur gefið út er með
ólíkindum. Engar tvœr hafa verulegan
svip hvor með annarri. Er það stefnan
hjá ykkur að gefa aldrei tvœr plötur út
í röð, sem hljóma svipað?
„Nei, það er í sjálfu sér ekkert tak-
mark, en á meðan menn eru það frjóir
er ekki ástæða til annars en lofa öllum
hugmyndum að gerjast og vinna úr
þeim eins og efni og ástæða þykja til.
Það þýðir ekkert að hjakka í sama
farinu. Allur þorrinn gerir það — þorir
hreinlega ekki að reyna neitt nýtt.
Okkar tónlist á tæpast mjög greiða leið
ofan í fólk, a.m.k. ekki þessi plata, en
það þýðir ekki að horfa i það. Út skal
stefnt.”
— Þið segið að tónlistin eigi varla
greiða leið ofan í fólk. Er þá ekki erfitt
að ná endum saman fjárhagslega?
„Eðlilega verður dæmið erfiðara
fyrir vikið. Við erum með eigið útgáfu-
fyrirtæki að baki okkur, Eskvímó, og
það er ekki létt að útvega það fjár-
magn sem til þarf til að gefa út þrjára
plötur á einu og sama árinu eins og við
höfum gert. Okkur hefur verið boðið
að ganga á mála hjá Steinum eða Fálk-
anum, en þeir hefðu aldrei gefið þessa
tónlist okkar út. Með því að semja við
fyrirtæki eins og Steina og Fálkann
eru allir fjárhagsmöguleikar erlendis
njörvaðir niður. Við myndum ekki sjá
nema brot af kökunni ef svo færi að
vel tækist til. Það er sosum ekki
ástæða til að vera að taka Steina og
Fálkann eitthvað fyrir endilega.
Værum við ensk hljómsveit þyrftum
við ekki að gera okkur vonir um að
EMI eða t.d. CBS myndu gefa þetta
út.”
Þríraði/ar
buðu samning
— Við hverja sömduð þið þá?
„Samningar tókust við Shout út-
gáfufyrirtækið. Það er ekki ýkja stórt
bákn, en hefur á sínum snærum mjög
færa menn, sem hafa fengið skólun
hjá stærri fyrirtækjum í þessum
bransa. Reyndar áttum við möguleika
á samningi við Cherry Red, sem m.a.
hafa gefið út Dead Kennedys, og síðan
Armageddon. Ekki sakar að geta þess
að við hittum Jello Biafra, söngvara
Dead Kennedys. Meiri háttar náungi,
Jello, meiri háttar. Hann lýsti því yfir
að hann og piltarnir hefðu áhuga á að
kíkja á mörlandann og ekki er loku
fyrir það skotið að flokkurinn troði hér
upp.
Ef við víkjum aftur að samningun-
um við Shout má eiginlega rekja hann
til raðar undursamlegra sannana. Það
kom strax undarlegur svipur á okkar
mann hjá fyrirtækinu er viö réttum
honum eintak af Iðrunum. Á bakhlið
umslagsins er mynd af dauðadans-
inum. Hvernig svo sem á því stóð
höfðu þrír þeirra manna, sem við
höfðum hvað mest samskipti við hjá
þessum útgáfufyrirtækjum allir notað
dauðadansinn í sambandi við einhverj
ar hugmyndir sínar á siðustu tveimur
vikum. Þá var það hreint undarlegt
hversu vel okkur, blámönnum íslands,
var tekið þarna úti af öllum.”
— / hverju felst þessi samningur
ykkar?
„Þessi breiðskífa verður gefin út hjá
Shout fyrirtækinu í febrúar og við
munum þá halda utan til að kynna
hana og fylgja eitthvað eftir. Til að
byrja með munu 5000 eintök fara af
stað, en verið er að semja við dreifing-
araðila í Evrópu, Bandaríkjunum,
Kanada og Japan. Það er mikið metn-
aðarmál okkar manns hjá Shout að
eitthvað almennilegt verði úr þessu.
Bretar virðast eitthvað vera orðnir
þreyttir á sínum nýrri hljómsveitum
þannig að vegurinn er e.t.v. ekki eins
grýttur hjá okkur og ella. Þeir eru opn-
ari fyrir erlendum hljómsveitum en
áður og vafalítið myndu mörg útgáfu-
fyrirtæki vera til í að gefa eitthvað ís-
lenskt út, bara sisona til gamans. Snið-
ugt að vera með eitthvað frá íslandi á
sínum snærum. Við gerum okkur
innst inni vonir um að þetta geti skilað
sér og til þess er leikurinn í öndverðu
gerður, ekki satt?”
úm þessar mundir er það aðeins
dagaspursmál hvenær fjórða plata
Þeys, Mjötviður mær, lítur dagsins
ljós. Upptökur á gripnum fóru fram í
haust samhiiða útgáfu plötunnar Iður
tii fóta og í fljótu bragði er iitið sam-
hengi að finna á milli þeirra platna.
Meðlimir flokksins héldu sfðan til
Englands f frækilega för f siðasta mán-
uði og ennþá hefur litið sem ekkert
heyrst af þeirri för. Það var því ærin
ástæða til að taka þá drengina tali.
„Það var að hrökkva eða stökkva og
stökkið varð tvímælalaust til góðs.
Okkur var plantað niður i Notting
Hill, frægu blámannahverfi í
Lundúnaborg, og þar hætta hvítir
menn sér yfirleitt ekki inn eftir klukk-
an 7 á kvöldin. Hverfið er rómað fyrir
dólgshátt og glæpamennsku, en líkast
Þeysararí
. yfirheyrslu
Sé einhver ennþá í vafa við hverja
hér er rætt er rétt að leiða það fram i
dagsljósið. Það eru drengirnir í Þey
sem hér eru í viðtali og umræðuefnið
að ofan er Lundúnaferð þéirra pilta í
síðasta mánuði. Margt hefur orsakað
að ferðar þeirra hefur ekki verið getið
sem skyldi. Blaðaverkfallið skall á rétt
eftir að þeir sneru heim á ný. Ferð
þeirra varð á margan hátt árangursrik-
ari en ferðir íslenskra hljómsveita til
útlanda þó svo ekki hafi verið um
opinbera tónleika að ræða. Þeysarar
náðu sér nefnilega í plötusamning er
meltur á eðlilegum styrk. Magnús hit-
aði okkur kaffi af stakri rausn og þar
með var ekki til setunnar boðið.
Afþökkuðum tónleika
með Cure
— Hvað kom til að þið lékuð ekki
opinberlega í London eins og ætlunin
hafði verið?
„Það kom ýmislegt til, aðallega þó
það að ekki hafði gefist nægur tími til
stuttu spjalli um Þey að hljómsveitin
væri einmitt stödd í Lundúnum þessa
stundina.”
Fanta/ega
góður gripur
Við gerðum stutt hlé á spjallinu og
nýja gripnum, sem ber nafnið Mjöt-
viður mær, var rennt undir nálina og
m
mjtmm
þvílíkt og annað eins! Breytingin frá
Iðrum til fóta er slik að ólíkindum
sætir. Yfirbragð Iðranna var allt öðru-
vísi; þyngra og rokkaðra, en synd væri
að segja að nýi gripurinn væri ekki
taktfastur vel. Trommuleikur Sig-
tryggs sem fyrr í forsæti, en gítarleik-
urinn meira áberandi og ekki laust við
að það komi betur út.
Lögin eru 12 að tölu, að hætti eldri
íslenskra breiðskifa, og hvert öðru
betra. Fjölbreytileikinn geysilega
mikill og platan vinnur sífellt á. Mér
telst til að nú, þegar þetta viðtal er sett
saman á blað, hafi platan vart verið
spiluð undir 30 sinnum á 12. hæðinni
og enn eru nýir hlutir að renna upp.
Þetta er kjörgripur hvernig sem á hana
er litið og greinilegt að stúdíótíminn
hefur ekki farið til ónýtis. Varla
verður því neitað öllu lengur að Þeyr
hefur tekið forystu i islenskum popp-
heimi.
— Eruð þið ánægðir með plötuna?
„Þetta er nokkuð sem dálítið erfitt
ei að svara. Upptökur fóru fram sam-
hliða útgáfu Iðranna. (og með tilliti til
þess er munurinn á gripunum hreint
með ólíkindum — innsk. -SSv.). Eðli-
lega erum við ánægðir með útkom-
una, en það er ekki gott að meta það
núna. Þróunin hjá okkur er það ör að
núna, nokkrum mánuðum síðar, erum
við farnir að hugsa út I aðra hluti.
Þetta er plata, sem við myndum, t.d.
60% fíokksins mænir hér á
b/aðamann í spjaHinu.
Frá vinstri: Sigtrygt
ur, Magnús og
Hi/mar örn
DV-mynd Einar
Ó/ason.
lendis og það er meira en hægt er að
segja um mörg stórmenni íslenska
poppheimsins.
Við tókum okkur stöðu á heimili
Magnúsar Guðmundssonar söngvara
við Dunhagann og flokkurinn mætti
í heilu lagi til spjallsins ásamt tveimur
ómissandi fylgifiskum, þeim Guðna
Rúnari Agnarssyni og Hilmari Erni
Hilmarssyni. „Það er öruggara að
setja nýju plötuna á fóninn fyrr en
síðar því ekki er víst að sú gamla á efri
hæðinni sætti sig við styrkinn er líður
á kvöldið, skaut Magnús að okkur.
Klukkan var rétt gengin ellefu er við
hófum spjallið og þetta reyndust orð
að sönnu. Sú gamla meðtók ekki
styrkinn svo lækka varð í fóninum
áður en gripurinn hafði verið frum-
að auglýsa okkur upp. Reyndar var
búið að útvega staði til að spila á en
við hefðum þá orðið að vera sem eins
konar þriðja hljómsveit og okkur
fannst það ekki alveg nógu sniðugt.
Reyndar bauðst okkur að leika með
Cure á tónleikum í ZigZag-klúbbnum,
en það var tæpri viku eftir áætlaðan
brottfarardag svo að við vildum hrein-
lega ekki taka þá áhættu að vera eftir.
Peningarnir voru af skornum skammti
svo útilokað var í raun að framlengja
dvölina.”
— Lítið þið þá á ferðina sem mis-
heppnaða að einhverju leyti?
„Nei, á engan hátt. Ferðin var
ævintýri líkust og við komumst í sam-
band við menn, sem vafalitið eiga eftir
að reynast okkur betri en engir I fram-
tíðinni. Það sem mestu máli skiptir er
að við komumst á plötusamning hjá
Shout útgáfufyrirtækinu. Það er
hvorki stórt né þekkt fyrirtæki, en
hefur þaulvana menn á sínum
snærum. Við munum fara út á ný í
febrúar og þá verða tónleikar skipu-
lagðir og annað í þeim dúr. Það vakti
geysilega athygli okkar að ótrúlega
margir virtust vita af komu okkar og
dvöl í London þennan stutta tíma.
John Peel, vinsælasti útvarpsmaður
Breta, gerði sér t.d. lítið fyrir og lék tvö
lög með okkur í þætti sínum, m.a. Te-
drukkinn, sem hann reyndar bar fram
sem Ted Rukkin. Þáttur hans er geysi-
lega vinsæll og hann lét þess getið í
til hefur það verið fyrir tilstuðlan Jass-
arans (Jaz í Killing Joke) að við gátum
gengið þarna um eins og hverjir aðrir
blámenn. Blámenn norðursins mætti
því með réttu nefna okkur. Þetta varð
okkur ógleymanleg ferð þó ekkert hafi
orðið af því að við spiluðum opinber-
lega að þessu sinni. Það kemur bara
síðar. Jassarinn reddaði okkur um æf-
ingarhúsnæði við hliðina á opinberri’
þjónustumiðstöð þarna í hverfinu og
það var skrýtin tilfinning að sjá blá-
mennina hlamma sér niður fyrir utan
hjá okkur og hlusta á æfingamar.”
Popp
Popp
Popp