Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 23
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. Popp 23 Popp Óskiljanlegar ástæður Aftur gerðum við stutt hlé á spjall- inu á meðan síðari hlið plötunnar var rennt undir nálina. Bubbi Morthens barst skyndilega í tal og ekki var laust við að gremju blandinnar reiði gætti hjá Þeysurum í hans garð. „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að vera með eitthvert skítkast út í Ásbjörn, en ein- hverra hluta vegna hefur hann séð ástæðu til að senda okkur opinberlega tóninn. Af hverju, er útilokað að skilja. Að því við best vitum höfum við eickert gert á hans hluta nema síður væri og ekki dregið úr frama hans á einn eða annan hátt. Þess vegna finnast okkur sneiðar hans vera ómaklegar og óþarfar. Egó hans er með ólíkindum — „Never mind the Pollocks” — en það vekur engu að síður undrun að hann skuli ekki láta sér nægja að hugsa um eigin framgang í stað þess að gera lítið úr öðrum um leið. Sleppum þessu, gleymum Ás- birni.” — Hvað með íslensku nýbylgjuna, erskeiðið runnið á enda? „Vissulega hefur þróunin í vetur ekki verið eins hröð og í fyrra enda með ólíkindum þá. Sumar hljómsveit- að. Gamla máltækið: líkur sækir líkan heim, á vel við í þessu tilviki og sam- starfið hefur getið margt gott af sér og varla hefði hjólið snúist svona ört án hjálpar KJ-manna. Undirbúningur að febrúar-ferðinni er þegar í fullum gangi og við höfum ýmist vilyrði eða bein loforð fyrir tónleikum á ákveðn- um stöðum. T.d. var Julius Just í ZigZag klúbbnum okkur ákaflega vin- samlegur. Þá eigum við hauka í horni í Venus og Heaven. Febrúarferðin á vafalítið eftir að leiða það í ljós að meira eða minna leyti hvort grund- völlur er fyrir okkur erlendis eða ekki. Það er því óneitanlega talsverður spenningur í mönnum.” Aftur snerist talið í heilhring og nú að nýja gripnum aftur. „Við erum að reyna að brjóta upp hefðir með okkar tónlist. Við erum eiginlega hættir að leika á gitarana, tölum frekar með þeim. „Þeyr er minnsta sinfóníu- hljómsveit í heimi” skýtur Hilmar Örn Hilmarsson inn í og nafni hans Agn- arsson grípur orðið: „Það er mál fróðra manna að Steini hafi verið búinn að taka öll sóló, sem fyrirfund- ust, þegar fyrir einum 6 árum, þannig að ekki þýðir að reyna að útvikka það frekar. Fara heldur nýjar leiðir.” „Hún var kláruð á 140 tímum undir stjórn Tony Cook, sem svo sannarlega hefur reynst okkur betri en enginn. Tony er geysilegur „perfectionisti” og það sýnir sig aftur og aftur í hans vinnubrögðum. Handtök hans eru handtök manns, sem þekkir möguleika stúdíósins í hvívetna.” Jarðýtan á Trönuhrauninu — Eitt laganna á nýju plötunni vekur sérstaka athygli, hvaða hljóð- færi er þar á ferðinni? Félagarnir verða kyndugir, en síðan kemur svarið. „Jarðýta.” Jarðýta? „Já, þetta er kannski ekki alveg útskýrt mál. Við vorum um það bil að búa okkur undir að taka upp júðahörpu- tóna í eitt laganna er stúdíóið lék skyndilega á reiðiskjálfi. Menn kross- bölvuðu, en þustu síðán fram til að sjá hvað ylli þessum ósköpum. Það var þá jarðýta, sem lötraði eftir Trönuhraun- inu. Henni voru ekki sparaðar kveðjurnar í byrjun, en síðan hug- kvæmdist mönnum að taka hana upp á band og síðan var sú upptaka mixuð Þeysarar. Fré vinstri: Þorsteinn, Hilmar öm, Magnús, Sigtryggur og Guðlaugur. anna hafa lagt upp laupana og fæðing- ar nýrra eru ekki eins örar, a.m.k. ekki eins áberandi, og áður. Samvinnan á milli hljómsveitanna var geysilega góð í fyrra og er reyndar ennþá, sbr. tón- leikana Annað hljóð í strokkinn 1 Höll- inni í sumar. Við höfum t.d. átt mjög gott samstarf við BARA-flokkinn svo eitthvað sé nefnt. Hættan er auðvitað sú núna þegar NEFS-klúbburinn er um það bil að syngja sitt siðasta að verið sé að kippa fótunum undan lif- andi tónlist á viðkvæmu endurreisnar- skeiði.” Umræðuefnið flöktir til og frá eins og bjarmi kertisins í trekknum og áður en varir er talið aftur tekið að berast að fyrirhugaðri Englandsreisu í febrú- ar. Saklaust ferðalag tveggja meðlima Killing Joke, þeirra Jaz og Geordie, í vor má eiginlega segja að sé beint og óbeint kveikjan að öllu þessu bram- bolti Þeysara. Killing Joke æðið „Við fengum algert Killing Joke æði um tíma og annað komst þá vart „Þeyr er miklu frekar 5 manna heild fremur en 5 einstaklingar, sem hver um sig reynir að vera eins áberandi og frekas’t er unntlæðir Steini inn í. Afköstin / góðulagi Óneitanlega vekur afkastagetan at- hygli hjá Þeysurum og þá ekki siður hugmynaauðgin. — Er ekkert farið að grynnka í brunninum? „Nei, ekki ennþá, hvað svo sem síðar verður. Annars er þetta spurn- ingum um að vera bara nógu „krea- tívur”. Inspírasjónin fylgir í kjölfarið. Þetta tvennt helst í hendur. Þá eru út- setningar ótrúlega mikið atriði, sem menn velta sennilega allt of lítið fyrir sér. Slök útsetning getur hæglega steindrepið vænlegt lag. Hugsun verður að fylgja máli, annars er þetta dauðadæmt.” — Hversu lengi voruð þið að taka plötuna upp? til og útkoman varð eitt laga plötunn- ar — með miklum tilfæringum þó.” Það var farið að verða ískyggilega framorðið og tíminn kallaði á enda- punkt í viðtalið. Eftir rabb um allt og ekkert á milli himins og jarðar i dágóða stund var þessi einfalda spurning sett fram. — Hver er stefnan í dag í hnot- skurn? „Takmarkið er það eitt að viðhalda þeirri þróun, sem við teljum að hafi orðið á plötum okkar. Það er ekkert endilega aðalmálið að gerbylta hlutun- um i hvert sinn heldur það eitt að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og virkja útkomuna síðan. Það er ekki meira en svo að við séum sjálfir búnir að komast til botns í þessari breiðskífu okkar, en samt eru margar þeirra hug- amynda, sem þar eru settar fram, ekki lengur ferskar í okkar augum. Fram- þróun hlýtur að vera takmarkið og á meðan hægt er að viðhalda henni skammlaust getum við verið sáttir við tilveruna.” SSv. wp p é/ / leiUlsÓlubirt’dir: I lemlvershuun Echo sj. Laufásvegi 58 Sími 29250 Snekkjan+ Skútan Strandgötu 1 — 3, Hafnarfirðí Dansbandið og diskótek sjá um stemninguna til kl. 3 i SKÚTUNNI verðúr matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir i símum 52501 og 51810. Spariklæðnaður SUNNUDAGS BLADID DJOÐVIUm alltaf um helgar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.