Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Qupperneq 24
24 DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur B.C. Andetmen Svlnahlrðirinn SMMrkaw TkanUinMM H.C. Anderteu Hans klaufi Tvö ævintýri eftir H.C. Andersen: Svínahirðirinn og Hans klaufi IÐUNN hefur gefið út tvö ævintýri eftir H.C. Andersen, Svínahirðinn og Hans klaufa með myndum eftir sænska teiknarann Ulf Löfgren. Áðút hafa komið tvö önnur ævintýri með teikningum Löfgrens, Nýju fötin keis- arans og Eldfærin. — Þýðingar Steingrims Thorsteinssonar eru prent- aðar hér eins og i hinum fyrri bókum. Bækurnar eru gefnar út i samvinnu við Angus Hudson i London og prentaðar í Bretland, en Prisma annaðist setningu. Þær eru 28 blað- siður hvor. Hús handa okk- ur öllum eftir Thöger Birkeland Ein útgáfubóka Vöku á þessu hausti nefnist „Hús handaokkur öllum”. Þetta er létt og skemmtileg saga fyrir börn og unglinga eftir kunnan danskan barnabókahöfund, Thöger Birkeland, en þýðandi er Sigurður Helgason. Á bókarkápu segir, að i bókinni greini frá samskiptum og sambúð þriggja kynslóða, daglegu lífi þeirra og leyndarmálum. Fjölskyldurnar sem koma við sögu eru náskyldar, en búa hver á sínum stað. Til þess að treysta fjölskylduböndin ákveða þær að kaupa allstórt, gamalt en hrörlegt hús. Allir leggjast á eitt við að gera það upp og hefja sameiginlegan búskap. Hús handa okkur öllum var lesin í útvarpið síðastliðið sumar og naut þá mikillavinsælda. Þessi barna- og unglingabók Vöku var að öllu leyti unnin hjá Prentsmiðj- unni Odda hf. NNA BJÖRNSDOTTIR Stafabókin mín teikningar gerðar af Nönnu Björnsdóttur Fjölvaútgáfan sendir frá sér nýstár- lega barnabók, sem kallast „Stafa- bókin mín”. Þetta er þroskandi bók ti! þess ætluð að venja börn á for- skólaaldri við bókstafina og gera sér grein fyrir hljóðum þeirra, í líkingu við hljóðlestursaðferðir þær, sem hafa þótt bera svo góðan árangur. Stafabókin mín er í stóru broti með 32 fallegum teikningum og fjallar hver um sinn staf. Teikningarnar eru í litum, gerðar af Nönnu Björnsdóttur, listamanni, sem nú dvelst í London. Hún gerði teikningarnar upphaflega fyrir börn sín til að viðhalda íslensk- unni en líka af þvi að hún fann hjá þeim vissa forvitni um sambandið milli vissra hluta og bókstafa. Bókin er i mjög stóru broti, er 32 blaðsíður og kápan er gljáhúðuð. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist alla prentun. Þorskastríðið eftir Ármann Kr. Einarsson ó dönsku. Bók Ármanns Kr. Einarssonar, „Goggur vinur minn — Saga úr þorskastríðinu” er komim út á dönsku í þýðingu Þorsteins Stefánssonar. í dönsku útgáfunni heitir bókin „Torskekrigen”. í bókinni eru allmargar ljósmyndir úr þorskastríðinu 1978, sem Landhelg- isgæslan lánaði til útgáfunnar. Þá sýnir kápumynd bókarinnar ásiglingu breskrar freigátu á íslenskt varðskip. Það er bókaforlagið BHB’s Icelandic World Literature í Kaupmannahöfn, sem gefur Torskekrigen út með styrk úr Norræna þýðingarsjóðnum. Bókin mun fást hér í helstu bókaverslunum. JEFFREY IVERSON Formála skrifar Magnús Magnússon Eru fleiri en eitt Irf? Bókaútgáfan Hildur sendir frá sér bók- ina Fleiri en eitt líf. í henni eru frásagnir fólks sem telur sig hafa lifað áður, en bókin hefur vakið mikla athygli í Bretlandi enda margt forvitnilegt sem þar er borið fram. Magnús Magnússon, hinn þekkti sjónvarpsmaður og rithöfundur skrifar formála að bókinni. Minningar Lilli Palmer Minningar þýsku leikkonunnar Lilli Palmer eru komnar út í íslenskri þýð- Dulin fortíð eftir Phyllis Whitney Iðunn hefur sent frá sér bókina „Dulin fortíð” eftir breska skemmti- sagnahöfundinn Phyllis Whitney. Þetta er áttunda bók höfundar, sem út kemur á íslensku. Efni Dulinnar fortíðar er i stuttu máli: Að móður sinni látinni kemur Malinda til ættarseturs síns á Silfur- hæðum. Þar dvelur móðursystir Malindu sem löngu fyrr hafði orðið sinnisveik og misst minnið eftir að hafa valdið sviplegum dauða föður síns, að því er fólk telur. En var það rétt? Malinda telur sig vita betur og einsetur sér að auglýsa málið en rekur sig á að frændfólkið hefur vægast sagt lítinn áhuga á því. Dulin fortíð er liðlega tvö hundruð blaðsíðna bók. Prentrún prentaði. Anna og Kristján eftir Aake Leijonhufvud Út er komin hjá Iðunni skáldsagan „Anna og Kristján” eftir sænska höf- undinn Aake Leijonhufvud. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi bókina. Á bókarkápu er efni sögunnar rakið og þar segir meðal annars: Anna og Kristján hafa verið gift í sjö ár og búa við góð kjör. Hann er lög- fræðingur en hún kennari. Þau eiga eina dóttur. Hjónaband þeirra var á ótraustum grunni byggt í upphafi og nú eru sprungurnar orðnar að óyfir- stíganlegri gjá. Samt geta þau ekki slitið sig hvort frá öðru og bæði þjást. Hvers vegna hefur farið svona? Ein meginskýringin er ólíkur þjóðfé- lagslegur jarðvegur, sem þau eru sprottin úr. Anna kemur úr verkalýðs- stétt en Kristján frá heimili betri borg- ara. Þeim uppruna er lýst af vægðar- leysi einkum hinu yfirborðsfágaða en rotna æskuheimili Kristjáns. Anna og Kristján er gefin út með styrk úr Norræna þýðingarsjóðnum. Bókin er 285 blaðsiður og er prentuð í Steinholti. Kristján Kristjánsson gerði kápumynd. Sumar ótta og ástar eftir Mary Stewart Hjá Iðunni er komin út ný skáldsaga eftir breska höfundinn Mary Stewart. Heitir hún i íslenskri þýðingu „Sumar ótta og ástar”. Áður hafa komið út fimm skáldsögur á íslensku eftir þenn- an höfund. Þetta er rómantísk spennu- saga og gerist hún í Provence i Frakk- landi. Þar er stödd konan, sem söguna segir, Karítas að nafni, ásamt vinkonu sinni. Á þessum friðsæla stað, er ekkert sem bendir til þess að hún dragist inn í dularfulla og skuggalega atburði. „Hvernig átti ég að vita að flestir af MARY STEmRT leikendunum í harmleiknum væru á þessari stundu samankomnir á þessu snyrtilega og tilgerðarlausa hóteli? reyndar allir nema einn. . .” Bókin er tæpar 200 bls. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi bókina, Prentrún prentaði og káupteikningu gerði Brian Pilkington. númer þrjátíu Þrítugasta bókin í bókaflokknum um Morgan Kane er komin út og heitir hún „Apache”. Nú eru liðin fimm ár siðan fyrsta Morgan Kane-bókin kom út hérlendis. Á þessum árum hafa komið út 30 bækur í númeraröð og að auki þrjár stórar, sem komu út innbundnar og í kilju. Morgan Kane bækurnar hafa aukið vinsældir sinar árlega og eru nú einn vinsælasti bókaflokkur hérlendis. Louis Masterson APACHE! Morgan Kane ingu á vegum Iðunnar. Vilborg Bick- el-ísleifsdóttir þýddi bókina, og var hún lesin í útvarpi fyrr á þessu ári. Lilli Palmer er kunn leikkona, bæði á sviði og í kvikmyndum og í þessari bók rekur hún fjölbreytilegan feril sinn. Hún ólst upp í Berlín og kom fyrst fram á leiksviði ríkisleikhússins í Darmstadt. Brátt rak hún sig á að gyðinglegur uppruni setti henni stól- inn fyrír dyrnar, enda voru nasistar þá teknir að ofsækja gyðinga. Lilli Palmer flúði til Parísar og vann þar fyrir sér með kabarettsýningum á veit- ingahúsum. Lilli Palmer giftist leikar- anum Rex Harrison, og er í bókinni greint frá hjúskap þeirra, endalokum hans og lffmu í Hollywood. Minningar Lilli Palmer eru 320 blaðsíður að stærð með 32 mynda- síðum. Prentrún prentaði. Ame Sivertsen Líffærafræði Lífeðlisfræði Líffærafrœði — lífeðlisfræði eftir Arne Sivertsen Út er komin bókin „Líffærafræði — lífeðlisfræði” eftir norska íþrótta- kennarann Arne Sivertsen, í þýðingu Karls Guðmundssonar. Útgefandi er Iðunn. Þetta er fyrsta heftið af þremur, sem nefnast einu nafni Líkamsþjálfun frá bernsku til fullorðinsára. í kynningu frá forlaginu stendur að þessi bók veiti víðtækt yfirlit um lík- amsþjálfun og vaxtarrækt. Fjallað er um hreyfmgarþroska barna, líffæra- fræði hreyfingarfæra, lífeðlisfræði þjálfunar, þjálffræði og fleira. Þá er gerð grein fyrir líkamsbeitingu við dagleg störf, í skóla og við íþróttaiðk- anir. Bókin mun koma að góðu gagni öllum þeim sem starfa að íþróttaupp- eldi barna og unglinga. Líffærafræði — lífeðlisfræði er 72 síður. Prentrún prentaði. Náttfuglarnir eftir Thormod Haugen Út er komin hjá Iðunni barnabókin „Náttfuglarnir” eftir norska höfund- inn Tormod Haugen.Hann er kunnur höfundur og hefur hlotið mikla viður- kenningu fyrir barnabækur sínar. Þegar Náttfuglarnir kom út í Þýska- landi var bókin sæmd þýskum barna- bókaverðlaunum og valin hin besta úr hópi sex hundruð bóka útgefinna í V- Þýskalandi, Austurríki, Rúmeníu og Sviss. Jóakim er átta ára og á heima í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.