Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ &VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981. Spurningin Finnst þór að af nema œtti prestskosningar? Sigrún Sigurt>eirsdóltir: Já, það finnst mér. Þær gefa ekki nógu rétta mynd af vilja fólksins. Bylgja Rikharðsdóttir: Nei, alls ekki. Þær eru nauðsynlegur þáttur þjóð- lífsins. Guðrún Guðmundsdóttir: Ég get nú ekki svarað þvt alveg ákveðið, hef ekki hugsað nógu mikið út i það. En þó er að sjálfsögðu alltaf gaman að þessum kosningum. Krislján Guðfinnsson: Nei, það finnst mér ekki. Það verður einhvern veginn að skera úr um það hver hlýtur hnoss- ið. Og prestskosningin sem slik er ágæt aðferð. Stefán Harðarson: Nei, alls ekki. Ég er algjörlega á móti þvi. Annars hef ég nú ekki hugmynd uni þetta. Jón Birgir Pétursson: Nei, það held ég ekki. Þær gera þjóðfélagið óneitanlega skemmtilegra. Það mætti í rauninnmi kjósa um fleira hér á landi en gert er. * Lesendur Lesendur Lesendur Lese Síðbúið svar t il S.R. Haralds: SAMFELLD RANGFÆRSLA BIBLÍUNNAR —boðskapurinn heiðinn Dr. Benjamin H.J. Eiríksson skrifar: Það gerist æ tiðar að heiöin trúar- viðhorf séu boðuð í blöðunum. í dag er liðinn rúmur mánuður frá því S.R. Haralds svaraði (5.11 ) lesendabréfi Jóhanns Guðmundssonar í Dagbl. (31.10.) með boðskap sem er ein samfelld rangfærsla Biblíunnar, boð- skapurinn heiðinn. SRH boðar kenningar sem ganga í berhögg við orð Biblíunnar. Ég hefi verið að bíða eftir því að einhver svaraði henni. Ef til vill líta menn svo á að skrif hennar séu rugl sem ekki er svaravert, en ég vil samt ekki láta þvi ósvarað, af á- stæðu sem ég kem aðsíðar. SRH byrjar grein sína á þvi, að ráðleggja JG að losa sig við „heila- þvott kirkjunnar”, lesa Biblíuna sjálfur. Ég trúi alls ekki að hún hafí sjálf fylgt því ráði. Fullyrðingar hennar eru fráleitar: Hún segir: „ísraelshús” vera alla menn sem trúi á einhvern guð. Þeir trúi allir á sama guðinn, guð Bibliunnar. Þessi skoðun á sér enga stoð i Biblíunni. ísrael er eignarlýður Guðs, skapaður og útvalinn til sér- staks hlutverks. Guð kallar ísrael frumgetinn son sinn (2. Móse 4, 22) annars staðar eiginkonu sína, og segist vera afbrýðisamur guð. ísraels- mönnum er sifellt bannað að „elta aðra guði”, að hórast með þeim eru orð Biblíunnar. Og fyrir þau afbrot hótar Guð þeim hörðu. Heiðingjarnir trúa á guð Biblíunnar, Guð, Jahveh, segir hún, en nota um hann mörg nöfn. Hún telur upp nokkur, t.d. Manitou og Shin-Shin. í Biblíunni gengst Guð aðeins við nafni Jahveh, því sem hann opinberaði Móse. Hann segir nafn sitt heilagt. Fyrsta boðorðið bannar að leggja nafn Guðs við hé- góma, hvað þá að nota megi um hann nöfn heiðnu guðanna. Hann bannaði ísralsmönnum að nefna nöfnþeirra. SRH álítur nafn Guðs aukaatriði. Biblían boðar skýrt og skorinort þveröfuga kenningu. Viðhorf Guðs til guða heiðingjanna má sjá af refsidómum þeim, sem hann segst heyja yfir guðum Egyptalands. Hann breytti vatni Nílar í blóð til þess að sýna vanmátt guðs fljótsins. Hann lét myrkur koma yfir landið til þess að sýnavanmátt guðs loftsins. SRH segir að Guð muni refsa óhlýðni „ísraelshúss” hræðilega. „ísraelshús” hennar eru þeir sem „ofsækja” meðbræður sína vegna stjómmála- eða trúarskoðana, kyn- þáttar eða kynferðis, litarháttar eða þjóðernis, eða lifnaðarhátta, t.d vegna kynvillu. Hún hótar meðhendi Guðs þeim sem gagnrýni trúar- skoðanir heiðingjanna eða lifnaðar- hætti þeirra. Það þarf mikia kokhreysti til þess að halda því fram, að Biblían boði það að Guði sé sama um trú manna eða lifnaðarhætti. Ég nefni aðeins boðorðin 10. Hann fyrirskipaði ísraelsmönnum að taka af lífi þá sem færu með kynvillu og þá sem boðuðu þeim að yfirgefa trúna á hann, Jahveh. Dr. Benjamin H. J. Eiríksson segir að fullyrðingar S. R. Haralds um Bibliuna og kenningar hennar vera fráleitar. SRH lýkur rugli sínu með því að vitna í Postulasöguna 10, 35: Guði er „þóknanlegur í hverri þjóð sá er hann óttast og stundar réttlæti”. Hún gleymir því að „hann” sem maðurinn á að óttast, til þess að vera þóknanlegur, er sá guð sem Biblían boðar, Jahveh. Nafn hans er heilagt, segir hann. Trúaðir gyðingar taka það ekki einu sinni í munn og því sagðir hafa týnt niður framburði þess. Amos segir bannað að nefna það (6,10). Salómon konungur reisti nafni Guðs musteri og GuðstsagðPt láta nafn sitt búa þar. (2. Kron 5, 10 og 7, 16). Þeir sem trúðu biskupi vorum þegar hann lýsti því yfir að Þingvellir væru musteri sem Guð hefði gert sér (sjá mbl. 30.7. 1974), þeir ættu að geta trúað því einnig að nafn hans búi þar. Guði eru þóknanlegir í hverri þjóð þeir sem óttast hann, Jahveh; ekki þeir sem snúa við honum baki og elta guði heiðingjanna. Þetta er boðskap- ur Biblíunnar og kirkjunnar. í Rússlandi gerðist það fyrir allnokkru að timarit patriarkans í Moskvu birti tilkynningu þess efnis að vígður maður hefði verið sviptur kjóli og kalli fyrir það að svívirða nafn Guðs. Það fór eitthvað kalt niður eftir hryggnum á kommúnista- foringjunum. Kirkjan var þá eftir allt saman ekki dauð! í kjölfarið kom ein af mörgum hrinum ofsókna gegn kirkjunni, ein sú versta i seinni tíð. Þrælatökin voru hert Kirkjan hafði dirfst að taka ein af þjónum guðleysingjanna í karphúsið. Af þögninni við skrifi SRH um nafn Guðs ræð ég að kirkjan sé betur vakandi í Rússlandi en hér. 3371—2618 er ekki sáttur við að lestri skipafrétta kl. 16 skuli hafa verið hætt. Hann segir skipafréttir hafa skipt farmenn og aðstandendur þeirra miklu máli. „Það nýjasta i hljóðvarps- og sjónvarpsmálum þessa stundina er það að útvarpsráð hefur nú ákveðið að tekin skuli 1 gagnið ný útvarpsrás, svokölluð rás 2,” segir G.R.A. Um útvarpið: Rás 2 óþörf — „slíkt er nánast sóun á fjármunum” G.R.A. skrifar: Það nýjasta í útvarps- og sjónvarpsmálum þessa stundina er það að útvarpsráð hefur nú ákveðið að tekin skuli í gagnið ný útvarpsrás, svokölluð „rás 2”. —Áætlað er að slík rás geti verið tilbúin til afnota árið 1983. Nú er það svo að í öllum þeim umræðum, sem í gangi hafa verið um mál útvarps og sjónvarps hefur enginn „hiti” orðið í umræðum um mál hljóðvarpsins sem slíks. Að vísu hefur verið stofnað sér- stakt félag um „frjálsan útvarps- rekstur”, hvað svo sem það félag meinar með því að nota einungis orðið „útvarp” í heiti sinu. Hitinn og þunginn í öllum umræðum um ríkisfjölmiðlana beinist allur að sjónvarpinu, ekki út- varpinu. Umræður beinast helzt að dagskrá sjónvarpsins, sem almenn óánægja er með, myndböndum og gervihnöttum, sem nota má til að ná sjónvarpsdagskrá. Það virðist því sem fólki finnist. það vera afskipt um fjölbreytni og lengd sjónvarpsdagskrár. Það væntir einhvers betra, hvaðan svo sem það kemur. Það tekur fegins hendi við og fagnar hverjum þeim fréttum sem boða breytingar á þessu sviði. Fáir minnast á breytta útvarpsdagskrá. — Það er afþreyting fyrir augað sem er mál málanna að dómi almennings. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að heyra að ákvörðun skuli vera tekin nú um að stofna til nýrrar útvarps- rásar. SHkt er nánast sóun á fjár- munum, sem gætu nýtzt betur til lengingar og fjölbreytni sjónvarps- dagskrár. Sjónvarpsmál eru svo ofarlega i hugum fólks, að sá frambjóðandi til sveitarstjórna eða þings, sem hefði það á dagskrá að bera fram tillögu um nýtingu Keflavfkursjónvarpsins fyrir alla landsmenn myndi einfald- lega „fljúga” í efsta sæti í prófkjöri. SAKNAR SKIPA- FRÉTTANNA KL16 — útvarpið oft einu tengsl farmanna við ísland 3371—2618 skrifar: Er hægt að fá skýringu á því að hætt var við að lesa skipafréttir í út- varpinu kl. 16? Er það rétt að Póstur og simi hafi farið fram á að lestri þessum yrði hætt? í þvi sambandi við ég vekja athygli á því að það er dýrt spaug að hringja í símsvara eftir að skrefa- talningin er komin, hvað þá utan af landi. Jafrrframt vil ég gjarnan vita á hvaða forsendum fréttastjóri út- varpsins neitaði að taka við mót- mælum frá Far- og fiskimanna- sambandi íslands. Þau mótmæli voru ætluð til lesturs í útvarpinu. Er Ríkis- útvarpið ekki hlutlaust? Það er hörmulegt til þess að vita að þessi þjónusta við landsbyggðina og aðstandendur farmanna skuli hafa verið lögð niður. Vil ég einnig geta þess að það skiptir okkur far- mennina ekki minna máli að vita hvar hin skipin eru stödd. Ekki höfum við aðstöðu til þess að hringja i símsvara þegar við erum úti á sjó. Síðan eru sumir okkar í langferðum svo mánuðum skiptir og einu tengslin við ísland er útvarpið. Verður ekki hætt að lesa veður- fregnir bráðum? Er nokkur þörf á því? Samdóma álit fróttastofu og Útvarpsráðs „Póstur og sími hefur engin af- skipti haft af þessú,” sagði Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri útvarpsins. „Útvarpsráð samþykkti að tilmælum fréttastofu að lestri skipafrétta skyldi hætt. Það var því samdóma álit frétta- stofu og Útvarpsráðs að þessi lestur þjónaði ekki lengur upphaflegum tilgangi. Þetta var þjónusta á sínum tíma þegar skipin voru færri og símaþjónusta lélgri en nú. Þessi skip, sem lesin voru upp, eru flest í áætlunarferðum milli íslands og annarra landa eða í siglingum milli erlendra hafna. Hver sem vill getur kynnt sér fyrir- fram áætlanir skipafélaganna og simsvarar eru komnir til sögunnar. Fréttastofan veitir eftir sem áður þá þjónustu að segja frá ferðum skipa við ströndina. Lengi var greint frá ferðum flugvéla í millilandaflugi. Því var hætt fyrir mörgum árum, þar sem það þótti ekki þjóna neinum til- gangi. Það er mesti misskilningur að fréttastofan hafi neitað að segja frá þessum mótmælum þings Farmanna- og fiskimannasambandsins. Þvert á móti. Þinginu lauk laugardaginn 28. nóv. sl. Stjórnarkjör voru ekki fyrr en þann sama dag og strax að því loknu talaði fréttamaður útvarps við Ingólf Falsson sem hafði verið endur- kjörinn forseti samandsins. í þessu viðtali var Ingólfur beðinn að gera grein fyrir helztu áiyktunum þingsins og var sérstaklega spurður um þá ályktun, þar sem lýst er óánægju vegna þess að lestri skipafrétta hafði verið hætt. Viðtalinu, sem var rúmar 4 mínútur, var útvarpað I kvöldfréttum kl. 19 þann sama dag, laugardaginn 28. nóv. sl„” sagði fréttastjóri út- varpsins að lokum. „ m i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.