Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ &VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981. 31 Smáauglýsingar Nýjar bækur Ferðadiskótekið Rocky auglýsir: Já, þið vitið að þar sem Rocky leikur er fjörið mest og tónlistin ávallt bezt, ásamt því sem diskótekinu fylgir skemmtilegur og fullkominn ljósabúnað- ur sem hentar vel fyrir hvers kyns tón- leika- og skemmtanahald. Sem sagt til þjónustu reiðubúið fyrir ykkur, dans- unnendur, hvenær sem er. Grétar Lauf- dal sér um tónlistina. Upplýsingasíminn er 75448. Diskótekið Dollý. býður öllum viðskiptavinum sínum 10% afslátt fram á „þrettánda” dag jóla um leið og við þökkum stuðið á árinu sem er að líða í von um ánægjulegt samstarf í framtíðinni. Allrahanda tónlist fyrir alla, hvar sem er, hvenær sem er. Gleði- leg jól. Diskótekið Dollý, simi 51011. Diskótekið Donna býður upp á fjölbreytt lagaúrval við allra hæfi. Spilum fyrir félagshópa, skólaböll, árshátíðir, unglingadansleiki og allar aðrar skemmtanir, erum með fullkomn- asta ljósasjó ef þess er óskað, Samkvæmisleikjastjórn. Fullkomin hljómtæki, hressir plötusnúðar sem halda uppi stuði frá byrjun til enda. Uppl. og pantanair í síma 43295 og 40338 á kvöldin en á daginn í síma 74100. Jólasveina- og söngvaþjónusta. Útvegum jólasveina og tónlist fyrir jóla- trésskemmtanir, stærri og smærri. Vinsamlegast pantið tímanlega, fjöldi jólasveina og tónlistarmanna eftir óskum yðar. Uppl. í símum 66650 og 66684. Diskótekið Dísa. Elzta starfandi ferðadiskótekið er ávallt í fararbroddi. Notum reynslu, þekkingu | og áhuga, auk viðeigandi tækjabúnaðar, til að veita 1. fl. þjónustu fyrir hvers konar félög og hópa er efna til dans- skemmtunar sem vel á að takast. Fjölbreyttur ljósabúnaður og sam- kvæmisleikjastjórn, þar sem við á, er innifalið. Diskótekið Dísa. Heimasími 66755. Tökum að okkur einangrun á kæli- og frystiklefum, svo og viðgerðir á þakpappa, einnig nýlagnir á þakpappa í heitt asfalt. Pappalagnir sf. Uppl. í síma 71484 og 92-6660. Glugga- og hurðaþéttingar. Tökum að okkur að þétta opnanlega glugga, úti- og svalahurðir með innfræst- um þéttilistum. Varanleg ending. Uppl. i síma 39150. 2 málarar geta bætt við sig verkum fyrir jól, vandvirknir menn tímavinna eða tilboð Uppl. 1 síma 23017 og 29275 eftir kl. 17. Verktök vantar þig aðstoð. Tek að mér allskonar smærri verkefni, og handtök fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, sími 11595. Tökum að okkur að hreinsa teppi í íbúðum, stigagöngum og stofnunum, erum með ný, fullkomin háþrýstitæki með góðum sogkrafti, vönduð vinna. Leitið uppl. í síma 77548. Tökum að okkur alls kyns trésmíðavinnu úti sem inni. Uppl. í sima 22681. Geymið auglýsing- una. Takið eftir: Ef þið hafið vandamál út af læsingum, bíla-, húsa-, peningaskápa-, hringið þá í síma 86315 og ég mun leysa þann vanda á ódýrasta og hagkvæmasta hátt sem völ er á. Geymið auglýsinguna. Er einnig við um helgar, Guðmundur H. Jónsson. Athugið að læsingar eru dýrar í dag og það sem þið teljið ónýtt er ekki ónýtt mínum höndum. Breyti einnig kerfum. Þjónusta Hreingerningar Hreingerningaþjónusta St^fáns Péturssonar tekur að sér hrein- gerningar á einkahúsnæði, fyrirtækjum, heimilum og stofnunum. Menn með margra ára starfsreynslu. Sími 11595. Hrein jól. Tökum aö okkur hreingerningar á íbúðum og fyrirtækjum, 13 kr. á fm. Uppl. í síma 15785 og 23627. Þrif, hreingerningaþjónusta. Tek að mér hreingerningar og gólfteppa- hreinsun á íbúðum, stigagöngum og stofnunum, er með nýja háþrýstidjúp- hreinsivél og þurrhreinsun fyrir ullar- teppi ef með 'þarf, einnig húsgagna- hreinsun. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. hjá Bjarna í síma 77035. Utbeining — Útbeining. Tökum að okkur útbeiningu á naula- folalda- og svínakjöti. Hökkum, pökkum og merkjum. Utbeiningaþjónustan, Hlíðarvegi 29., sími 40925 milli kl. 19 og !21, einnig í símum 53465 og 41532. Blikksmiði. Önnumst alla blikksmíöi, t.d. smíði og | uppsetningu á þakrennum, þakköntum, ventlum og fleiru, einnig þröskuldahlífar | og sílsalistar á bifreiðir. Blikksmiðja G.S.,sími 84446. Múrverk flisalagnir, steypur. Tökum að okkur múrverk, fl.salagnir, viðgerðir, steypur, nýbyggingar. Skrif- um á teikningar. Múrarameistarinn, sími 19672. Píanóstillingar fyrir jólin. Ottó Ryel. Sími 19354. ALFRED SHEINWOLD stytt leið til vinnings, _ bridge 15 íslenska brldgesafnld*2 Stytt leið til vinnings bridge eftir Alfred Sheinwold „Stytt leið til vinnings bridge” er eft- ir hinn heimsfræga bridgespilara og rit- höfund, Alfred Sheinwold, í þýðingu Sigurjóns Þórs Tryggvasonar. í bók- inni tekur Sheinwold hundrað atriði í bridge fyrir í hundrað og einu spili og hann kemur beint að kjarna þess vanda, sem fyrir hendi er. 20 spil eru um útspil í grandi, 20 um útspil í lit, 20 um varnarspil, 20 um blekkibridge og 20 fjalla um sagnavandamál. Utgefandi er íslenzka bridgesafnið. Nýjar bækurGordon Stowell. Skjaldbökubækurnar heita: Allra fugla fremstur, Bjalla bætir ráð sitt, Broddi og boðorðin, Leyndardómur Kalla, Speki Salómons og Stökkfimur snýr aftur. Bækurnar eru gefnar út í samvinnu við Angus Hudson í London. Setning texta fór fram hérlendis en prentun þeirra í Bretlandi í samvinnu margra þjóða. Ragnar Ingi Aðalsteinsson Ég er alkohólisti Gólfteppahreinsun — hreingerningar. Hreinsum teppi og húsgögn i íbúðum og stofnunum með háþrýstitækni og sog- afli. Erum einnig með sérstakar vélar á ullarteppi. Gefum 2 kr. afslátt á ferm. tómu húsnæði. Erna og Þorsteinn sími 20888. Hreingerningarfélagið Hólmbræður. Unnið á öllu Stór-Reykjavlkursvæðinu fyrir sama verð. Margra ára örugg þjón- usta. Einnig teppa- og húsgagnahreins- un með nýjum vélum. Símar 50774, 51372 og 30499. FILIVIUR QG VELAR S.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Ég er alkóhó- listi eftir Ragrtar Inga Aðalstein Ljóðhús hefur sent frá sér ljóðabók- ina ,,Ég er alkóhólisti” eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Þetta er þriðja bók höfundar, áður hafa komið út „Hrafnkela” og „Undir Hólmatindi”. „Ég er alkóhólisti” skiptist í þrjá þætti. Fyrst er Reynsla, síðan koma Spor, og að lokum Ganga. Bókin er 48 blaðsíöur að stærð, káputeikningu gerði Þorbjörg Höskuldsdóttir. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna Á vegum Iðunnar er komin út bókin „Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna”. Minningar, þættir og brot. Höfundur er Ólína Jónasdóttir (1885—1956). Ólína var Skagfirðingur að uppruna og ól allan aldur sinn í Skagafirði. Hún bjó á Sauðárkróki síðari hluta æv- innar. Ólína sendi frá sér bókina „Ég vitja þín æska” árið 1946. Minningar sínar skráði Ólína í næsta Nýjar bækur ÓLÍNA JÓNASDÓTTIR sjálfstæðum þáttum, frásögnum af mönnum og mannlífi. Þó eru i sfðara handríti hennar veigamiklir viðaukar um Kúskerpi, þar sem hún dvaldist all- mörg ár í æsku, og Laxamýri í Þing- eyjarsýslu, en þar var hún um skeið, og hafa þeir verið felldir að fyrri frásögn. Broddi Jóhannesson og Frímann Jónasson önnuðust útgáfu bókarinnar. Bókin er 200 blaðsíður, prýdd myndum. Oddi prentaði. Kristjana F. Dýragarbs börnin Dýragarðsbörnin eftir Kristjönu F Fjölvaútgáfan hefur sent frá sér bókina „Dýragarðsbörnin”, sem tveir þýzkir blaðamenn. Horst Riec og Kai Hermann skráðu eftir frásögn ungrar stúlku, Kristjönu F. Bókin heitir á frummálinu Die Kinder von Bahnhof Zoo og kom fyrst út 1979 og vakti mikla athygli. í bókinni ræðir stúlkan opinskátt um þá ógn og þjáningu eiturlyfjahætt- unnar, sem vofir yfir nútímaæsku. Hún bendir á hve værukær og afskipta- laus stjórnvöld eru — þau vilja helzt ekkert vita af þessum vanda og bregðast þannig skyldum sinum. Dýragarðsbörnin er frásögn Kristjönu F. af því hvernig hún leiddist niður í þjáningu, hvernig umhverfi, félagsskapur og einkennilegt stolt dró börnin fram á glötunarbarm. Inn á milli koma kaflar með viðhorfum móður hennar og ýmissa annarra. Dýragarðsbörnin er um 260 blaðsíð- ur, með fjölda mynda. Þýðandi er Sól- veig Thorarensen. Hún er unnin í prentsmiðjunni Odda hf. BOKun var sett i prentsmiðjunni Ásnin, prentuð í Skemmuprenti og bundin hjá Nýja bókbandinu. Vigcflís forseti eftir Guðjón Friðriksson og Gunnar Elísson Bókaútgáfan Örn og örlygur hf. hefur gefið út bókina Vigdís forseti — Kjör hennar og fyrsta ár í embætti, eftir Guðjón Friðriksson og Gunnar Elísson. Er hér um að ræða aukna og endurbætta útgáfu bókarinnar „Forsetakjör” sem Bókaútgáfan örn og Örlygur gaf út í fyrra, en sú bók seldist þá upp á skömmum tíma og hefur verið ófáanleg síðan. Bókin Vigdís forseti kemur einnig út á ensku og ber enska útgáfan heitið: President Vigdís — Her Election and First Year in Office. Þýðinguna önn- uðust Sonje Diego, Paul Richardson og Bogi Ágústsson. í bókinni er fjallað ítarlega i máli og myndum um hinn sögulega viðburð er Vigdís Finnbogadóttir var kjörin for- seti íslands 29. júní 1980, en hún var jafnframt fyrsta konan sem kjörin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegri kosningu, og vakti kjör hennar heimsathygli. Bókin skiptist i átta kafia: Forseta- embættið; Kosningabaráttan; Kosning- arnar; Viðbrögð: Æviágrip; Embættis- takan; Hrafnseyrarhátíð og Fyrsta árið. Er síðasti kaflinn viðbót við fyrri útgáfuna og er þar fjallað um fyrsta starfsár Vigdisar Finnbogadóttur í for- setaembættinu. Þar er m.a. greint frá heimsókn Vigdisar Finnbogadóttur til Danmerkur, sögulegum blaðamanna- fundi hennar og Margrétar Dana- drottningar í Hótel Skandinavíu, frá ferðalögum Vigdísar innaniands, m.a. um Dalasýslu, Strandasýslu, Þingeyjar- sýslu og Eyjafjörð og eru fjölmargar myndir, bæði litmyndir og svart-hvitar myndir frá þessum ferðum forsetans. Bókin Vigdís forseti — Kjör hennar og fyrsta ár í embætti er sett, umbrotin, filmuunnin, prentuð og bundin i Prentsmiðjunni Odda hf. Benni eftir Einar Loga Einarsson Skemmuprent hefur gefið út unglingasöguna „Benni” eftir Einar Loga Einarsson. Þetta er fjórða barna- og unglingabókin eftir Einar Loga, auk þess sem margar sögur eftir hann hafa verið fluttar i útvarpi og birzt í blöðum og tímaritum. Um efni bókarinnar segir meðal annars á bókarkápu: Erla er fráskilin móðir með Benna, tiu ára son sinn. Hún ræður sig til Djúpafjarðar sem ráðskona hjá Jónasi, sem er ekkjumaður og á einnig son, Jonna, tíu ára. Benni og Jonni verða mestu mátar. Þetta er bók um knáa og kappsama stráka, svolitla prakkara, en græskulausa og gamansama. Káputeikning er eftír Sigriði Péturs- dóttur. Ævintýraheimar Viðrœðusagnasafn Sigurðar Gunnarssonar . ísafoldarprentsmiðja hefur nú sent frá sér aðra bókina i viðræðusagna- safni Sigurðar Gunnarssonar fyrrver- andi skólastjóra. Nefnist hún Ævintýraheimar. Ræðir frændi þar einkum við börnin um villtu spendýrin á heimaslóðum hans og segir ýmsar sögur í sambandi við þau. Forlagið telur að hér sé um að ræða einkar athyglisvert viðbótarlescfni í náttúrufræði til ánægju, fróðleiks og samræðna milli kennara, foreldra og nemenda á grunnskólastigi og vill vekja sérstaka athygli skólastjóra, kennara og skólabókavarða á því, Ævintýraheimar er 152 blaðsíður i stóru broti með fjölda mynda. Kápu- mynd og ýmsar myndir í lesmáli gerði Bjarni Jónsson listmálari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.