Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ& VfSIR. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1981. Nú líður brátt að lokum jóla- leiksins — gleymið ekkiað halda öllum hlutum getraunarínnar saman Nú styttist óðum í lok jólagetraun- arinnar. í dag birtum við áttunda hlutann af tíu. Vonandi gleymir eng- inn að halda getraununum saman því til mikils er að vinna í jólaleiknum okkar. Við minjrum á að í boði eru tveir aðalvinníngar. Sjónvarpsleiktölvur frá Philips — fullkomnustu leiktölv- ur sem framleiddar hafa verið. Sjón- varpsleiktölvan er ekki eitthvað sem þú hefur gaman af í dag og færð leið á á morgun. Tölvan býður þér upp á ótrúlegan fjölda möguleika — svo þú getur ekki látið þér leiðast tækið. í þessa gerð leiktölva hafa verið framleiddar 36 tegundir af kasselt- um. Hver kassetta inniheldur 4-6 leiki. Frá einum og upp í fjóra geta leikið í einu. Þá er sjónvarpsleiktölv- an einnig búin þeim kostum að vera heimilistölva. Fyrir utan þessa tvo glæsilegu aðal- vinninga bjóðum við tíu íslenzkar hljómplötur að eigin vali frá Skíf- unni. -ELA — Nú hef óg það. Leikritiö endar með því að Nóra fér. JÓLAGETRAUN DV 8. HLUTI l dag heimsœkir jólasveinninn frægan norskan rithöfund. Leikrit hans hefur verið sýnt á flestum leiksviðum heims og auk þess hafa verið sýndar sjónvarpsmyndir m.a. hér á landi. En hvað skyldi sá frœgi rithöfundur heita og leikritið hans sem hann endar hér eftir að jólasveinninn yfirgefur hann? Q A) Henrik Ibsen „Brúðuheimilið" Q B) Kjartan Ragnarsson „Saumastofan" □ WJ C) Knut Hamsun Sultur" Nafn ........ Heimilisfang Sveitarfélag. Settu kross við rétt svar eins og venjulega, klipptu getraunina út og geymdu með hinum þar til allar tíu hafa hirzt. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Bfum, bfum bamba... Það er nú einu sinni svo,j að þegar maður hefur sagt' eina sögu af Jónasi Guð-j mundssyni rithöfundi þá kemur önnur upp í hugann. Jónas hefur að undan- förnu flutt pistla í kvölddag- skrá útvarpsins. Á dögunum hringdi blaðamaður í Jónas og vildi forvitnast um þessar frásagnir hans. „Já, þú spyrð um þetta.! Ja, það er nú þannig, að við1 Thor Vilhjálmsson vinnum sem svæfingalæknar hjá út- varpinu um þessar mundir,” svaraði Jónas. Mikið slit á verkafðlki Sú óhóflega vinnuþrælkun sem viðgengst hérlendis »ek- ur mikla furðu með útlend- ingum. Hvað úr hycrju fer ís-j land að verða þekktara út i, hcimi fyrir langan vinnudag en hreint loft og eldgos. i í jólablaði Þjóðviljans ij gær birtist stórskemmtileg frásögn Bandaríkjamanns sem kom til landins sfðast- liðið haust og vann um tíma, i síld og sallfiski á Seyðis-' firði. Á einum stað segir! Kaninn: „Það hvarflaði að mér, að vart mundi nokkurt stéttarfé- lag í Bandaríkjunum líða að unnið væri 91 klsl. á viku. Það kostar of mikið slit á verkafólkinu, mundu þeir segja án þess að taka með i reikninginn, að vart fyrir- finnst nokkur amerískur at- vinnurekandi sem vildi kosfa því til að greiða 91 klst. vinnuviku eins og hún kemur' nú út samkvæmt lögum um; lágmarkslaun.” 1 Það besta að norðan Landsmenn munu fá að; kynnast norðlenskri fyndni um áramótin. Úlvarpið hefur ákveðið að áramótadagskrá- in verði að hluta til frá Akureyri og hefur Jónas Jónasson yfirumsjón með dagskránni. Hún verður allt frá því að forsætisráðherra lýkur ávarpi sinu og fram tiL klukkan þrjú um nóttina. Útsendingin frá Akureyri tekur klukkustund. Þessum tíðindum stelur' Sandkorn upp úr Degi á Akureyri sem hefur eftir Jónasi, að hann skiljí reynd- ar ekki í þvi hvernig úlvarpið hafi komist af án Akureyr- inga á gamlárskvöld lil þessa. Það sé nefnilega reynt að bjóða aðeins það besta þetta kvöld. Dagur scgir þessi ummæli lofa „nokkuð góðu”. Saga úr Húna- þingi Ýmislegt gerðist i Svina- vatnshreppi í Húnavatnssýslu i kringum atkvæðagreiðsluna um Blönduvirkjun. Segir sagan að einn stórbóndinn í hreppnum hafi tekið sér ferð á hendur fil smábónda nokk- urs til að fá hann til að fylgja sér að málum og kjósa „rétt” í atkvæðagreiðslunni sem var leynileg. Sá fyrr- nefndi fór aö reyna að vciða upp úr hinum skoðun hans á málinu og sagði að það væri nú vont með þetta stóra lón. Fyrirsjáanlega yrði erfilt að komá fénu niður í byggð og allt myndi lenda i öngþveili og vitlcysu. Smábóndinn lét ekki leika1 á sig, en svaraði að bragði: „Ég hef nú meiri áhyggjur af jóíasveininum. Þeir búa þarna uppi á Helgufelli og ég er dauöhræddur um að þeir lendi í sjálfheldu úti á Sandár- höfða.” Sandárhöfði er garður sem gengur í gegnum lónin og öll deilan stendur um. Harðsótt skemmtun Hópur vaskra björgunar- manna hélt æfingu um síð- ustu helgi. Braust hópurinn af fádæma harðfylgi yfir beljandi jökulfljót allt austur í Þórsmörk. Komu menn þangað þreyttir og slæptir en sögur herma að brátt hafi þó lifnað yfir mannskapnum. í farangrínum reyndist vera vídeotæki og lítið sjónvarp og voru tækin snarlega seft íi gang. Undu menn sér síðan! við aö skoða náttúrulífs- myndir fram eftir nóttu. ...1 ■ . ...—<r ' SæmundurGuðvinsson. rð dU eininð3 Niðursodnir ávextir |3### Ananas: ISI-bitar 1/1 ds.. 49,80 ISI-bitar 1/2 ds.....33,75 ISI-sneiðar 1/2 dl...42,00 Heaven Temple-sneiðar 1/1 ds ... 36,45 Heaven Temple-sneiðar 1/2 ds ... 27,30 Diadem-sneiðar 3/4 ds.44,55 Red & White-sneiðar...55,35 Red & Whitc-mauk.....55,35 Dole-bitar 3/4 ds....40,50 Dole-sneiðar.........46,35 iV Perur Del Monte 1/1 ds.............58,95 Coop 1/1 dl .................55,35 Coop 1/2 ds..................34,05 Ligo 1/1 ds..................67,05 Wheatsheaf 1/2 ds............29,85 Tom Piper 1/2 ds........... 34,50 Ky 1/1 ds....................59,85 Ky 1/2 ds....................40,80 Monarch 1/1 ds...............80,55 Monarch 1/2 ds...............51,30 Red and White 1/1 ds.........76,65 Red and White 1/2 ds.........37,20 Barttett 1/4 ds..............14,10 Hearts delight 1/1 ds........58,80 Flying Wheell/1 ds...........53,10 #3 Blandaðir ávextir Monarch 1/1 ds...............80,55 Monarch 1/2 ds...............52,80 Red and White 1/1 ds.........77,40 Red and White 1/4 ds.........32,85 Shopwell 1/4 ds..............18,15 Tom Piper 1/2 ds.......... 40,20 Tim Piper 1/1 ds.............70,05 Red and White 1/2 ds ......... 52,05 Cockothe walk 1/2 ds.........43,20 Ky 1/2 ds....................47,40 Hearts delight 1/2 ds........43,20 Ann Page 1/1 ds..............85,35 #3 Jarðarber Bulgar 1/1 ds..............55,95 Veluco 1/1 ds..............80,85 Samodan 1/2 ds.............54,00 Royal Norfolk 1/2 ds.......40,65 Lockwoods 1/2 ds...........46,35 Lockwoods 3/4 ds...........68,25 Lockwoods 1/4 ds...........31,05 Opið allan daginn. Sparímarkaðurínn Austurveri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.