Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1981. 35 Andlát Rósbjörg Beck lézt 6. desember 1981,. Hún var fædd 22.7. 1919 að Bjargi á Hellissandi. Foreldrar hennar voru Guðrún Jóhannesdóttir og Magnús Sigurðsson. >au eignuðust 7 böm en misstu einn dreng á unga aldri. Rós- björg kvæntist Eiríki Beck og eignuðust þau tvö börn. Rósbjörg starfaði lengst af sem matráðskona við Barnaskóla Vestmannaeyja. Hún verður jarðsungin í dag, 16. desember, frá Fossvoskirkju, kl. 13.30. desember 1981. Hún var fædd 26. nóvember 1900, ættuð austan af Héraði. Hún giftist Birni Jónssyni og tóku þau að sér þrjú börn. Anna verður jarðsungin í dag frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Eirikur Bjarnason frá Bóli, hótelstjóri í Hveragerði, lézt 11. desember. Kveðjuathöfnin verður í Hveragerðis- kirkju 19. desember kl. 11. Jarðsett verður frá Skálholti sama dag kl. 14.00. Guðrún Þorvaröardóttir frá Gróttu, Ægissíðu 98 Reykjavík, sem andaðist 8. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 17. desember kl. 13.30. Minningarathöfn um Guðrúnu Á. Sigurgeirsdóttur, Brautarholti 5, Ólafsvik, fer fram miðvikudaginn 16. desember frá Fossvogskirkju kl. 10.30. Jarðsungið verður frá Ólafsvikurkirkju föstudaginn 18. desemberkl. 13.30. Guðbjörg G. Konráðsson, Laufásvegi 60, Reykjavík, andaðist í Land- spítalanum sunnudaginn 13. desember. Halldór Einarsson frá Kárastöðum, lézt í Landspítalanum 15. desember. Ingibjörg Tómasdóttir, Vallargötu 16, lézt í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 8. desember. Útförin verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 19. desemberkl. 14.00. Karl Magnússon Nökkvavogi 38 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. desemberkl. 1.30. Margrét G. Guðmundsdóttir andaðist 13. þ.m. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Anna Kristjánsdóttir, Urðarstíg 16 Reykjavík, sem andaðist 9. desember sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, ftmmtudaginn 17. des. kl. 3.00. Óskar Gunnarsson, Reynihvammi 10 Kópavogi, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 14. desember. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni mánudaginn 21.desember kl. 13.30. Eiðfaxi er komið út, H. blað bessa árs. Meðal efnis i blaðinu er grein frá Ársþingi LH, sem haldið var á Stykkis hólmi, viðtal við Stefán Pálsson formann lands- sambands hestamannafélaga, fræðst um hestamennsku í V-Húnavatnssýslu, litið inn á söðla- smíðaverkstæðið „Baldvin og Þorvaldur og fleira. Afmæli 75 ára er i dag, 16. desember, Eyþór H. Tómasson, forstjóri Lindu á Akureyri. Hann er að heiman. Happdrætti Kiwainsklúþburinn Hekla, Jóladagatalahappdrættið Vinningsnúmer: 8. desember no. 535 1. desember no. 574 9. desember no. 1004 2. desember no.651 10. desember no. 2344 3. desember no. 183 ll.desember no. 172 4. desember no. 1199 12. desember no. 1206 5. desember no. 67 13.desember no. 593 6. desember no. 943 14. desember no. 2308 7. desember no. 951 15.desember no.2103 Happdrætti Drcgið hefur verið i happdrætti Félags ungra fram- sóknarmanna. 14. desember var vinningsnúmerið 4656, 15. desember 3241. Númerin hafa verið birt jafnóðum i Dagblaðinu og Visi frá 1. descmber. Landsamtök Þroskaheftra Dregið hefur verið í almanakshappdrætti samtak- anna, er það desembermánuður. Upp kom númerið 127082. Ósóttir vinningar á árinu eru: Janúar nr:12168. Febrúar nr:28410. Mars nr:32491. Mal nr:58305. Júli nr:71481. Ágúst nr:81798. September nr:96202. Október nr:106747. Nóvember nr:l 15755. Tilkynningar Ferðafélag íslands Áramótaferð i Þórsmörk 31. des.—2. jan.; brottför kl. 07. Gönguferðir eftir því sem birtan leyfir, áramóta- brenna, kvöldvökur. Ef færð spillist svo, að ekki yrði unnt að komast í Þórsmörk, verður gist í Hér- aösskólanum að Skógum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, öldu- götu 3. Kvenfélagið Hringurinn Áheit og gjaFir til Barnspítalasjóðs Hringsins. Minningargjöf um Magnús Má Héðinsson kr. 250.-, minningargjöf um Þorstein Ingólfsson kr. 15.00, minningargjöf um ólaf Stephensen kr. 151.10, minningargjöf um Ingibjörgu Björnsdóttur frá Sigurlaugu Björnsdóttur kr. 1.000.00, áheit frá N.N. kr. 10.00. Einnig þökkum við þeim mörgu velunnurum fé- lagsins, sem ár eftir ár hafa veitt okkur ómetanlegan stuðning í sambandi við basar og jólakaffi félagsins og alla aðra hjálp. íþróttafélagið Leiknir Innanhússæfingar í knattspyrnu. 1. og 2. flokkur. Sunnudaga kl. 17.10. 3. flokkur. Sunnudaga kl. 15.30. 4. flokkur. Miðvikudaga kl. 19.10. 5. flokkur. Laugardaga kl. 15.30. 6. flokkur. Sunnudaga kl. 13.10. í gærkvöldi „Hin bróðurlega aðsfoð” Atburðirnir 1 Póllandi skyggja algerlega á aðrar fréttir þessa dagana. Heimsbyggðin bíður spennt eftir framhaldinu og ekki skulu menn gleyma hvar síðasta heimsstyrjöld byrjaði. Pólski herinn hefur tekið öll völd, en samkvæmt nýjustu fréttum magnast andstaða Pólverja. Þá fylgjast menn grannt með stóra bróður í austri. Mun hann veita „hina bróðurlegu aðstoð” á erfiðleikatimum 1 Póllandi eins og. hann gerði í Ungerjalandi 1956 og 1 Tékkóslóvakiu 19687 Fjölmiðlar fylgjast eðlilega með, eftir því sem hægt er. Ströng rit- skoðun er 1 gildi og þær fréttir, sem berast því lítt ábyggilegar. En sér- kennilegt er að heyra hér á íslandi rödd, sem réttlætir og ver aðgerðir kúgunarvaldsins. Fréttastofur útvarps og sjónvarps hafa gert atburðunum 1 Póllandi góð skil. Erlendar fréttir fréttastofu sjónvarpsins eru yfirleitt góðar og 1 raun sá hluti fréttanna á þeim bæ, sem upp úr stendur. Ögmundur Jónasson og Bogi Ágústsson, frétta- menn erlendra frétta, eiga hrós skilið fyrir vandaðan fréttafiutning. Frétta- spegill í gær fjallaði að vonum um á- standið í PóUandi. Umræður þeirra blaðamannanna voru málefnalegar og fróðlegar. Leggja hefði átt allan spegilinn undir PóUand en geyma sUdarumfjöllun til næsta þáttar. Loks skal sú ósk ítrekuð að sjónvarpið fái að njóta erlendra fréttamynda i gegnum jarðstöðina Skyggni. Annað er afdalaháttur. Jónas Haraldsson. Kvenfélag Neskirkju Jólafundur félgsins verður haldinn fimmtudaginn 17. desember kl. 20.30, Safnaöarheimilinu. Sýnd verður kvikmynd frá 40 ára afmæli félagsins o.fl. Jólapottarnir Nú er ástæða til að minna alla, sem leið eiga um verzlunargötur borgarinnar, á Jólapotta Hjálp- ræðishcrsins. Þeir standa S alfaraleið síðustu vikurn- ar fyrir jólin, — litlir, rauðir samskotabaukar á þrí- Hárstúdió var opnað þann 4. desember að Þangbakka 10 í Mjóddinni í Breiðholti, auk almennrar hárþjónustu hefur Hárstúdió á boðstólum hinar frábæru snyrtivörur frá Boots sem nú eru i fyrsta sinn fáan- legar á íslandi. Hárstúdió er opið l'rá kl. 9—18 á virkum dögum og á laugardögum l'rá kl. 9—12. Á myndinni er til hægri Ágústa Sveinsdóitir hár- greiðslumeistari og lil vinsiri Ragnheiður Peiurs- dóttir. Miðvikudaginn 16. des. mun Þursaflokkurinn halda hljómleika að Hótel Borg S Reykjavík. Þetta eru fertugustu hljómleikar flokksins á þessu starfs- ári og jafnframt þeir siöustu. Á þessum hljómleikum verða meðal annars flutt verk eftir Ásgeir Óskars- son, Egil Ólafsson, Tómas Tómasson og Þórð Árna- son. Fyrir dyrum standa nú upptökur á nýrri hljóm- plötu Þursanna og frekar hljómleikahald á nýja árinu. Jólamarkaður Goðatúni 2 við Hafnarfjarðarveg i sömu byggingu og Blóma- búðin Fjóla. Opið alla daga vikunnar frá kl. 13.00. Mannamyndir í Listasafni íslands Nú stendur yFir í Listasafni íslands sýning á ýmsum mannamyndum i eigu safnsins. Hér er um að ræða málverk, kritarmyndir og höggmyndir. Sýning þessi gefur liugmynd um þróun mannamynda á íslandi á þessari öld. Verkunum hefur verið komið fyrir í forsal og þremur aðalsölum safnsins. í forsai eru til sýnis 27 krítarmyndir eftir Jóhannes S. Kjarval af ýmsu fólki af Austurlandi. í aðalsölum er uppistaðan verk eftir Jón Stefánsson og Gunnlaug Blöndal en auk þeirra má nefna myndir eftir Júlíönu Sveinsdóttur, Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Þorvald Skúla- son og Sigurjón Ólafsson. í öðrum sölum er úrval mynd í eigu safnsins, ís- lenzkar og erlendar, þar af er einn salur helgaður Jóhannesi S. Kjarval. Sýningin er opin á almennum sýningartima safns- ins, þ.e. sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30—16.00. __ Listaverkakort Listasafns íslands Undanfarin ár hefur Listasafn íslands látið gera eftirprentanir af verkum islenzkra myndlistarmanna í eigu safnsins og eru þau tilvalin sem jólakort. Nú eru nýkomin út fjögur litprentuð kort á tvö- faldan karton af eftirtöldum verkum: HEKLA eftir Ásgrim Jónsson, SJÓMAÐURINN eftir Jón Stefánsson KONA VIÐ STRÖND eftir Karl Kvaran og NÓN eftir Guðmundu Andrésdóttur. Einnig hafa verið gefin út fjögur ný litprentuð póstkort: VORKOM A eftir Tryggva Ólafsson KONA OG BARN eftir Kristján Daviðsson ORGELFÚGA eftir Gerði Helgadóttur og SÓLSTAFIR eftir Sigurjón ólafsson. Kortin eru til sölu í Listasafni íslands ásamt u.þ.b. 40 eldri kortum á almennum sýningartíma safnsins, sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30—16.00eða samkvæmt umtali. Fundir „Kvoidiokkur ð jðlaföstu" Orðið. kvöldlokka er gömul þýðing á serenödu, stundum nefnt kvöldljóð. Fimmtudaginn 17. desember verða leiknar blásaraserenödur í Neskirkju og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. A mvndinni eru talifl frá vinstri: Dafli Kolbeinsson, óbó, Janet Wareing, óbó, Einar Jóhannesson, klarínett, Óskar Ingólfsson, klarínett, Joseph Ognibene, horn, Jean P. Hamilton, horn, Brjánn Ingason, fagott, Hafsteinn Guðmundson, fagott. færi. Herinn hefur áratugum saman unnið í kyrrþey stórmerkilegt hjálparstarf mcðal þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélagi okkar. En jólapottarnir eru liður í fjársöfnun til þess að gleðja þessa minnstu bræður og systur um jólin. Frekari kynmng ætti að vera óþörf. Þessum orðum er ætlað að vera áminning til vegfarenda um að leggja góðu máli lið. Við vitum, að margt smátt gerir eitt stórt. En stærst er þó vissan um samhjálp við þá, sem skortir ástvini, heimili, hlýju og annað það, sem við hin teljum ómissandi á jólahátíðinni. Hjálpum til að gieðja aðra með því að leggja aura í jólapottinn um leið og við göngum fram hjá — og þá höfum við gert eitthvað til þess að birtan frá Betlehem nái betur til þeirra, sem annars sætu í dimmunni. Látum sjóða i pottunum. Guð elskar glaöan, gjaf- ara. Gleðileg jól. Lárus Halldórsson. Fundaskrá AA-samtakanna á íslandi Miðvikudagur REYKJAVÍK Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið. Hádegisfundur opinn kl. 12.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 18.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Grænahúsið kl. 21.00 Grensás, Safnaðarheimili kl. 21.00 Hallgrimskirkja kl. 21.00 LANDIÐ Akranes, (93-2540) Suðurgata 102 kl. 21.00 Borgarnes, Skúlagata 13 kl. 21.00 Fásakrúðsfjörður, Félagsheimilið Skrúður kl. 20.30 Höfn Hornafirði, Miðtún 21 kl. 20.00 Keflavik, (92-1800) Klapparstig 7. Enskakl. 21.00 Bella Þér verðiö aö sleppa reiknings- yfirlitinu á fundinum. Tölvan bilaöi, þegar ég var aö stemma ávisanaheftiö mitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.