Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1981. 13 Ncytendur Neytendur Neytendur Nýjasta nýtt íörbylgjuofnum: Bæði hægt að grí/J!a og eUa með örbylgjum Það nýjasta í örbylgjuofnum eru ofnar sem bæði nota örbylgjur og grill. Þeim er ætlað að sameina þá kosti ör- bylgjuofna að elda matinn fljótt og venjulegra ofna að fá á hann góða skorpu. Hún fæst ekki í venjulegum ofnum. í nýjastahefti bandaríska tíma- ritsins Consumers Report er grein um þessa ofna.Þær tegundir sem til eru á bandarískum markaði eru prófaðar og þeim gefnar einkunnir. Ekki veit ég hvort þær eru allar til hér. Þetta eru ofnarnir Amanda, Pana- sonic, Quasar og Sharp. Ég veit að minnsta kosti að sá síðastnefndi er tif hér. Helzta niðurstaða bandarísku grein- arinnar er sú að vissulega sameini þessir nýju ofnar ýmsa kosti eldri ofna og ör- bylgjuofna. En þeir hafi líka ýmsa galla úr báðum kerfunum. Sá helzti er verð- ið. Þessir ofnar eru dýrari en venjulegir örbylgjuofnar. Annað er fyrirferð. Bæði eru ofnarnir stærri um sig en ör- bylgjuofnar og þeir þurfa meir af auðu plássi í kringum sig til kælingar. En helztu kostirnir eru þeir að fá má safaríkan kjúkling sem jafnframt er með fallegri og góðri skorpu. Sama gildir um til dæmis nautasteik. Aftur á móti heppnast kökur ekki eins vel í þessum ofnum og venjulegum ofnum. Grænmeti og matarleifar sem hitaðar eruuppásamt mat sem er þíður er hins vegar allt til fyrirmyndar. í stuttu máli eru niðurstöður greinar- innar þær að þeir sem eiga örbylgju- ofna af venjulegri gerð fyrir skuli ekk- ert vera að skipta. Hinir geri margt vit- lausara en að kaupa til dæmis ofn frá Sharp sem fær áberandi bezta dóma á flestum sviðum. DS Gestgjafinn: r ANANASKJUKUNGUR Fjórða tölublað Gestgjafans er ný- komið út. Ritið, sem er mjög vandað að venju, ber keim af jólahátíðinni, undirbúningi jólanna, fjölskylduboð- um og fleiru tilheyrandi jólunum. Eina uppskrift ætlum við að birta úr tímarit- inu sem tengist öðru efni síðunnar í dag, greininni um örbylgjuofninn. Uppskrift Gestgjafans er: Réttur fyrir örbylgjuofn: Ananaskjúklingur Fyrir fjóra 1 bolli ananasbitar 1/4 bolli sojasósa 1- 2 msk. vinedik 2- 3 tsk. sinnep 1 tsk. engifer 2ca 750 g kjúklingar 2 bollar niðursneiddir sveppir I lítill piparávöxtur (rauður eða grænn) söxuð stcinselja til skrauts. Blandið fyrst saman ananasnum, soj- unni, edikinu, sinnepinu og engifernum í skál. Sjóðið áFull Power þar til kom- ið er að suðu. Bragðbætið ef nauðsyn- legt þykir. Hlutið kjúklingana niður og setjið i eldfast fat, stærstu stykkin yzt. Hellið sósunni yfir og þekið vel með henni öll stykkin. Lokið fatinu með pappír og sjóðið á Full Power í ca 10 min. Snúið kjúklingastykkjunum við og smyrjið með sósunni. Bætið sveppunum og pip- arnum, sem hlutaður hefur verið niður í bita, út í og sjóðið á Full Power í aðr- ar 12—15 mín. Skreytt með saxaðri steinselju og borið fram með til dæmis hrísgrjónum. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Dagskóli: Valdagur verður fimmtudag 17. desember. Einkunnir afhentar kl. 8.30. Vali lýkur kl. 12.45. öldungadeild: Einkunnir afhentar föstudag 18. desember kl. 17.20— 19.00. Innritun núverandi nemenda fyrir vorönn verður fimmtudag 17. desember og föstudag 18. desember kl. 16.00—19.00. Innritunargjald 600 krónur. Brautskráning stúdenta: Laugardag 19. desember kl. 14.00. Verðandi stúdentar komi í skólann föstudag 18. desember kl. 19.00. Rektor Verðkr. 1.150.- IVilberg & Þorsteinnl lLauqavegi 80 símar 10259-126221 0HITACHI MONO ferðatæki með kassettu Karlmannaskór Litur: Svart Tegund: 1 Stærðir: 7-12 Verð kr. 239,- Utur: Brúnt Tegund: 2 Stærðir: 7—12 Verðkr.239,- Litur: Svart Tegund: 3 Stærðir: 7-10 Verðkr.269,- Litur: Brúnt Togund: 4 Stærðir: 7-101/2 Verðkr.298,- Litur: Svart Tegund: 5 Stærðir: 7-101/2 Verð kr.378,- Litur: Svart Tegund: 6 Stærðir: 8—11 Verð kr. 342,- Litur: Svart Tegund: 7 Stærðir: 8—11 Verð kr. 342,- Litur: Brúnt Tegund: 8 Stærðir: 7-101/2 Verð kr. 378,- Litur: Svart Tegund: 9 Stærðir: 7 -10 1/2 Verð kr. 378,- Litur: Brúnt Tegund: 10 Stærðir: 7-11 Verð kr. 473,- Pó Skósalan Laugavegi 1 — Sími 1-65-84 póS tscn'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.