Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning Menning íslandssagan í hnotskum Bók Alf Henriksons um Island fy rr og nú komin út í Svíþjóð Úr einu í annað AH Henríkson - Islándsk hiatoria, 222 bb. Toikningar: Bjöm Berg, Bonniers, Stokkhóimi, 1981 Margt misjafnt má eflaust segja um Svía, engu síður en aðrar þjóðir, og sérstaklega erum við íslendingar iðnir við að bera þeim illa söguna. Eins og Þráinn Bertelsson segir ein- hvers staðar i viðtali, þá er eins og mörgum Islendingum sé það sálu- hjálparatriði að hafa uppi flim um Svía, einkum og sérílagi þeim sem notið hafa styrkja þeirra og skóla- kerfis. Á þessu háttalagi höfum við þó tæpast efni, því engin önnur norræn þjóð, ekki einu sinni Danir, hafa á ís- lendingum meiri áhuga. Varla líður svo vika að islensk málefni skjóti ekki upp kollinum í einhverjum fjöl- miðlinum hér í Svíþjóð. Síðastliðin misseri hefur verið fjallað um þjóðfé- lagsmál á íslandi, íslenska tónlist, myndlist og bókmenntir í mörgum blöðum og tímaritum sem ég hef rekist á á förnum vegi. Þótt margt af þeim skrifum sé vissulega á yfirborðinu, vantar sjaldnast í þau áhugann og velvilj- ann. ísland f senn nálægt og fjarlægt Gagnrýnandinn Lars Lönnroth reynir í nýlegri grein í Dagens Nyhet- er (30. okt. sl.) að skilgreina þennan áhuga og ségir hann m.a. stafa af því að ísland sé Svíum í senn afar nálægt og óhemjulega fjarlægt. Fjarlægðin er fyrst og fremst landfræðilegs eðlis segir Lönnroth og gæðir eyjuna úti í hafi rómantískri hulu, nálægðin er hins vegar menningarleg, því á þess- ari eyju stóð vagga norrænnar menn- ingar, ekki sist sænskrar. Það voru íslendingar sem gáfu Svíum forsögu og merka konunga. Kynnum við nú til sögunnar Alf Henrikson. Henrikson er einhver mesli alþýðufræðari Svía, fróðastur manna þar í landi að því er gagn- Hann hleypur viðstöðulaust úr einni sögunni í aðra, án þess að grennslast fyrir um eðli þeirra og þýðingu, né heldur um það þjóðfélag sem gat af sér þessi verk. Því er ansi mikill upptalningarbragur á bókinni, rétt eins og í bæklingi fyir sænska túrista sem vilja fá eitt styrkki íslend- ingasögúdí hnotskurn, takk. Henrikson hefur getið sér gott orð fyrir lipran stíl og alþýðlegan. Það er kannski þess vegna. sem hann leyfir sér ekki að kafa djúpt ofan í efni sitt eða sálarlíf þeirra persóna sem fjallað er um. Menn eru „snjallir”, „úrræðagóðir” eða „spakvitrir” og þar með úr sögunni. Einnig er það galli á bókinni, eins og hún er hlið- holl þslendingasögunum, hve fljótt höfundur afgreiðir síðari tíma rit- höfunda. Hallgrimur Pétursson fær eina og hálfa línu, Jónas Hallgrims- son eitthvað svipað og af núlifandi rithöfundum er Halldór Laxness einn nefndur. Og ekki virðist Henrikson meðvitaður um að íslendingar hafi átt eða eigi listamenn í öðrum greinum. Hannes Hafstein talaði íslensku Það er sjálfsagt ekki réttlátt að tína til skrýtna stafsetningu höfundar á ýmsum íslenskum nöfnum en þó hlýtur íslenskur lesandi aðhnjótaum „Eindride Böngull”, „Jöns Gereks- son”, Jón Árason” o.fl. Ekki sættum við okkur heldur við það að Sæmundur fróði hafi verið mennt- aður í Þýskalandi, né heldur við þessa setningu: „Ráðherrann hét Hannes Hafstein og talaði íslensku”. Nema hvað? Bók Alf Henriksons er sem sé ekki sú saga íslands sem Svíar þurfa helst á að halda, en kann þó að stuðla að því að slík saga verði skrifuð þar í landi. Teikningar Björns Berg eru meir í ætt við karikatúr en lýsingar, en lífga þó upp á síðurnar. -AI/Lundi. Alf Henrikson. Aðalsteinn Ingótfsson Gerir hann auk þess að gamni sínu að bera saman þýðingar, á ólíkustu málum, á fleygum hendingum úr Hávamálum. Ljóst er að fslendinga- sögurnar höfða mjög til sagnaþular- ins í Henrikson og þótt hann segi skýrt og rétt frá, tíðum mjög skemmtilega, færist hann of mikið í fang í áhuga sínum. lýnendur segja mér. Hann á að baki hvorki meira né minna en 44 bækur um hin ólikustu efni, aðallega í formi ljóða, sagnfræðirita og ferðasagna. Og frá þvi 1959 hefur hann unnið reglulega með teiknaranum Björn Berg, sem er eins konar Árni Elfar þeirra Svía, kvikur penni og smáglett- inn. Miklar endursagnir I nýjustu bók sinni beinir Henrikson athygli sinni og samverka- manns síns að íslandi, fyrr og nú. Er það út af fyrir sig ekki lítil auglýsing fyrir landið því bækur hans eru mikið lesnar, jafnt af unglingum sem full- orðnum, og hef ég séð a.m.k. tvær langar umsagnir um þessa íslands- sögu í blöðunum. ísland fyrr og nú, segi ég. En þó er heldur betur slagsíða á bók Henrik- sons þvi tuttugasta öldin fær aðeins rúmlega 8 síður af 198. Mestan áhuga hefur höfundur á íslandi eins og það endurspeglast í fornsögunum og eyðir miklu plássi í að endursegja þær helstu þeirra, Landnámabók, Gísla sögu Súrssonar, Eyrbyggja sögu, Egils sögu, Gunnlaugs sögu ormstungu, Njáls sögu o.fl., o.fl. Bókmenntir Víkingar vorra tíma Einar KArason ÞETTA ERU ASNAR GUÐJÓN Skáldsaga. Útg. Mál og mennlng, Reykjavik 1881.161 bls. í upphafi bókar eru þeir félagar, Gauji og Lúlli, að sigla út í frelsið eins óg þeir kalla það — á stolnum, biluðum bát sem þeir hafa róið á undanfarið — kauplaust. ,,. . . Við siglum burt. Segðu bara hvert þú vilt fara Gauji minn. Heimurinn liggur fyrir okkur. Við erum frjálsir. Við getum . . .” (9). Þetta segir Lúlli og þeir félagar báðir reyna að sýnast ela- hressir i andskotans vitleysunni. í lokakafla eru þeir sigldir í strand á sömu fleytu — löggan er komin í spilið og framundan er vist á Litla- Hrauni. Innan þessa ramma er rifjuð upp síðustu tvö ár af ævi Guðjóns eða frá því hann útskrifást stúdent og þar til uppgjöf hans er algjör. Sögumaður- inn Guðjón situr niðri í vélarrúmi eða stendur við stýri á Happasæl og lætur hugann reika.,, — Auðvitað voru þetta allt aumingjar og skithæiar, hugsa ég núna meðan við reynum að þræða milli himinhárra svartra fjalls- veggjanna út fjörðinn og stjessið er aftur fariðað læðast að mér.” (100). Dúndurpeningur — tálvon Guðjón reynir margt þessi tvö ár. „Stanslaus hláturhiksti í hálfan mán- uð” (10) eftir útskriftina — nýtt lif — meira vín á nýju vori. Svo tekur al- varan við — farið að róa á trillu með feðgum sem varla er hægt að telia með öllum mjalla, skíta til dæmis í fötuna sem þeir sjóða í þorskinn. Guðjón var nú fljótur að axla pok- ann sinn þá. Næst reynir hann í frystihúsi — yfir sig ánægður með að vera búinn að fá góða vinnu: „Það er víst dúnd- urpeningur ef maður fær mikla vinnu.” (30). En auðvitað er þetta aðeins tálvon. Enginn verður ríkur á að vinna i fiski. Svo vinurinn hættir þar fljótlega. Þá koma dagar með iðjuleysi og engu. Flækst á skemmtistaði. Lýsing- Bókmenntir Rannveig G. Ágústsdóttir arnar þaðan eru heill heimur fyrir sig — lagðar í munn Guðjóni að sjálf- sögðu og hef ég ekki fyrr lesið jafn- góðar — liggur við að maður finni á sér af þeim. Guðjón berst áfram með straumnum. Um aðgera að ekki festa sig neins staðar, hvorki við vinnu né kvenmann. Guðjón er þó mjög skot- inn i Guðnýju en reynir framan af að hamla gegn því að festast í neti hennar. Um veturinn búa þeir saman í bíl- skúr, Lúlli og Guðjón. Þann vetur barnar Lúlli Gurru og þau hefja bú- skap Guðjóni til mikillar hrellingar. Lrfræn ræktun Sumarið eftir er Guðjón i sveit norður í landi hjá tveimur kunn- ingjum sínum sem stunda lífræna ræktun — en þar gengur allt á aftur- fótunum sem vonlegt er. Um haustið fara þau Guðný að búa saman, þau fá inni á hjónagarði og hann innritar sig í íslensku. Heldur er vinurinn slakur við námið en Guðnýju sína elskar hann vel og þau eyða miklum tíma í ástina en minni í vinnu. Um vorið fer Guðjón austur á land með LúUa því þeir héldu að „seðlarn- ir væru á sjónum” (129). Þeir hlaup- ast báðir frá barnsmæðrum sínum. Gpðjón vissi það reyndar ekki fyrr en siðar að þau Guðný ættu von á barni. Hann frétti það þegar hann kom í land af togaranum Kristgeiri RE þar sem hann hafði þolað slæma vist. LúlU vinur hans var á bátnum Happasæl, sem „fiskaði langminnst af bátunum í plássinu” (145) og það varð úr að Guðjón réð sig þangað. Þeirra vist endaði með ósköpum eins og sagt var i upphafi. Fóstbræðrasaga hin nýja Hugmyndaheimur þeirra fóst- bræðra, Lúlla og Gauja, er heimur hetjunnar sem ekkert fær bugað. öll ósköpin stafa af því að þessi óska- heimur samrýmist ekki raunheimi. Þeir eru eins og' fóstbræðurnir Þor- geir og Þormóður, ekkert að velta sér upp úr velgjulegum sálarlífsflækjum, þeir vilja aksjón — vera hressir — Einar Kárason. kunna að segja sögur — drekka með yfirburðum — eiga pleisið — flippa út og verða ríkir og frjálsir. Ég kýs að kalla söguna Fóstbræðrasögu hina nýju. Höfundur sögunnar sýnir ekki af sér neinn viðvaningsbrag. Hann stekkur alskapaður fram á ritvöllinn með frábæra sögu svo ekki sé meira sagt. „Annarsvegar” beitir hann mark- vissri kímnigáfu sem samfléttast stil sögunnar og lyftir henni langt yfir meðalmennsku. — „Hinsvegar” tekst honum „með kæruleysislegu vinki út í loftið” (107) að drepa goð- sögnina um— hið frjálsa líf stúdents- áranna — hið einfalda og sælurika sveitalíf — og síðast en ekki síst — hið dáðríka sjómannslíf. Frásögnin af túrnum með Krist- geiri RE er eins og úr fangabúðum, sögð 1 annarri persónu, sem gerir um- fjöllun hlutlægari og um leið óhugn- anlegri. „Lazing on a sunny after- noon” lætur höfundur Gauja raula upp aftur og aftur í vinnunni við salt- fiskstæðuna. Á Kristgeiri RE raular Gauji ekki lengur. Þetta er dúndursaga sem sendir banvæn skeyti beint í mark. Rannveig. I I i I í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.