Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1981. 5 Það er ekki amalegt að fá jólaklippinguna hjá jólasveini. Þessi skeggpráði jólasveinn klippti hjá Villa Þór hárskera í Ármúlanum og kunni ungdómurinn vel að meta það. D V-mynd G VA. Vill þakka mönnum sem björguðu lífi hans: „Var farið að líða vel íís- köldum sjónum” — segir Meyvant Meyvanfsson „Það var alveg kraftaverk að ég lifði þetta af. Ég var að fara um borð í bát er ég féll milli skips og bryggju og niður í ískaldan sjóinn,” sagði Meyvant Meyvantsson i samtali við DV i gær. Meyvant varð fyrir þeirri óheppni að falia í sjóinn og missti hann þegar meðvitund. Ekki vissi hann hverjir höfðu komið honum til hjálpar en vildi þakka þeim mönnum, sem þarna björguðu lífi hans. „Ég fann bara hvernig ískaldur snjórinn heltók mig,en síðan var mér farið að líða mjög vel. Að öðru leyti m'an ég ekkert fyrr en ég vaknaði á slysadeild Borgarspítalans,” sagði Meyvant. Hann sagðist hafa jafnað sig furðu fljótt ávolkinu. Að sögn lögreglunnar var kallaðá sjúkrabíl og lögreglu um kl. 13.15 á sunnudag vegna manns sem fallið hafði í sjóinn á athafnasvæði Haf- skips við Granda. Er lögreglan kom á staðinn höfðu skipverjar af nálægu skipi dregið manninn í land og var hann þegar fluttur á slysadeild. -ELA. Okeypis í Háskólabíó í dag Háskólabíó varð 20 ára 11. október. í tilefni af þessum tímamótum bíður Háskólabió ókeypis á 4. sýningar í dag, 16. des. kl. 2.30 á myndina Grease, sem hefur slegið öll aðsóknarmet á íslandi. Yfir 150.000 gestir hafa séð þessa mynd á íslandi og er það eflaust heimsmet miðað við íbúafjölda. Kl. 5 verður sýnd myndin Áfram með verkföllin, en áframmyndirnar voru afarvinsælar og voru þær m.a. sýndar sem jólamyndir Háskólabíós. Kl. 7 verður sýnd gamanmyndin Dona Flor, sem hefur verið sýnd undanfarið i Háskólabíó. Kl. 9 verður svo sýnd myndin Kassöndrubrúin. Afarspennandi og vel gerð mynd með úrvalsleikurum, s.s. Sophia Loren, Richard Harris, Burt Lancaster, Ava Gardner, Martin Sheen. Gui,wiri’@fei‘lKn * ISLENSK BOKAMENNIMG ERVERÐMÆTI BÆKUR MENNINGARSIOÐS REGNBC STÍGUR JÓN URVÖR HVÍSl.A AI>'KLETfINUM SOLFAR 52 ný kvæði eftir Guðmund Inga Kristjánsson á Kirkjubóli. Sérstæð og listræn Ijóð, nýstárleg en þó hluti af aldagömlum arfi íslendinga. HVISLA AÐ KLETTINUM Sýnishorn samískra bókmennta í þýðingu Einars Braga. Fáir íslendingar gera sér grein fyrir því að þessi frumþjóð Norðurlanda á sér eldforna menningu. Enginn verður fyrir vonbrigðum sem hlýðir með opnum huga á raddir menningar Sama eins og þær heyrast í þessari bók. REGNBOGASTIGUR Ellefta ljóðabók Jóns úr Vör. 28 frumort kvæði og 25 þýdd eftir fimm norrænar skáldkonur. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 — Reykjavík Kristján Karlsson: Krislján Kurlsson Kvasði 81 KVÆÐI 81 Snjöll og óvenjuleg kvæði frumlegs skálds Þetta er önnur kvæöabók Kristjáns Karlssonar bókmenntafræðings. Fyrri bók hans, Kvæði, vakti mikla athygli, enda margt í henni, sem talið var til nýunga í skáldskap hér á landi. Svo er einnig um þessa bók hans. Hún skipt- ist í fimm sjálfstæða kafla, kvæðin eru nýstárleg að efni og formum og tök skáldsins á Ijóðlistinni persónuleg og sterk. Kvæði 81 er bók, sem Ijóðaunnendur munu fagna og þurfa að eignast. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ EinarGuömundsson: ÞJÓÐSÖGUR OG ÞÆTTIR IFJNAR kgjbMUNDS \w~ m! !GURog' JTIRI Vönduð og skemmtileg sagnabók Hér er að finna hið fjölbreyttasta úrval þjóðlegs fróðleiks í bundnu og óbundnu máli, sagnir og kveðskap, sem lifað hefur á vörum fólksins í land- inu, sumt lengur, annað skemur. Segja má að sagnir séu af hverju landshorni, en mest er þó af Vestfjörðum, úr Ár- nes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýsl- um. Einar Guðmundsson er orðhagur og málsnjall og einn afkastamesti sagnasafnari síðari tíma. OUVERS STEtNS SE SKUGGSJÁ BÓKABÚO OL/VERS STEINS SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.