Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐ1Ð& VlSlR. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1981. r ..............................' Setning - Innskrift Óskum að ráða starfsmann á innskriftarborð við setn- ingu á Dagbiaðinu £r Vísi. Æskilegt að viðkomandi sé vanur og geti hafið vinnu strax. UPPLÝSINGAR GEFUR ÓLAFUR BRYNJÓLFSSON HILMIR HF„ síðumúla 12. Verð kr. 5.900,- I Laugavegi 80 símar 10259-12622| Jóla-helgarblööin koma út laugardaginn 19. des. Vegna síaukins álags í prentsmiðju eru auglýsendur vinsamlegast beðnir að panta auglýsingar hið allra fyrsta. Auglýsendurl Við aðstoðum við gerð auglýsinga, ykkur að kostnaðarlausu, og því fyrr sem við fáum verkefni til að vinna úr, því betra fyrir ykkur og okkur. Haflð samband! B1AÐIÐ& AUGLÝSINGADEILD SÍÐUMÚLA 8 SÍMI 27022 0HITACHI STEREO FERÐATÆKI með kassettum og lausum hátölurum Útlönd Útlönd Útlönd Karpov heimsmeistari fjarhuga við skákborðið. Anafoly Karpov um einvígið í Merano og framfíðaráæflanirsfnar r r „LÆRÐIMINA LEXIU 0G TEFLDINÚ AF FULLRIALVÖRU” Æflarað halda loforðið um „feflandi heimsmeisfara” og sfef nir á 4-6 skákmóf næsfa árs „Ég hef heyrt fólk segja að sigur minn yfir Kortsnoj f Meranó hafi verið talsvert auðveldari heldur en sigurinn í Bagíó. Þetta er ekki rétt,” sagði heimsmeistarinn í skák, Ana- toly Karpov, á blaðamannafundi í Moskvu. „Þaðer ekki um neinnauð- veldan sigur í einvígi um heismmeist- aratitilinn að ræða og árangur minn hefur kostað mig mikla fyrirhöfn og taugaspennu. Það er annað mál að úrslitin í einvíginu voru meira sann- færandi heldur en í Bagíó fyrir þrem árum. Ég lærði mina lexíu í því ein- vígi þegar ég lét áskorandann ná jafnri stöðu er staðan var 5—2.” Karpov sagði að í því einvígi hefði honum virst sem hann væri búinn að vinna er hann hafði unnið fimmtu skákina og að sigurinn mundi koma af sjálfu sér. í þetta skipti slakaði hann ekki á eina einustu mínútu og tefldi hverja skák af fullri alvöru. Kortsnoj hættulegur en ofmat sjálfan sig Heimsmeistarinn er ekki sammála þeim sem halda að Kortsnoj tefli verr en hann gerði áður. Karpov staðfesti fyrra álit sitt á Kortsnoj og sagði að hann væri hættulegur andstæðingur sem réði yfir mikilli reynslu á háu stigi. Sovéski stórmeistarinn er samt sem áður á þeirri skoðun að andstæð- ingur hans hafi gert mistök í undir- búningi sínum fyrir einvigið og þau mikil. í fyrsta lagi ofmat hann aug- sýnilega þekkingu sína f skákbyrjun- um. Árið 1974 sagði Kortsnoj í við- tali að i raun vissi hann meira um þau mál heldur en Karpov, Petrosjan og Spassky samanlagt. Hin „hæverska” skoðun hans á því máli lifði greini- lega góðu Iífi enn í dag. í öðru lagi hefði Kortsnoj álitið það afar mikil- vægt fyrir sig að tefla eins mikið og hann gæti fyrir einvigið. Hann tók þátt í síðasta skákmótinu í ágústlok en Karpov hætti þátttöku í skák- mótum fjórum mánuðum fyrir einvigið til þess að hressa upp á skák- teóríuna. „Vafalítið hefur andstæðingur minn ætlað sér að taka frumkvæðið í sinar hendur strax i upphafi og hafa áhrif á mig með leik sínum,” sagði heimsmeistarinn, „en það var ég sem kom i veg fyrir áætlun hans.” Mikilvægi aðstoðarmanna Að áliti Karpovs tókst honum að komast fram úr áskorandanum á öllum sviðum í Meranó. Hann náði yfirburðum i byrjunum. Þegar hann ,var með svart sá hann auðveldlega út stöðuna og þegar hann hafði hvítt lagði hann erfiðar þrautir fyrir and- stæðinginn. Þveröfugt við gang mála i Bagíó stóð Karpov sig vel í einfaldri stöðu núna. T.d. vann hann aðra skákina, þar sem hann hafði ekki miklu betri stöðu, og þá fjórðu þar sem staðan var hreint ekki betri hjá honum en Kortsnoj. Karpov kom ekki með neinar rök- semdafærslur gegn þeirri útbreiddu staðhæfíngu að fylgdarlið hans, einkum hvað snerti þjálfarana, væri sterkara og hæfara heldur en lið Kortsnojs, hann benti eingöngu á það að hæfileiki aðstoðarmanns til að hvetja á erfiðum augnablikum og hæfni hans til að skilgreina skákir á gaumgæfilegan hátt væri dýrmætari en sterk taflmennska. Hann sagði að það væri sök Kortsnojs ef hann gæti ekki fengið góða aðstoðarmenn, vegna þess að það væri enginn sem gæti fellt sig við hið erfiða lundarfar Kortsnojs. Aðeins einn stórmeistari, Steen frá Englandi, hefði haldið út allt einvigið i Bagió. Shamkovits, sem er mikils metinn skákfræðingur, hefði komið til aðstoðar í Meranó og með aðstoð hans hefði Kortsnoj unnið 6. skákina. En það leið ekki á löngu þar til Shamkovits fór frá Meranó þar sem hann lynti ekki við yfirboðara sinn. Karpov hældi skipulagnngu ein- vígisins svo og hæfni dómaranna. En hann sagði þó að það hefði verið leitt að enginn dómaranna skyldi kunna rússnesku, móðurmál beggja kepp- enda. Það hefði orðið til þess að Kortsnoj hefði getað brugðið fyrir sig óviðurkvæmilegu orðbragði á tíma- bilinu milli níundu og tólftu skákar- innar. Uppgangur skáklistar Hinn þrítugi heimsmeistari Iýsti mikilli ánægju yfir þeirri staðreynd að skák væri orðin afar vinsæl um heim allan. Hún væri í sérstöku uppáhaldi í Sovétríkjunum. Hann lagði áherslu á að hann væri fulltrúi fjögurra milljóna skákmanna í Sovét- ríkjunum sem sameinuðust undir eitt merki í sovéska skáksambandinu. í raun og veru væri tefld skák á hverju heimili í Sovétríkjunum. Á okkar tímum hefði skák þróast hröðum skrefum á Vesturlöndum og það væri að miklu leyti að þakka þvf að komið hefði fram á sjónarsviðið þar á sjö- unda og áttunda áratugnum hópur afbragðsskákmanna með Fischer í fararbroddi. Vinsældir skákarinnar í sósialísku löndunum voru fyrr á ferð- inni: Karpov benti á það að á undan- förnum árum hefði sovéska lands- liðið, sem samsett væri af sterkustu skákmönnum Sovétríkjanna, átt fullt í fangi á mótum, einkum í viðureign við Ungverja sem væru ólympíu- meistarar. Tefiandi heimsmeistari Heimsmeistarinn sjálfur gerir allt sem hann getur til að efla framgang og vinsældir skákarinnar i Sovétríkj- unum og heiminum öllum. Hann er óþreytandi i þvi hlutverki og leggur á sig mikla vinnu f þvi sambandi. Hann er í ritstjórn tfmaritsins „64-skák- timarit” og vinnur að hagfræði- rannsóknum við Moskvuháskóla. Þegar hann var spurður hvernig hann færi að því að koma öllu þessu í verk brosti hann, yppti öxlum og sagði: „Ég veit það ekki alveg sjálfur. Ég álít að það sé vegna þess að ég hef lært að meta tímann frá bernsku. Ég hef lært að láta ekkert augnablik fara til spillis og þar af leiðandi hef ég þróað með mér sjálfsaga.” Anatoly Karpov sagði að hann hefði í hyggju að halda það loforð að vera teflandi heimsmeistari er hann gaf árið 1975. „í febrúar mun ég taka þátt í hinu heföbundna stórmeistara- móti í Mar-del Plata og það var þar sem ég varð fjórði í röðinni fyrir ári.” Það ersjaldgæft að heimsmeist- arinn skuli ekki vera i efstu sætunum. Auk þess sagðist heimsmeistarinn hafa í hyggju að taka þátt í 4—6 skákmótum á næsta ári og auðvitað ólympíuskákmótinu í Lucerne.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.