Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 18
18
DAGBLAD1D& VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
íslenzku
jólasveinamir
fræðing um sögu þeirra, innræti og útlit
Það má telja öruggt að jólasveinarnir
islensku lifi í hugum fólks þann tíma
sem jólahátíðin stendur yfir — og
jafnvel í sumum tilvikum lengur. Jóla-
sveinninn sem slíkur auðgar að vissu
leyti jólastemmninguna. Hann veitir
jólunum einhvern rómantískan blæ og
gefur þeim hugljúfan þokka I þessu
svartasta skammdegi.
En hver er saga islensku jóla-
sveinanna? Hvenær koma þeir til
sögunnar? Eru þeir ennþá hinir sömu
og þeir voru á árum áður?
Þessar spurningar voru lagðar fyrir
Árna Björnsson þjóðháttafræðing,
sem er sögu jólasveinanna vel
kunnugur. Hann var fyrst spurður að
því hver raunverulegur fjöldi þeirra
væri.
13 eða 9
„Það er mjög erfitt aðsegjanokk-
uð til um fjölda þeirra. Það eru tvær
tölur sem haldið er á lofti. Annars veg-
ar talan 13 og hins vegar 9. Eina
heimildin fyrir því hver fjöldi þeirra á
að vera eru þjóðsögur Jóns Árnasonar.
Þar segir að þeir séu 13 að tölu. En
þetta er náttúrlega bar ein heimild og
því verður að taka þessari fullyrðingu
með varúð.
Það má vel vera að einhver heimild-
armaður Jóns hafi búið til þessa tölu
sjálfur. Fólk hafi siðan trúað henni upp
frá þvi vegna þess eins að hún var
komin á bók. Eins og við vitum, þá
trúði fólk á fyrri tímum nær möglunar-
laust áallt sem stóð í bókum.
Ég hef mikið verið að spyrja fólk,
sem fætt er á timabilinu 1880 til 1910,
um fjölda jólasveinanna og þvi ber
ekki saman um hvort þeir séu 9 eða 13
eða jafnvel að fjöldi þeirra sé óviss.
Við verðum vissulega að taka tillit
til þess að þetta fólk hefur nær alla
vitneskju sína úr bókum og þá aðallega
úr þjóðsögum Jóns-Árnasonar sem út
komu á árunum 1862 til 1864. Þær
höfðu gífurleg áhrif á alla skoðana-
myndun i landinu. Ef eitthvað var á
annað borð komið á bók, þá var það
rétt. Þannig var hugsunin í þá daga og
er jafnvel enn.
í skynsamlegu
samhengi
Greinilegt er að fjöldi jólasveinanna
er mjög á reiki. En eru þessar tölur,
sem nefndar eru, að uppruna íslenskar?
,,Já, þær eru algjörlega íslensk hug-
mynd. Ég hef hvergi rekist á ákveðna
tölu í þessu sambandi í öðrum löndum.
,Þar er aldrci talað um ákveðinn fjölda
jólasveina. Venjulegast er jóla-
sveinninn bara einn eða þeir eru margir
og þá er alveg óviss tala um fjölda
þeirra.
Aftur á móti er fjöldi jólasveinanna
hér á landi settur í eitthvert
skynsamlegt samhengi. Annaðhvort
eru þeir 13, sakir fjölda jóladaganna
sjálfra, eða þeir eru níu eins og segir i
kvæðinu; níu nóttum fyrir jól / kem ég
til manna. Það er sem sagt eitthvert
kerfi sett inn í dæmið hér á landi sem
ekki er gert erlendis. ísland er því
algjört einsdæmi hvað þennan ákveðna
fjöída jólasveinanna snertir.”
En hvað er hægt að segja um
nafngiftir jólasveinanna okkar og
innræti þeirra?
En hvað nafnagiftir þeirra snertir
veit ég ekki betur en þær séu komnar
frá okkur sjálfum. Að minnsta kosti er
þetta ekki innflutt. Þó eru til hliðstæð
nöfn í Noregi og Finnlandi. Þau eru
mjög skyld nöfnum okkar jólasveina
og merkja raunar nokkuð svipað.
Hvort þetta er tilviljun eða áhrifa hefur
gætt milli landa er erfitt að segja um.
Hitt er víst, að þessar þjóðir bjuggu
áður fyrr við mjög keimlík kjör og
íslendingar og nafngiftir og innræti
jólasveinanna eru því úr sama um-
hverfir komnar. Fólk var svangt i
þessum löndum og því var eðlilegt að
jólasveinana langaði í mat. Og marga
langaði auðvitað að stela sér mat.
Leifar afgömium
frjósemisguðum
Það var siður á árum áður, að fólk
hengdi matarbita út á afvikinn stað á
bænum handa jólasveinunum. Sá biti
hvarf iðulega um nóttina. Ekki af völd-
um jólasveinanna heldur einhvers af
heimilisfólkinu sem að sjálfsögðu var
sársvangt. Þannig hefur goðsögnin um
jólasveinana lifað í gegnum árin.”
En er eitthvert samband á milli goð-
sagnarinnar um jólasveinana og þeirra
guða sem dýrkaðir voru á fyrri öldum?
„Það getur vel verið, en menn hafa
lítið hugleitt það. Þó eru til menn sem
hafa bent á að jólasveinarnir séu leifar
af gömlum frjósemisguðurti. Þeir hafi
verið ótal margir, einn t.d. fyrir
hafrana, annar fyrir byggið o.s.frv.
Þessir guðir hafi siðan dottið upp fyrir
þegar hinn eini og sanni guð hafi verið
útvalinn. En þessir guðir hafi alltaf
lifað meira og minna með fólkinu og
jólasveinarnir séu leifar af þeim. En við
verðum að lita á þessa tilgátu sem
hverja aðra kenningu.”
Hvað með fatnað og ytra útlit jóla-
sveinanna. Hefur það haldist óbreytt
fráöndverðu?
,,Nei, varla er nú hægt að segja það.
Engar myndir eru til af þeim frá fyrri
tímum og almenningur hafði því enga
ákveðna fyrirmynd fyrir framan sig
sem gat ákvarðað útlit þeirra.
Allirmeð
smunafni
Við Íslendingar eigum þá sérstöðu
meðal þjóðanna að fjöldi jólasvein-
anna er tilgreindur og meira en það.
Þeir eru nefndir hver með sínu nafni.
Þetta er að mínu mati ákaflega
skemmtileg og ánægjuleg sérstaða sem
ég vona að verði við haldið. Þetta er
kannski aðallega útvarpinu að þakka.
Það byrjaði á sinum tima þegar það
hóf rekstur sinn um 1930, að nota hin
gömlu nöfn jólasveinanna. Þetta hefur
sem betur fer haldist til okkar daga.
Þannig verður þessi margbreytni til hjá
okkur.
En hvað ytra útlit jólasveinanna
snertir, þá verðum við að gera okkur
grein fyrir því að elstu heimildir gera
ráð fyrir að jólasveinarnir séu synir
Grýlu og Leppalúða. Fyrst voru þeir
ætlaðir einhvers konar jötnar og heljar-
menni og fyrir þær sakir ákaflega
Ijótir.
Það er síðan ekki fyrr en á 19. öld að
þeir fara að mildast eitthvað I útliti.
Þeir eru ekki lengur tröll og mannætur
en samt sem áður eru þeir áfram stórir
og ljótir og mikil hrekkjusvin.
Það er merkilegt að þessa viðhorfs
gætir ennþá í jólasveinakvæðum
Jóhannesar úr Kötlum, með teikning-
um eftir Tryggva Magnússon, sem út
koma í kringum 1930. Þar eru þeir
Ijótir mjög og luralegir karlar. Samt
sem áður eru þeir komnir með
einhverja norska skotthúfu. Það er það
eina sem í rauninni hefur breyst. Enn
þann dag í dag er þeim lýst á þann veg
sem Tryggvi teiknaði þá fyrir um rúm-
lega 50 árum síðan. Þeir voru að sjálf-
sögðu svolítið menningarihald, þeir
Tryggvi og Jóhannes. Þess vegna hafa
þeir viljað viðhalda þessum gamla svip
jólasveinanna íslensku I stað þess að
hverfa að ímynd sankti Kláusar, sem þá
er kominn fram á sjónarsviðið hér á
landi. Hann er hálfgerð andstæða
íslensku jólasveinanna. Fallega
klæddur, með mikið hvítt skegg,
gamall og mjög vinalegur.
Það hefur sem sagt verið hinn alþýð-
legi klæðnaður sem hefur ráðið í sam-
bandi við okkar jólasveina?
,,Já, það má segja það. Þessi durgs-
legi bændaklæðnaður.”
Verslunar-
agentar
En hvenær var byrjað á því að per-
sónugera jólasveinana. Setja þá á svið
og leika þá?
,,Ég veit ekki til þess að okkar gömlu
jólasveinar hafi stigið á svið. Þeir hafa
heldurekki verið notaðir sem einhverjir
verslunaragentar í búðum. Það hefur
að minnsta kosti ekki verið gert til
þessa.
Hitt er annað mál að jólasveinninn í
ímynd heilags Nikulásar er ávallt per-
sónugerður um hver jól. En ég held ég
geti fullyrt að sú týpa komi ekki fram í
verslunum fyrr en upp úr 1950. Það er i
rauninni mjög merkilegt hvað þetta er
seint. Hver ástæðan er, veit ég ekki um.
En vissulega má segja að áhrif sankti
GUjagaur, sá sem stelur froðunni ofan
af mjólkinni meðan Jjósakonan talar
við fjósamanninn.
Teikn. Tryggvi Magnússon.
Kláusar sem hins gamla og virðulega
jólasveins hafi valdið þessu. Hann varð
ekki viðurkenndur meðal okkar fyrr en
svo seint.”
En fyrst ekki voru til myndir af ís-
lensku jólasveinunum á fyrri öldum, þá
hlýtur útlit þeirra að hafa verið mikið á
reiki milli landshluta. Erekki svo?
„Jú, það er alveg rétt. En ég hef
ákaflega fáar vísbendingar um þær
hugmyndir fólks sem það gerði sér af
útliti jólasveinanna á fyrri tímum. Þó
eru nokkrar til. Ein er sú, að þeir hafi
verið stórir og ljótir. og luralegir og hún
er einna viðurkenndust. Önnur segir,
að þeir hafi verið tómur búkur upp úr
og niður úr. Hin þriðja segir að
þeir hafi verið klofnir upp í háls,
þ.e.a.s. eintómir fætur. En tvær hinna
siðarnefndu útskýringa eru örugglega
komnar frá Noregi, enda eru þær
báðar frá Austfjörðum þar sem mikiði
var um Norðmenn á fyrri öldum.”
En þessar tvær hugmyndir manna
um fjölda jólasveinanna. Eru þær ekki
beinlínis út af mismunandi hug-
myndum manna um útlit þeirra?
Mismunur milli
landshluta
„Jú, vissulega. Við vitum að þessar
tvær tölur voru komnar fram á sjónar-
sviðið upp úr 1860, áður en nokkur
jólasveinaáhrif fara að koma utan frá.
Tölurnar 13 og 9 eru báðar nefndar á
þessum tímum. Menn hafa verið að
velta þvi fyrir sér að talan 13 sé upphaf-
lega komin úr sveitum sunnan og vest-
an lands, en talað 9 sé ættuð frá
Norður- og Austurlandi. Tölurnar hafi
sem sagt skipst á milli biskupsdæm-
anna, sem þá voru við lýði. Þetta eru
mjög líklegar getgátur og raunar má
telja eðlilegt að ekki hafi sömu tölurnar
gilt á miili landshluta, því engin blöð
voru til á þessum tíma og allar sam-
göngur voru erfiðar.”
En hvenær koma nöfnin til sögunn-
ar?
„Þau koma fyrst fram í sögum Jóns
Árnasonar. En það er rétt að benda á
það að þau nöfn sem víð þekkjum í
dag, t.d. Gáttaþefur, Hurðaskellir
o.s.frv., gat að lesa i fyrstu útgáfu
þjóðsagnanna sem út kom I Leipsig
árið 1864 og það eru þau nöfn sem fólk
þekkir. En vegna fjárskorts var ekki
nema helmingur þjóðsagnanna gefinn
út um þetta leyti.
Seinni hluti þeirra kom ekki út fyrr
en á síðustu áratugum og þar kemur í
ljós að til eru allt önnur nöfn yfir jóla-
sveinana en tilgreind eru i fyrstu útgáf-
unni. Þar koma fram nöfn eins og Týf-
ill, Tútur, Baggi og Lútur o.s.frv. Þessi
nöfn eiga sér raunar samsvörun í
sænskum og finnskum þulum sem not-
aðar voru i ákveðnum leikdansi en þar
eru þetta ekki jólasveinanöfn.
En þessi nöfn gjalda þess að þau birt-
ust sjónum almennings of seint. Hin
hafa öðlast fastan sess í hugum fólks og
eru talin hin einu og sönnu í dag. Hitt
er annað mál að þessi nöfn eru alveg
jafn sennileg. En það er eins og með
annað sem birtist í bók á þessum árum.
Fólk trúði því möglunarlaust sem þar
var sett fram. Þess vegna eru nöfnin
Gáttaþefur, Hurðaskellir o.s.frv. við
lýði í dag en ekki hin.”
-SER.
Þeir jólasveinar nefndust,
— umjólin birtust þeir.
Og einn og einn þeir komu,
en aldrei tveir og tveir.
Lœvísir á svipinn,
þeir leyndust hér og þar,
til óknyttanna vísir
ef enginn ncerri var.
Og eins, þó einhver sœi,
var ekki hikað við
að hrekkjafólk — og trufla
þess heimilisfrið.
Bókin Jólin koma var prýdd myndunum eftir Tryggva
Magnússon. Hér er Stekkjastaur, sá er fyrstur kemur.