Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 22
22
fULL BÚÐ
pfUWJMVÖRmj,,
Ýmsar skemmtilegar og þægilegar vörur
fyrir heimilisketti og hunda:
Kattatoilet í miklu úrvali •Töskur
Burstar • ólar • Sjampó
Leikföng • Vítamín — færir
dýrunum vellíðan og
hraustlegt útlit • Og margt
fleira — m.a. efni til að bægja
köttum frá húsgögnum.
Höfum opnað nýja verzlun
að Hamraborg 12 í Kópavogi
GULl
BÚÐIN
Aðalstrætí 4, (Físchersundí) Talsímí 417 57
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
ffí Bridge
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Aðalsveitakeppni félagsins lauk sl.
miðvikudag með sigri sveitar Sævars
Þorbjörnssonar. Auk hans spiluðu í
sveitinni Jón Baldursson, Valur Sig-
urðsson og Þorlákur Jónsson. Fyrir
síðustu umferð var sveitin í öðru sæti,
fjórum stigum á eftir sveit Jakobs R.
Möller. í siðustu umferð unnu Sævars-
menn sveit Egils Guðjohnsen 20 gegn—
2 á meðan Jakobsmenn töpuðu fyrir
sveit Sigmundar Stefánssonar, 3 gegn
17. Sveit Jakobs varð í öðru sæti en
auk hans spiluðu i sveitinni Björn
Eysteinsson, Guðbrandur Sigurbergs-
son, Guðmundur Hermannsson og
Hrólfur Hjaltason.
Röð efstu sveita varð þessi:
SIÍB
Sævflr Þorbjörnsson 212
Jakob R. Möller 199
Kart Sigurhjflrtarson 190
Siguröur B. Þorsleinsson 189
Örn Arnþórsson 188
Eglll Guöjohnsen löö
Þórarínn Sigþórsson lóO
Aöalsteinn Jörgensen 151
Að lokinni sveitakeppninni á mið-
vikudagskvöld var spiluð létt rúbertu-
keppni með útsláttar fyrirkomulagi.
Þar sigruðu Gestur Jónsson og Sverrir
Kristinsson eftir úrslitaleik við Sævar
Þorbjörnsson og Þorlák Jónsson.
Næsta spilakvöld hjá félaginu verður
6. jan. en þá hefst hin árlega Board a
Match keppni um Stefánsbikarinn.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Lokið er nú 10 umferðum í sveita-
keppni deildarinnar.
Spilaðir eru stuttir leikir og taka 12
sveitir þátt i keppninni.
Staða efstu sveita er þessi:
stig
1. sveit Jóns Stefánssonar 169
2. sveit Lárusar Hermannssonar 161
3. sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 129
4. sveit Sigmars Jónssonar 118
5. sveit Erlends Björgvinssonar 114
6. sveit Hjálmars Pálssonar 111
Næst verður spilað þriðjudaginn 5.
janúar í Drangey, Síðumúla 35.
Keppnisstjóri er Jón Hermannsson.
Bridgefélag
Breiðholts
Þetta er plata
sem yljar í skammdeginu
NYPLATA
Upp á himins biáum ._
HHð A:
Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson syngja við
undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. Þar á meðal eru lögin:
Sólskríkjan, Hríslan og lœkurinn og Smaladrengurinn.
HHO B:
Jóhann Konráðsson syngur við undirleik Fritz Weisshappel.
Þar á meðal eru lögin: Ætti ég hörpu, ífjarlægð, Lindin,
Gígjan og fleiri gamlir kunningjar.
/ y-=n ÚTGÁFAN
Gránufélagsgötu 4 — Akureyri — Sími 96-22111.
K YNNING Á SNYR TIVÖR UM
FRÁ BOOTS
REYKJAVÍK, laugard. 19. des. kl. 13.00 TOP CLASS
Kynnir: Rúna Guðmundsdóííir, snyrtisérfræðingur.
(f^nf^íigmd (fffff\mulcb
Síðastliðinn þriðjudag var spilað
jólarúbertubridge og mættu átján pör.
Voru veitt peningaverðlaun fyrir fyrsta
sætið og ennfremur voru veitt auka-
verðlaun fyrir þrettánda sætið.
Úrslit urðu þessi:
1. Helgi Nielsen-Alison Dorash 31
2. -3. Eiður Guðjohnsen-GuflbrandurGufljohnsen 29
2.-3. Baldur Bjartmarsson-Guðm. Þóröarson" 29
13. Hreiðar Hansson-Kristinn Helgason
Næst verður spilaður eins kvölds tví-
menningur 5. jan. og eru allir vel-
komnir. Spilað er í húsi Kjöts og Fisks,
Seljabraut 54, kl. hálfátta.
Að lokum óskar félagið öllum
spilurum gleðilegra jóla og vonast eftir
að sem flestir mæti hressir og kátir á
nýja árinu.
Bridgefélag V-Hún.
Hvammstanga
Sunnudaginn 6. des. var spiluð bæja-
keppni við Blönduósinga á 5 borðum,
fyrri umferð þessa vetrar. Leikar fóru
þannig að Blönduósingar sigruðu á 4
borðum en Hvammstangamenn á 1
borði, stigatala 69 gegn 31. Nýlokið er
5 kvölda aðaltvímenningi félagsins.
Röð efstu para:
stie
1. Jóhannes Guðmannss.-Björn Friðrikss. 607
2. Unnar Guðmundss.-Marteinn Keimarss. 560
3. Baldur Ingvarss.-Eggert Levy 559
4. örn Guðjónss.-Einar Jónss. 547
5. Eyjólfur Magnúss.-Aðalbjöm Benediktss. 545
Meðalskor var 540
Hreyfill — Bæjar-
leiðir - BSR
6 umferðir eru búnar af sveitakeppn-
inhi. Röð efstu sæta er sem hér segir:
Slig
1. Svelt Birgis Sigurðssonar 111
2. Sveit Daníels Halldórssonar 107
3. Jóns Sigurðssonar 87
4. Guðlaugs Nielsen 82
5. Gísla Sigurtryggvasonar 59
6. Ásgríms Aðalsteinssonar 58
Næsta umferð verður spiluð 4.
janúar nk. kl. 20. Spilað verður í sam-
komusal Hreyfils.