Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 36
36
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
íslenzk
borðstofusett
Veljum
íslenzkt
veljum vandað
Mjög hagstætt verð
og góðir greiðsluskilmálar
Lítið inn og skoðið
okkar mikla húsgagnaúrval
Verzliö þarsem úrvaliö er
mest og kjörin bezt
Trésmiðjan
»___________
Dúnahúsinu
Síðumúla 23
Sími 39700
MaxEuwe
Með dr. Max Euwe er genginn heið-
ursmaður sem setti mark sitt á skáksög-
una um 60 ára skeið. Fyrst sem ungur
upprennandi skákmaður, síðan heims-
meistari í skák og loks er honum var
trúað fyrir ábyrgðarmesta hlutverkinu
innan alþjóðaskáksambandsins, FIDE,
forsetastarfi þess.
Max Euwe var af hollensku bergi
brotinn, fæddur í smábæ skammt fyrir
utan Amsterdam. Fljótlega komu í ljós
miklir skákhæfileikar hjá pilti, hann
var ekki nema 10 ára gamall þegar
fyrsti sigurinn vannst, efsta sæti í skák-
móti Amsterdam-borgar. Vmsir þótt-
ust sjá þarna undrabarn í skáklistinni,
en foreldrunum var meira í mun að
drengurinn lyki námi sínu ótruflaður,
og því voru ekki fleiri mót á dagskrá
næstu árin. En um og eftir 1925, þegar
Euwe var orðinn doktor í stærðfræði,
gat hann snúið sér aftur aðskáklistinni.
Hann atti kappi við fremstu meistara
þess tíma, tefldi einvígi gegn Alechine
1926 og tapaði naumlega 4 1/2:5 1/2.
Árið 1931 tefldi hann einvígi gegn
Capablanca sem tapaðist 4:6, en hélt
síðan jöfnu gegn Flohr i einvígi 1932. Á
þessum tíma stóð Euwe í skugga jötn-
anna tveggja, Alechines og Cpablanca.
Margir töldu hann skorta herslumun-
inn gegn þessum tveim, enda taldi
Alechine sig ekki í neinni hættu er hann
mætti Euwe í einvígi um heimsmeist-
aratitilinn árið 1935. En margt fer
öðruvisi en ætlað er. Eftir 30 skáka
baráttu stóð Euwe uppi sem sigurveg-
ari, 15 1/2:14 1/2 og heimsmeistara-
titillinn hafði skipt um eigendur. Fram
til þessa höfðu heimsmeistararnir hald-
ið dauðahaldi í titil sinn, og helst ekki
viljað hætta honum í keppni við hættu-
legustu andstæðingana. En Euwe gaf
Alechine færi á öðru einvígi tveim ár-
um síðar og flestum á óvart náði
Alechine að sigra. „Allir töldu víst að
Euwe myndi tapa einvíginu 1935, en þá
vann hann. En þegar flestir töldu hon-
um sigurinn vísan 1937, tapaði hann,”
sagði bandaríski stórmeistarinn R. Fine
síðar meir. Eftir síðara einvígið gegn
Alechine komst Euwe aldrei aftur í
færi við heimsmeistaratitilinn.
Alechine tók enga áhættu, forðaðist
Laugavogi 89. Simi 22453. Austurstræti 6. Sími 22450.
Póstsendum
Teg.5127
Loöfóöraöir meö hrágúmmísóla
Litir svart, dökkblátt rauöbrúnt
ogkaki
StærðirL: 40-46
\ 430.
Teg. 100
Randsaumaðir (Goodyear)
Leöur kúrekastígvól með ieöursóla.
Stæröir 40—48
Leöurlitur
Verðkr. 880,-
ÞORSTEINN MA TTHÍASSON
i DAGSiNS
JL0 _ __ _
Rætt við nokkra áT%
samferðamenn %*rMWMW
I dagsins önn
Þorsteinn Matthíasson skráði
Nú er komið f jórða bindið af þessum fróðlegu ævi-
þáttum. I þessa þætti er ekki valið eftir vegtyllum
eða mannvirðingum. Hér eru alþýðumenn og konur
að segja sögu sina en þó sumt þeirra landsþekkt
fólk. Sagnir af lifsbaráttu til sjávar og sveita á liðn-
um árum. Þessar bækur eru fróðleiksnáma um þau
erfiðu og fjölbreyttu kjör sem eru að verða okkur
hulin fortið.
Sögumenn:
Friðgeir Þorsteinsson, útgerðarmaður, sjómaður og oddviti á Stöðvar-
firði. _____
Hallgrimur Egilsson, garðyrkjumaður, Hveragerði.
Haraldur Kristinsson, frá Núpi, sjómaður, bóndi og smiður.
Hinrik Vilhjálmur tvarsson I Höfnunum, útgeröarmaður, formaður og
refaskytta og siðast en ekki sist faðir söngstjarnanna okkar Elliar og
Vilhjálms. ------
Jónas Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, bóndi, bústjóri á Skriðu-
klaustri og verslunarstjóri.
Marinó Guðfinnsson, Seyðfirðingur, sjómaöur og vaktmaður.
Páll Einarsson, Mýrdælingur, sjómaður og bóndi, lengi fjósamaður á
Vifilsstöðum og Bessastöðum.
Þorbjörg Árnadóttir, hjúkrunarkona, hefur unnið ómetanleg störf^k
I sjúkdómsvörnum og hjúkrun, auk þess skrifað nokkrar bækur.
þá sem honum gat staðið ógn af og það
var ekki fyrr en eftir dauða hans 1946,
að fastmótaðar reglur voru settar um
heimsmeistarakeppnina í skák. En þá
var Euwe kominn af léttasta skeiði,
Sovétmenn héldu innreið sina í sali
Caissu og Botvinnik varð heimsmeist-
ari árið 1948. Árið 1953 gerði Euwe
lokatilraunina, er hann tefldi um
áskorendaréttinn gegn Botvinnik á
millisvæðamótinu i Ztirich. Fimmtán
fremstu skákmenn heims tefldu tvö-
falda umferð, enda reyndi mjög á út-
hald keppenda. Hinn 52ja ára gamli
Euwe byrjaði mjög vel, vann Kotov í 1.
umferð og Geller á stórglæsilegan hátt í
2. umferð. En síðan fór aldurinn að
taka sinn toll. Fimmti klukkutíminn er
erkióvinur eldri skákmanna og margar
skákir Euwe enduðu einmitt á sorgleg-
an hátt, þegar inn á þetta hættusvæði
var komið.
Að millisvæðamótinu loknu lét
Euwe sér nægja minni háttar skákmót,
svo og ólympíuskákmót, en þar stóð
hann sig jafnan mjög vel. Euwe var
fremstur hollenskra skákmanna um
langt árabil. í viðtali sem haft var við
Euwe áttræðan var ekki um neina
minnimáttarkend að ræða hjá gamla
manninum: „Ég tel mig geta náð jafn-
Skák
Jóhann Örn
Sigurjónsson
tefli gegn flestum hollensku skákmönn-
unum, jafnvel enn þann dag í dag, en
ég get ekki náð frumkvæðinu gegn
þeim.” Þegar Euwe hætti þátttöku í
opinberum skákmótum, sneri hann sér
af fullum krafti að uppbyggingu FIDE.
Erfiðasta hlutverkið var honum lagt á
herðar þegar Fischer og Spassky tefldu
hér á landi um heimsmeistaratitilinn ár-
ið 1972. Hvað eftir annað virtist „Ein-
vígi aldarinnar” ætla að sigla í strand,
en Euwe stýrði fram hjá öllum skerjum
og kom fleyinu í örugga höfn.
Skákir Euwe einkennast af rök-
hyggju visindamannsins. Þar ræður
engin ævintýramennska ríkjum, heldur
nákvæmni í öllum útreikningum. Skák-
ir hans eru jafnan hreinar og tærar.
Ekki treysti ég mér til að velja eina
þeirra fremur en aðra, heldur dreg nán-
ast blint úr fjársjóði skákasafns Euwe.
Hvítur: Euwe
Svartur: Speyer
SKÁKÞING HOLLANDS 1924.
Drottningarpesðbyrjun.
1. d4 d5. 2. RD Rf6 3. e3 c6
(Einfaldast og best er 3.. Bf5.) 4. c4 e6
5. Rb-d2 (Eftir 5. Rc3 dxc4 6. Bxc4 b5
er komin upp Merans vörn.) 5.. c5 6.
Bd3 Rb-d7 7. 0-0 b6? (Betra var 7..
Be7. Hinn gerði leikur er einungis tíma-
sóun.) 8. cxd5 exd5 9. e4! Bb7 10.
exd5 Bxd5 11. Hel+ Be7 12. dxc5
Rxc5 (Eða 12.. bxc5 13. De2 og svartur
nær ekki að hróka. Með hinum gerða
leik splundrar svartur þó ekki peða-
stöðu sinni.) 13. Bb5+ Kf8 14. b3 Bb7
15. Bb2 Rd3 16. Bxd3 Dxd3 17. Ha-cl
Hd8? (Svartur varð að leika 17... Hc8.
Nú fær hvítur færi á fallegri leikfléttu.)
abcdefgh
18. Hxe7! Bxf3 (Ef 18...Kxe7 19.
Ba3 + Ke8 20. Del + Re4 21. Hc7 Hd7
22. hxb7 Hxb7 23. Rxe4 og hvítur hefur
vinningsstöðu.) 19. Ba3! (Ef nú 19...
Bxdl 20. He3 + Kg8 21. Hxd3 og hvit-
ur vinnur mann.) 19.... Da6 20. Hc-c7!
Dxa3 21. Hxf7 + Ke8 22. Del + Gefið.
Svartur bjargar sér ekki frá máti. Ef
22... Re4 23. Rxe4 Hdl 24. Rd6+ Kd8
25. Hd7 mát.
Jóhann Örn Sigurjónsson.