Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 40
Dómur falKnn í máli bónda gegn Póst- og símamálastof nun:
Póstur og sími skaða-
bótaskyldur vegna eld-
ingar í gegnum símtól
— maðurinn hlaut alvarleg og varanleg meiðsl vegna eldingar í eyra í gegnum síma
Póst- og símamálastofnun hefur
verið dæmd til að greiða bónda
einum á Suð-Austurlandi 290 þúsund
krónur í skaðabætur. Málið var
höfðað á hendur stofnuninni vegna
slyss er bóndinn varð fyrir á heimili
sínu, er eldingu laust niður í símalínu
heim aðbænum.
Slysið átti sér stað í febrúar 1977.
Er talið líklegt að það hafi orðið með
þeim hætti, að bóndinn hafi tekið
heyrnartól af símtæki, sem var í and-
dyri á bænum, og borið að eyra sér.
Hljóp þá rafstraumur eldingarinnar
gegnum tólið, inn í eyra bóndans,
gegnum líkama hans og út í mið-
'stöðvarkerfi í anddyrinu. Missti hann
þegar meðvitund.
Foreldrar bóndans komu honum
til bjargar með lífgunartilraunum.
Hann hlaut hins vegar alvarleg og
varanleg líkamsmeiðsl við slysið. Var
varanleg örorka hans metin 65 í'o.
i Höfðaði bóndinn mál á hendur:
Póst- og sima og símamálastaofnun-
jinni vegna þessa. Voru dómkröfur
jþær að stofnunin skyldi greiða
honum, 2,2 millj. króna vegna
slyssins. Dómur í bæjarþingi
■úrskurðaði, að bóndinn skyldi fá kr.
290.000 í skaðabætur. Var Póst- og
símamálastofnun einnig dæmd til að
greiða 39.713.12 krónur í máls-
kostnað.
Forsendur dómsins voru meðal
annars þær, að slysið hefði orðið á
landssvæði, sem þekkt sé fyrir mikla
eldingahættu. Eldingavari á símalín-
um þar væri því sjálfsögð varúðar-
ráðstöfun. Hins vegar hefðu aðeins
tveir eldingavarar verið á simalínunni
er liggur að umræddum bæ, sem
þótti of lítið. Bóndinn hefði ekki
.orðið fyrir slysi hefði öryggisbúnaður
á símanum verið í lagi, að mati dóms-
(ins. Stofnunin taldist því skaðabóta-
pkyld, að því er segir í dómsniður-
stöðum. dómari í málinu var Bjarni
K. Bjarnason borgardómari.
-JSS.
Bömin í Melaskólanum vom kát og hmss á Lækjartorgi síödegis í gœr þrátt fyrír kulda og
rok. Þau söfnuöust saman á torginu með iuktir og fóru síöan fylktu iiði að skóla sínum þar
sem jólaskemmtun fór frem. (D V-mynd Friðþjófur)
Glæsileg getraun fyrir áskrif endur DV:
ÞRÍR BÍLAR í BOÐI
—sá fyrstí dreginn út27. janúar
Bókalisti DV:
Gunnars-
bókin enn
söluhæst
— ÓlafurThorsog
Skrifað í skýin í
öðruogþriðja
sæti
Samtalsbók Gunnars Thoroddsen og
Ólafs Ragnarssonar er enn í efsta sæti á
bókalista Dagblaðsins og Vísis yfir
söluhæstu bækurnar. Að þessu sinni
var eingöngu könnuð bóksalan í
vikunni sem er að líða.
Bókin um Gunnar Thoroddsen var í
nokkrum sérflokki að þessu sinni, fékk
82 stig af hundrað mögulegum, en í
öðru sæti var bókin um Ólaf Thors
eftir Matthías Johannessen og fékk hún
66 stig.
Sem fyrr er bókalistinn gerður
þannig, að tíu bokaverzlanir um allt
land gefa upp.lista yfir tíu söluhæstu
bækurnar, og er söluhæstu bókinni
gefin tíu stig, þeirri næstuníu o.s.frv.
Samanlögð stigatala ræður svo röð
bókannaálistanum.
„Skrifað í skýin” eftir Jóhannes
Snorrason varð í þriðja sæti, „Háska-
för á norðurslóðum” eftir Alistair
McLean í fjórða sæti og „Lífsjátning”
Guðmundu Elíasdóttur, skráð af
Ingólfi Margeirssyni.varð í fimmta sæti
með 45 stig.
Af bókum, sem fengu allmörg stig en
náðu samt ekki inn á listann, má nefna
„Raupað úr ráðuneyti” eftir Vilhjálm
Hjálmarsson, „Ofsögum sagt” eftir
Þórarin Eldjárn, „Blöndalsættin” eftir
Lárus Jóhannesson, „Af Jökuldals-
mönnum og fleira fólki” eftir Þorkel
Björnsson, „Við heygarðshornið” eftir
Halldór Laxness, „GPU-fangelsið”
eftir Sven Hazel og „Öldin sextánda”
eftir Jón Helgason. -ATA.
Söluhæstu bækurnar
vikuna 11.t2.-17.12.
1. Gunnar Thoroddsen
2. ÓlafurThors
3. Skrifað I skýin
4. Háskaför á norðurslóðum
5. Lífsjátning Guðmundu Elíasd.
6. Stóra bomban
7. -8. Möskvarmorgundagsins
7.-8. Ástarsaga úr fjöllunum
Áskrifendur Dagblaðsins & Vísis
eiga þess kost að taka þátt i getrauna-
leik þar sem keppt er um þrjá glæsilega
bíla að heildarverðmæti 319 þúsund
krónur. Fyrsti vinningurinn, Isuzu
Gemini verður dreginn út 27. janúar
næstkomandi. Suzuki jeppi verður
dreginn út 28. apríl og Opel Kadett 28.
júlí. Nýir áskrifendur öðlast rétt til
þátttöku en aðeins verður dregið úr
svarseðlum skuldlausra áskrifenda.
Út hafa verið gefnir þrír getrauna-
seðlar vegna Isuzu bílsins og birtust
þeir í Vísi fyrir sameiningu blaðanna.
Raunar átti að draga um þann bíl í lok
nóvember en drætti var frestað vegna
prentaraverkfalls og síðar sameiningu
Dagblaðsins og Vísis. Þessir seðlar eru
að sjálfsögðu i fullu gildi, en fjórði og
síðasti getraunaseðillinn verður birtur i
DV miðvikudaginn 30. desember.
Áskrifendur fylla seðilinn út, með réttu
svari, og senda síðan seðilinn í umslagi
merktu: Dagblaðið & Visir, DV-get-
raunin, Þverholti 11, 105 Reykjavik.
Hér er um að ræða einn glæsiiegasta
getraunaleik sem efnt hefur verið til
hérlendis. Sjá nánar um vinningsbílana
ábls.8.
-SG.
frfálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR19. DES. 1981.
Ellefuárameð
falsaða ávísun
Ellefu ára drengur var tekin í vörzlu
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar eftir að hann reyndi að selja
Samvinnubankanum falsaða ávísun
upp á 500 krónur. Bankinn neitaði að
taka við ávísuninni þar sem hún var
þannig úr garði gerð. auk þess sem
drengurinn þótti í yngra lagi.
Eyðublaðið var úr hefti frá Sam-
vinnubankanum á Akranesi. Ekki
fannst ávísanahefti í fórum drengsins.
Drengurinn hefur margoft áður
komið við sögu hjá lögreglunni vegna
innbrota og ýmissa smábrota. Eins og
skýrt var frá í blaðinu í gær færist á-
vísanafals nú mjög í aukana og ættu
verzlanir að vera á varðbergi gagnvart
því.
-ELA.
Rjúpnaskyttumar:
Biðu íbílnum
„Við létum fyrirberast í bilnum frá
því klukkan þrjú í fyrradag.
Björgunarsveit Slysavarnarfélagsins á
Selfossi fann svo bilinn laust fyrr há-
degi í gær. Við vorum við ágæta heilsu,
enda vel búnir,” sagði einn rjúpna-
veiðimanna í samtali við DV.
Eins og blaðið skýrði frá í gær var
þriggja rjúpnaskytta leitað i fyrrinótt
og framundir hádegi í gær. Þá fannst
bíll þremenninganna í Heiðardrögum
við Leirá. „Við létum vita að þarna
myndum við leggja áður en við fórum
af stað. Vegna veðurs var ekki hægt að
ná fyrr til okkar, og ekki var viðlit að
koma bílnum í gang. Við biðjum fyrir
kærar þakkir til allra leitarmanna,”
sagði skyttan.
-SG.
Þingiðíjólaleyfi
Lokafundur sameinaðs þings fyrir
jólaleyfi hefst kl. 10 fyrir hádegi í dag,
laugardag. Náðist um það samkomulag
í þingflokkunum.
Lokaatkvæðagreiðsa um fjárlögin
verður á fundinum. Afgreiðslu lánsfjár-
laga hefur hins vegar verið frestað fram
yfir áramót.
-KMU/HERB.
Þingmenn munu halda litiu
jólin I dag og þá fer ríkis-
stjómin að pakka inn jóla-
gjafaá/ögunum.
c ískalt
Sevenup.
T>r
hressir betur.