Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Qupperneq 18
18 DAGBLAÐIÐ & VlSlR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. ,Karlmaöurinn á aó tjóma þjóðfélaginu” Hafa ekkert að gera innáþing En þú ert væntanlega á móti kvenna- framboðinu sem slíku? „Já, ég er algjörlega á móti því. Ég er alveg á móti því að konur fari yfir- leitt inn á þing og i bæjarstjórnir. Þær hafa ekkert þangað að gera. Ekki nokkurn skapaðan i.lut. Þær eiga sem sagt að vera á heimilinu og láta karl- manninn um stjórnmálin.” En konur hafa skoðanir á hlutunum rétt eins og karlarnir. ,,Jájá, þær hafa skoðanir, en þær eiga að láta þær blómstra innan veggja heimilisins, í uppeldinu og við hlið mannsins síns.” En þurfa skoðanir kvenna ekki ein- mitt að fá að njóta sín i löggjöfinni til þess að réttur þeirra og barnanna verði ekki fyrir borð borinn? ,,Nei, mér finnst bara að konan eigi að standa við hlið mannsins. Karlinn á þinginu, en konan bakvið tjöldin að síeöla að framgangi mála enrhún á ekki að vera á sjálfu þinginu. Hún á að láta hann um öll þessi mál.” Karlmaðurinn erhæfari Þú segir að konan eigi ekki að vera í hjónabandi ef hún er jafnframt í sljórnmálunum. En af hverju ætti karl- maðurinn að vera í hjónabandi fyrst hann er í stjórnmálum? „Stjórnmálin eru hans starfi. Karl- maðurinn er hæfari til þess að stjórna þjóðfélaginu en konan er hæfari til þess að vera masterinn á heimilinu.Hú n á að hugsa um heimilið, elda matinn, sjá um börnin, hugsa um fötin og þetta er ofsalega mikið starf og krefst gáfna.” En með þessu skipulagi, er þá ekki einmitt verið að útiloka föðurinn frá t.d. uppeldi barna sinna og snertingu við heimilið? „Neinei, það finnst mér alls ekki. Hann hefur alveg nógan tima til þess að umgangast börnin sín þegar hann kemur heim úr vinnunni.” Ungbörnin sofna milli klukkan 7 og 8 á kvöldin og það gerir I til 2 tíma snertingu við þau á virkum dögum. Næg snertíng „Já, cn hann er heima um helgar og kemur kannski heim í hádegismat. Hann þarf ekkert endilega að borða á vinnustaðnum. Hann getur alveg komið heim í hádeginu.” En þetta er ólíkt minni snerting? ,,Ja, ég veit ekki hvort svo er. Fólk getur alltaf fundið og gefið sér tíma með börnum sínum.” Þú segir að konan eigi að vinna heima cn karlinn úti. En eru kjör margra það góð að nóg sé að einungis annar aðilinn vinni úti? „Nei, að vissu marki ekki. En skýtur fólk bara ekki yfir markið? Gerir það ekki of miklar kröfur? Það vill meira og meira og miklu meira en það nokkru sinni þarf. Og þessvegna þarf það að vinna svona mikið. Ég held að flestir séu einmitt að skjóta yfir markið.” En verkamannahjón? Hafa þau yfir- leitt tækifæri til þess að skjóta yfir markið? „En verða þau ekki bara að gæta að sér og sniða ser stakk eftir vexti. Þau mega ekki eignast svo mörg börn að þau geti ekki framfleytt þeim.” Taka tí/lit tíi þjóðfólagsins En það hljóta samt að vera lág- marksmannréttindi að geta brauðfætt 2 til 3, jafnvel 4 börn. Eru það ekki mannréttindi að geta átt börn? ,,Jújú, en verðum við ekki að taka tillit til þjóðfélagsins? Það þýðir ekkert fyrir ungt fólk að ana út í hjónaband og eignast I barn á ári í mörg ár og geta síðar ekki framfleytt þeim fjölda sem á endanum er orðinn.” En verður þá ekki að breyta einhverju til móts við það að öllum gef- ist tækifæri að framfleyta börnum sinum? ,,JÚ, auðvitað vil ég hafa það þannig að allir séu jafnir og öllum líði vel. En fólk má bara ekki skjóta yfir markið eins og ég sagði áðan. Fólk verður að hugsa. Það verður að staldra öðru hverju við og hugsa um það hvað það sé að gera og spyrja sig, borgar þetta sig? Það erþessi tækni Fólk verður að spyrja sig þeirrar spurningar hvar það sé statt í lífinu. Fólk gerir þetta ekki og mér finnst eins og allir séu að verða eins. Allir með Haga-innréttingar, allir með Elektro- lux-heimilistæki. Allt eitthvað svona. Ég meina, af hverju er ekki hægt að gera hlutina mismunandi? Og það er þessi tækni sem er að koma yfir þjóðfé- lögin sem er að gera fólk að við- rinum.” En hvernig má forðast tæknina? ,,Við verðum að setjast niður og spyrja okkur hvað við viljum gera, hvað sé rétt og hvað sé rangt að gera og taka síðan ákvörðun um næstu skref okkar.” -SER. ÚTBOÐ - JARÐVINNA Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboðum í jarðvinnu við Eiðsgranda. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30 frá og með 15. febrúar gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15.00 á sama stað. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. HAND ALLIR MENNTA GETA SKÓLIM VELTUSUNDI 3 * ÍgP 101 REYKJAVÍK -C'- ■'. gtfa SfMI : 9 1/2 76 44 T ^ UERT AÐ ISLANDS TEIKNA Við bjóðum þór upp á námskoið f hoimanámi f: 1. Tciknun og málun. 1. önn (frá 12 áral: Lfnutoikning, skissun, ísómctría, Ijós og skuggi, uppstilling, hlutatoikning, umhvcrfis- tcikning. 2. Tciknun og málun. 2. önn (frá 12 ára ) (fyrir ncmcndur scm hafa lokið 1. önnl: fjarvídd, mynduppbygging, höfuðtcikning, plöntu- tcikning, toikning mannslíkamans. 3. Barnanámskcið 7—12 ára. TFL: Teiknun, föndur, brúðulcikhús. 4. Barnanámskoið 7—12 ára: Tciknun og föndur. 5. Barnanámskoið 7—12 ára: TL: Tciknun og brúðulcikhús. 6. Barnanámskcið 7—12 ára: T: Tciknun. 7. Barnanámskcið 6 ára: 6B: Tciknun og föndur. 8. Námskoið í skutlugcrð fyrir alla aldursflokka. 9. Námskcið f skrautskrift (frá 15 ára). 10. Námskcið í skilta- og lcðurgcrð (frá 15 ára). INNRITUN STENDUR YFIR. Frckari upplýsingar í síma 27644 cða að Vdtusundi 3,2. hæð, Rcykjavík. Ég óska cftir að: fá scnt kynningarrit HMÍ mér að kostnaðarlausu □ fá sont námskeið 1 □ — 20 — 3D — 4D — 5D — 6D — 7D -8D -»□ -10D Nafn Hcímílisfang PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins í Reykjavík Grétar Nikulásson gefur kost á sér í 2.-6. sæti í prófkjöri Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Stuðningsfólk athugið! Um holgina verður Grétar til viðtals að Háaloitisbraut 32. Upplýsingasíminn er 37442. STUÐNINGSMENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.