Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Page 5
5 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982. Samþykkt Fræðsluráðs: Óbreyttur rekstur Vogaskóla næsta vetur „Það var ákveðið að reka skólann áfram við óbreyttar aðstæður næsta vetur, en hvað þá tekur við hefur ekki verið ákveðið enn,” sagði Kristján Benediktsson, formaður fræðsluráðs, í samtali við DV í morgun, en á fundi Fræðsluráðs Reykjavikur i gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum breyt- ingum á Vogaskóla, þeim að færa kennslu 4. til 9. bekkjar yfir í Lang- holtsskóla. „Það liggur þó ljóst fyrir, að innan nokkurra ára kemur LangholLsskóli til með að geta tekið við öllum nemendum Vogahverfis.” — Þýðir þetta, að fyrirhuguðum breytingum hefur aðeins verið frestað? „Engin' ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá. Hugsanlegt væri að reka Vogaskóla áfram með einni bekkjardeild í hverjum árgangi. Þar sem skólinn þyrfti þá ekki að nýta allt sitt húsnæði mætti ef til vill nýta það undir annan skóla, borgina eða eitt- hvað annað. Hins vegar verður tekin upp samvinna strax næsta vetur við Langholtsskóla og munu nemendur 9. bekkjar Vogaskóla sækja þangað tíma i ýmsum valgreinum.” — Eru allir ánægðir með þessi mála- lok? „Það held ég, allir fræðsluráðsmenn greiddu þessu atkvæði nema Bragi Jósepsson, sem sat hjá. Þá voru skóla- stjórinn og tveir fulltrúar foreldra við- staddir og virtust þeir sætta sig vel við þetta. Hins vegar er málinu ekki lokið, það þurfa allir að leggjast á eitt um að finna skynsamlega lausn þar á,” sagði Kristján Benediktsson. -KÞ Framsókn á Seyðisf irði: Fjögur efstu sætin bundin Ellefu frambjóðendur voru í fram- boði vegna prófkjörs Framsóknar- flokksins á Seyðisfirði, sem fram fór á laugardag. Þátttakendur í prófkjörinu voru 137. Efstur var Þorvaldur Jóhannsson, sem hlaut 80 atkvæði í fyrsta sæti og alls 128. Annar varð Birgir Hallvarðs- son með 49 atkvæði í 1.—2. sæti og 105 atkvæði alls og í þriðja sæti varð Þór- dís Bergsdóttir með 54 atkvæði í 1.—3. sæti og 106 atkvæði alls. í fjórða sæti varð Friðrik Aðalbergsson með 70 at- kvæði í 1.—4. sæti og 117 atkvæði alls. Þessi fjögur sæti voru bindandi. í fimmta sæti varð Björn Á. Ólafs- son og i sjötta sæti Hreggviður M. Jónsson. Framsókn á nú 3 fulltrúa i bæjarstjórn Seyðisfjarðar. -JH/JG Seyðisfirði Alþýðubandalagið Seyðisf irði: 57 tóku þátt í opnu próf kjöri Opið prófkjör var hjá Alþýðubanda- laginu á Seyðisfirði á laugardag. Fram- bjóðendur voru alls 22 en þátt tóku 57 í prófkjörinu. Fjögur efstu sætin eru bundin eftir prófkjörið en þau skipa: I. Hermann Guðmundsson, með 37 atkvæði i I. sæti en 47 alls. 2. Gisli Sigurðsson nteð 45 atkvæði i I.—2. sæti og 49 alls. 3. Jóhanna Gísladóttir með 42 atkvæði í 1.—3. sæti og 48 alls og i 4. sæti Ljósbrá Guðntundsdóttir með 25 i 3.-4. sæti og 30 alls. Alþýðubandalagið á Seyðisfirði á nú einn fulltrúa í bæjarstjórn. -JH/JG Seyðisfirði Myndin sem símsend varmeðhraði tíl Helsinki Mjór er mikils vísir Það lá mikið á að símsenda þessa mynd til finnska sjónvarpsins í gær- morgun vegna viðtals sem sjónvarpa átti þar í landi um kvöidið. Viðmæl- andi hefur að vísu elzt töluvert síðan hún var tekin og margt drifið á daga hans á löngum stjórnmálaferli, en litli drengurinn sem lítur tilveruna svo alvarlegum augum af myndinni er enginn annar en forsætisráðherra okkar, Gunnar Thoroddsen. Hann situr nú fund Norðurlandaráðs i Helsinki. Það var Ljósmyndaþjónusta Mats Wibe Lund sem sá finnska sjónvarp- inu fyrir myndum í sambandi við við- talið, en einhverra hluta vegna kom- ust þær sem póstsendar voru ekki á leiðarenda i tíma. Myndin er tekin af konunglegum hirðfótógraf P. Brynjólfsson árið 1912. 829 þús- undílaun Aflaverðmæti Jóns Kjartanssonar frá Eskifirði á siðasta ári var 14.227 milljónir króna. Alls skilaði skipið 28.316 lonnum af loðnu á land og 1554 tonnum af kolmunna. Úthaldsdagar skipsins voru 206. Til gamans má geta þe.ss að laun skip- sljórans, Þorsteins Kristjánssonapvoru 829 þúsund. -Emil, Eskifirði Sendibfíar Ford Transit, árg. 1982, disil, ckinn 9000 km. Ford Transit árg. 1977, bensin, stöðvarpláss. Toyota Hi-Ace árg. 1977. Toyota Hi-Ace árg. 1980. Datsun E 20 árg. 1980. Mitsubishi — pick-up L 300 árg. 1981. Opið virka daga kl. 9—19 Opið laugardaga kl. 10-18 OQ QP BÍLASALAN BUK SÍÐUMÚLA 3-5- 105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 FORD TAUNUS1600 GL Kostar aöeins krónur 135.000,- Hvarfœrö þú meirafyrir peningana? Ford Taunus — Þýzktír gæðabfll Sveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.