Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982. 7 endur______, Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Kalt borð er einnig sígilt i fenningarveizlum. Stundum fylgja þvi einn eða tveir heitir réttir. fermingardagurinn er upppantaður, en enn er hægt að fá á hina ef pantað er strax. Kokkhúsið: Hægt er að fá heita rétti með forréttum og eftirréttum. Verðið fer eftir aðstæðum, fjölda fólks og því hvað pantað er. En sem dæmi má nefna að á dögunum var seldur hamborgarhryggur með forrétti og eftirrétti handa 50 manns á 150 krónur á mann. Árberg: Hægt er að fá hvers kyns heita réíti með forrétti eða súpu, eftir því sem hver vill. svo dæmi sé tekið um heitan rétt þá kostar marínerað lamba- læri með súpu 104 krónur á mann. Vissara er að panta sem fyrst. Rán: Þar er hægt að fá allar mögulegar gerðir af heitum mat. Svona til að nefna dæmi um verð kostar sitrónusteiktur lambahryggur 92 krónur á mann, grísasteik 120 og nautalundir 168. Súpa eða forréttur fylgir ekki með í þessu verði en vita- skuld er hægt að fá það með. Panta þarf með fjögurra daga fyrirvara. Við látum þá lokið þessu matartali. Auðvitað eru öll hótelin eftir. Það eru líklega þau sem helzt er hægt að fá mat hjá úti um land. -DS. Neytendablaðið: Sjónvarpið þver- brýtur eigin lög „Eru þessar reglur allt of oft þver- brotnar,” segir í nýjasta hefti Neytendablaðsins um reglur þær sem sjónvarpið og löggjafarvaldið hafa sett um auglýsingar. Reglur sjónvarpsins eru frá árinu 1976. Eínnig eru í gildi lög um viðskiptahætti frá árinu 1978. Brotið er í bága við margt af því sem í hvort tveggja er skipað. Reglur sjónvarpsins munu í endurskoðun. í Neytendablaðinu eru nefnd tvö dæmi um auglýsingar sem brjóta í bága við reglur sjónvarpsins. Auglýsing frá útgáfufyrirtækinu Samhjálp þar sem maður virðist hrapa til bana eftir að hafa verið eltur af öðrum. Brýtur þetta í bága við að auglýsingar mega ekki vekja ótta hjá áhorfendum og einnig að þær misbjóði ekki börnum. Hitt dæmið er um að kveðið er á um að ekki megi sama vafa auglýst oftar en 52 sinnum á ári. í Neytendablaðinu er hins vegar fullyrt að bæði Coke og Pepsi séu auglýst mun oftar. Að síðustu er svo nefnt dæmi um það þegar brotið er i bága við lög um viðskiptahætti. Það er þegar ryksuga er auglýst frá Philips. Hún er sýnd soga upp 3 kílóa lóð. í Neytenda- blaðinu segir hins vegar að flestum blandist ekki hugur um að þetta sé ekki hægt. Því sé hér brotin sú grein sem í segir að óheimilt sé að veita rangar upplýsingar í auglýsingum.-DS. „Ég lœt bankann ávaxta peningana mína." Bankinn getur ávaxtað peninga þína án nokkurs kostnaðar eða ánættu! Þeir hœtta engu sem leggja peninga sína inn á verðtryggðan bankareikning. Peningar á verðtryggðum bankareikningi eru lausir tvisvar á ári. Þœgileg viðskipti, íullkomið öryggi, engin sölulaun. Á verð- tryggðum bankareikningi íœrðu auk vaxtanna íullar vísitölubœtur. Inneign þín er meira að segja skattírjáls. Viðskiptabankamir Því segja nú sífellt fleiri: „Ég lœt bankann ávaxta peningana mína."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.