Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Þingmaðurinn smyglaði
hassi á þing Norður-
landaráðs
— Segir auðvelt að
ná í hassallsstaðar
á Norðurlöndunum.
EinnigíReykjavík
Gunnlaugur A. Jónsson frá Sviþjóð:
„Þetta var bara hugsað sem
uppákoma,” sagði danski þing-
maðurinn Ole Henriksen eftir að
hafa smyglað hassi inn á þing Norð-
urlandaráðs sem nú stendur í
Helsinki.
Var ekki um annað meira rætt á
þinginu í gær en þetta hasssmygl
danska þingmannsins og mæltist það
yfirleitt illa fyrir.
Henriksen kvaðst hafa keypt
hassið á Sergelstorgi í Stokkhólmi og
hafði það ekki tekið hann meira en
hálftíma að útvega hassið.
í sjónvarpsviðtali í gær sagði
Henriksen að hann hefði smyglað
hassínu með sér á þing Norðurlanda-
ráðs til að vekja athygli á, að það
væri ekki bara í Kristjaníu, sem
auðvelt væri að kaupa hass. Það
sama ætti líka við um allar höfuð-
borgir Norðurlanda, og tók hann sér-
staklega fram, að Reykjavík væri
ekki undanskilin.
Hann sagði það tvöfeldni hjá
Svíum að krefjast þess að Kristjaníu
yrði lokað á sama tima og hass væri
selt fyrir opnum tjöldum í Stokk-
hómi. — Svíar og Norðmenn hafa
haldið því fram að Kaupmanna-
höfn væri fíkniefnamiðstöð Norður-
landa.
Ýmsir fulltrúar á þingi Norður-
landaráðs urðu til þess að gagnrýna
Henriksen. Meðal þeirra fyrrum
félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Rune
Guttormsson, sem sagðist þeirrar
skoðunar að Danir ættu að senda
Henriksen heim af þinginu, þar sem
hann hefði brotið lög með því að
kaupa hass og smygla því síðan inn í
Finnland og inn á þing Norðurlanda-
ráðs.
Sorsa, forsætisráðherra Finnlands,
benti á að þar sem Henriksen nyti
pólitískrar friðhelgi á þinginu væri
tæpast að vænta nokkurra aðgerða
gegn honum.
Jörgensen, forsætisráðherra Dan-
merkur, reyndi að bera í bætifláka
fyrir danska þingmanninn og sagði
að Danir hefðu ekki í hyggju að
senda hann af þinginu.
Henriksen er þingmaður sósíalíska
þjóðarflokksins. Hann hélt blaða-
mannafund til þess að upplýsa að
hann hefði smyglað hassinu óáreittur
í gegnum tollinn, og hefði gert þetta
til að sýna fram á hve auðvelt væri að
verða sér út um hass annars staðar en
í Kjöben. ________
Vilja afnema
skólabfla-
skylduna í
Bandaríkjunum
Öldungadeild Bandaríkjaþings sam-
þykkti i gær lagafrumvarp sem gerir
ráð fyrir að endi verði bundinn á þá
aðferð skólayfirvalda til þess að jafna
hvítum og hörundsdökkum niður á
skólana að aka skólabörnum úr heima-
hverfum þeirra í skólabílum til fjarlæg-
ari skóla.
Frumvarpið á þó eftir að fara fyrir
fulltrúadeildina og þykir litill mögu-
leiki á að það hljóti samþykki þar öðru-
vísi en mikið breytt. — Fulltrúadeildin
hefur nýlega samþykkt frumvarp um
svipað efni sem ekki gengur eins langt
til afnáms þessum skólareglum.
Afgreiðsla frumvarpsins í öldunga-
deildinni þykir mikill sigur íhalds-
manna sem gera sér vonir um að knýja í
gegn á þessu ári frumvörp er banni
fóstureyðingar og ógildi úrskurð
hæstaréttar um bann við bænaleiðslum
í opinberum skólum.
Frjálslyndir höfðu tafið afgreiðslu
skólabílafrumvarpsins með málþófi
sem þeir héldu uppi í sjö mánuði.
Skólabílareglurnar mæltust misjafn-
lega fyrir þegar þær voru settar á sínum
tíma og mörgum þykir sem þær hafi
alls ekki orðið að því gagni sem ætlazt
var til.
TVEIR RAÐHERR-
AR SEGJA AF
SÉR í S-AFRÍKU
Tveir óánægðir ráðherrar í stjórn S-
Afríku sögðu af sér í gær. Er afsögnin
talin boða klofning í stjórnarflokkn-
um, Þjóðarflokknum.
í dag á að halda fund í þingnefnd
sem ákveður örlög 22 uppreisnar-
gjarnra þingmanna sem hafa ráðherr-
ann Andries Treurnict að leiðtoga.
Hann neitaði í síðustu viku að styðja
Botha forsætisráðherra í leynilegri at-
kvæðagreiðslu.
Dr. Treurnicht og ráðherra sá er
fjallar um menntamál blökkumanna,
Ferdie Hartzenberg, afhentu Bohta
Kjötkveðjuhátíð I Rio de Janero: Græskulaust gaman á yfirborðinu en í kjölfar
hennar fyigja morð og ofbeldisverk.
Kjötkveðjuhátíð
kostar mannslíf
í Ríó de Janeiro
Nýlega lauk hinni árlegu kjöt-
kveðjuhátíð Brasilíumanna. Stóð
hún að venju yfir i fjóra daga og að
henni lokinni lágu 300 manns í valn-
um. þykir þetta óvenju lág dánartala
í samanburði við fyrri kjötkveðjuhá-
tíðir.
í Rio de Janeiro voru framin 39
morð á meðan á kjötkveðjuhátíðinni
stóð, en 30 morð í Sao Paulo. Eru
þetta mun færri morð en árið áður
eða 30% færri í Rio de Janeiro. í allt
létust 150 manns í Rio í sambandi við
kjötkveðjuhátíðina, en 11.489 voru
fluttir slasaðir á sjúkrahús.
afsögn sína. Var það rétt áður en sá
frestur rann út sem Botha hafði gefið
þeim til að velja um tvo kosti: Annað-
hvort að styðja hann eða sæta brott-
rekstri úr flokknum sem setið hefur við
völd í S-Afríku i rúmlega 30 ár.
Er nú mikið spáð í það hvort dr.
Treurnicht, sem einnig hefur verið
leystur frá störfum sem leiðtogi
Þjóðarflokksins í Transvaal, muni
mynda nýjan flokk ásamt 17 öðrum
þingmönnum.
Dr. Treurnich tilkynnti fréttarit-
urum sl. mánudag að hann væri skilinn
aðskiptum við þjóðarfiokkinn.
Skæruliðum El
Salvador stjórn-
að frá Managua
— segja Haig utanríkisráðherra og Casey, forstjóri CIA
Tannpína svo um munar
Ffll: Ekkert
tannpfnu.
gamanspaug að fá
Fíllinn Holmuy, sem á heima
í dýragarði í S-Afríku, leið
hræðilegar þjáningar. Hann grét
af kvölum þegar hann átti að éta,
því að hann hafði fengið svo
hræðilega tannpínu.
En það þurfti svo sannarlega
öfiugt hjálparlið til að lina þján-
ingar vesalings fílsins. í allt unnu
17 tannlækuar, læknar, dýra-
læknar og tæknimenn að því að
hjálpa honum og þvílíkt magn
þurfti af deyfilyfi að það hefði
nægt til að drepa 70 manns.
Þetta er í fyrsta sinn sem slík
aðgerð er gerð á fíl og í öryggis-
skyni fylgdust læknar stöðugt
með hjartslætti Holmys og tóku
úr honum margar blóðprufur á
meðan hann var meðvitundar-
laus.
Við rannsókn á tönnum
Holmys kom í ljós gat í einni
þeirra, á stærð við krepptan
hnefa. Enda kannski ekki að
furða þar sem Holmy er sextugur
að aldri.
Bandarikin hafa óhrekjanlegar
sannanir fyrir því að vinstrisinna
skæruliðum í • Hl Salvador sé stjórnað
erlendis frá, eftir því sem Alexander
Haig utanríkisráðherra segir.
En hann útilokar að bandariskt
herlið verði sent til E1 Salvador, jafnvel
þótt skæruliðarnir kynnu að ná yfir-
höndinni í baráttu sinni gegn herfor-
ingjastjórninni, sem Bandarikin hafa
stutt.
Haig utanríkisráðherra sagði utan-
ríkisnefnd fulltrúadeildarinnar í gær að
Mið-Ameríka væri mjög mikilvæg
öryggi Bandaríkjanna en vísaði alfarið
á bug sérhverri samsvörun sem menn
reyndu að finna með E1 Salvador og
Víetnam.
Hann vildi ekki upplýsa nánar um
sannanir Bandaríkjastjórnar á að
skæruliðunum væri stjórnað erlendis
frá og alls ekki ljóstra upp hvernig þær
upplýsingar væru fengnar. Skýrði hann
nefndinni svo frá, að leyniþjónustu-
nefnd fulltrúadeildarinnar hefði verið
skýrt frá málinu í einstökum smáatrið-
um í síðustu viku.
Sagði hann að þessar sannanir væru
bæði yfirþyrmandi og óhrekjanlegar.
William Casey, forstöðumaður
leyniþjónustunnar (CIA), sagði í við-
tali fyrr í vikunni að skæruliðunum
væri stjórnað frá Managua (höfuðborg
Nicaragua) af atvinnumönnum, þraut-
reyndum i skæruhernaði.
Haig ráðherra sagði utanríkisnefnd-
inni að Kúba og hinir nýju bandamenn
hennar í Nicaragua væru vaxandi
ógnun við innanlandsfrið landanna við
Karíbahafið.