Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982. smi^jukaítl SMIÐJUVEGI14 D KÓPAVOGI. Fimmtudagur 4/3 ’82 Réttur dagsins BLÓMKÁLSSÚPA * ROASTBEEF BERNAISE SCHNITSEL GAME STEIKT ÝSUFLÖK m/REMOULAÐI ¥ KAFFI INNIFALIÐ MEÐ MAT ¥ í hádeginu verða meðal gesta okkar frambjóð- endur Sjálfstœðisflokksins í prófkjöri til bœjarstjórnar í Kópavogi. smi^jukaítl Sími72177 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaös 1981 og 4. tbl. bess 1982 á hluta í Keldulandi 15, talinni eign Súsönnu Erlu Oddsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 5. marz 1982 kl. 11.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 og 4. tbl. þess 1982 á hluta í Ármúla 40, þingl. eign Vignis Benediktssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hdl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 5. marz 1982 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 og 4. tbl. þess 1982 á hluta í Laugateigi 50, þingl. eign Björns Finnssonar, fer fram eftir kröfu tollstjórans i Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 5. marz 1982 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 og 4. tbl. þess 1982 á Laugateigi 40, þingl. eign Gísla S. Sigurþórssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 5. marz 1982 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., og 114. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 og 4. tbl. þess 1982 á hluta í Hverfisgötu 90, þingl. eign Einars L. Einarssonar, fer fram, eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 5. marz 1982 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 og 4. tbl. þess 1982 á hluta í Kambsvegi 25, þingl. eign Friðriks Brynleifssonar o. fl., fer fram, eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavfk og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudag 5. marz 1982 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Útlönd Útlönd Útlönd Denise Dupont, Alain Dupont og Jean-Claude Dupont. Ubýa: ÞROSKAHEFT FJÖL- r SKYLDA FRA FRAKK- LANDIHANDTEKIN FYRIR NJÓSNIR Getur verið að fjölskylda sem er svo þroskaheft að henni tókst varla að rata upp á eigin spýtur með strætisvögnum á heimaslóðum sínum geti rekið njósnir fyrir upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna og ísraels? Gaddafi, leiðtogi Líbýumanna, er a.m.k. á þeirri skoðun og hefur nú dæmt slika fjölskyldu í ævilangt fangelsi fyrir njósnir. Þar með hefur mál, sem allir hlógu að til að byrja með, snúizt upp í harmleik sem stofnar diplómatískum tengslum Líbýu og Frakklands í hættu. Og það er hreint ekki auðvelt að skilja hvað Gaddafi ætlast fyrir með dómi þessum sem kom frönsk- um yfirvöldum mjög á óvart. Þau hafa unnið að því mánuðum saman að fá fólkið aftur heim og var álitið að það mundi takast. Starfsmenn franska sendiráðsins voru meira að segja búnir að panta farmiða handa fjölskyldunni. Eftir hernaðarævintýri Líbýu í Tchad hafa diplómatísk tengsl landsins við Frakkland farið batnandi og það er kannski það sem Gaddafi kærir sig ekki um. Ein kenningin um mál þetta er sú að Gaddafi vilji hefna sín á Frökkum fyrir ófarirnar í Tchad. Aðrir álita að hann vilji hressa upp á álit sitt með þvi að „afhjúpa banda- ríska njósnara” eftir skömm þá er Bandaríkjamenn gerðu honum er þeir skutu niður tvær libýskar flug- vélar. Flúöu eymdina heimafyrír En hvað sem öllum kenningum líð- ur eru það afar furðulegir „njósnar- ar” sem Gaddafi hefur valið sér. Ekkjan, Denise Dupont (58 ára), og synir hennar tveir, Alain (25 ára) og Jean-Claude (21 árs), koma frá litlu þorpi í Norður-Frakklandi. Þetta er bláfátækt, atvinnulaust fólk og þar að auki þroskaheft. Nágrannar þeirra í Frakklandi segja að þau hafi átt erfitt með að taka strætisvagn til næsta þorps hjálparlaust. Saga þess- arar fjölskyldu er afar sorgleg og þar eru margir óútskýrðir og lausir þræðir. Faðirinn fórst af slysförum árið 1979. Hann lét eftir sig líftryggingar- fé að andvirði tæpra 500.000 króna en talið er að einhverjum hafi tekizt að narra þá peninga útúr ekkjunni og sonum hennar. f september á sama ári fór fjölskyldan til Alsír en kom til Líbýu í janúar 1980. Þau voru á flótta frá fátæktinni og eymdinni heima hjá sér og vildu gjarnan fá vinnu. Sennilega hefur einhver sagt þeim að þau gætu fengið vinnu í Líbýu og hjálpað þeim til að komast þangað. Lífstíðar fangeisi í apríl 1980 handtók líbýska lög- reglan þau þar sem landvistarleyfi þeirra var þá útrunnið. Síðan biðu þau þess í tæpa 22 mánuði að mál þeirra kæmi fyrir rétt en þvi var 12 sinnum frestað. Á þessu tímabili hafa Denise og Alain nokkrum sinnum verið send úr fangelsinu á geðveikra- sjúkrahús vegna hins andlega ástands síns. Réttarhöld fóru loks fram yfir þeim fyrir liktum dyrum. Voru þau dæmd til lífstíðarfangelsis fyrir njósnir í þágu „heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna og síonismans.” Libýsk yfirvöld álíta að þau hafi sannað tengsl fjölskyldunnar við síonisma með því að halda því fram að hún.hafi snúizt til gyðingatrúar. Talsmaður kommúnistaflokksins í heimabæ þeirra segir þó að harla ólíklegt sé að fjölskyldan hafi vitað nokkurn skapaðan hlut um trúar- brögð gyðinga. Því til sönnunar hefur hann sent skírnarvottorð fjöl- skyldunnar til Libýu, en hún er skírð til kaþólskrar trúar. Líbýustjórn hefur iæknis- vottorö um andlegt ástand fjölskyldunnar Vinir og nágrannar Dupont fjölskyldunnar hafanú í hyggju að skipuleggja mótmælaaðgerðir við sendiráð Libýumanna i París. Robert Fromont, vinur fjölskyldunnar, sem unnið hefur að því að fá hana lausa síðan hún var handtekin, segist einnig hafa sent Líbýustjórn læknisvottorð sem sanna að ekkjan og synir hennar eru það andlega vanheil að þau hefðu aldrei getað framið þá glæpi sem þau eru ákærð fyrir. Frönsk stjórnvöld leggja einnig mikla áherzlu á að fá fólkið aftur heim. Og er þessi óvænti dómur féll í máli þeirra sendi sendi ráð Frakka samstundis náðunarbeið'ii til stjórnar Líbýu. Henni hefur enn ekki verið svarað og enginn treystir sér til að segja fyrir um endalyktir þessa furðu- lega „njósnamáls.” GaddaO ofursti: Samkvæmt áliti hans þarf ekki mikla hæGleika til aö stunda njósnir fyrir Bandaríkin og Israel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.