Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Page 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDa JUR 3. MARZ 1982,
VIÐTALIÐ:
Árni Norðfjörd er þriðji ættliðurinn sem rekur verzlun Jóhannesar Norðfjörð. Hér er hann ásamt föður sinum Vilhelm og
málverki af afa sinum og stofnanda verzlunarinnar.
Úra- og skartgripaverzlun Jóhannesar Norðfjörð
SOáraídag:
DV-mynd Friðþjófur.
„Okkur var ekki spáð
langri ævi hér
á Hverfisgötunni”
—segir Vilhelm Norðf jörð
„Faðir minn stofnaði verzlun á
Sauðárkróki árið 1902. Tíu árum
síðar ákvað hann að færa út kvíarnar
og flytur þá til Reykjavíkur. Ég man
fyrst eftir verzluninni að Laugavegi
10 þar sem Nesco er núna. Þá voru
einnig seld þar reiðhjól og saumavél-
ar og var verkstæði i bakhúsi,” sagði
Vilhelm Norðfjörð, sonur Jóhannes-
ar Norðfjörð stofnanda samnefndrar
verzlunar en í dag á sú verzlun 80 ára
afmæli.
Jóhannes Norðfjörð nam úrsmíði í
Stafanger í Noregi og fluttist síðan
heim aftur. Er hann kom til Reykja-
víkur árið 1912 stofnsetti hann verzl-
un sína í Bankastræti 12. Verzlunin
fluttist nokkrum sinnum á næstu
árum en árið 1935 fékk Jóhannes
húsnæði að Austurstræti 14. Þar var
verzlunin til húsa alveg til ársins 1959
en þá flutti hún í eigið húsnæði að
Flverfisgötu 49 þar sem hún er enn í
dag.
„Okkur var ekki spáð langri ævi
hér á Flverfisgötunni,” sagði Vilhelm
ennfremur. „Þó urðum við strax
varir við aukningu eftir að hún kom
hingað. Við höfum einnig átt okkar
föstu viðskiptavini til fjölda ára,”
segir hann ennfremur.
Vilhelm tók við framkvæmda-
stjórn verzlunarinnar árið 1946 en þá
var fyrirtækinu breytt í hlutafélag.
Ekki lærði hann úrsmíði en hins
vegar fetaði sonur hans, Árni Norð-
fjörð, í fótspor afa sins. Jóhannes
Norðfjörð lézt árið 1952 og tók þá
Vilhelm alfarið við rekstrinum eða
þangað til um áramótin 1980/81 að
sonur hans Árni tók við.
Nú er fyrirtækið úra- og skart-
gripaverzlun auk úrsmiðaverkstæðis.
Til dæmis hefur verzlunin haft einka-
umboð á Alpina úrum frá því 1938.
Þá ér hún með einkasölu á vörum frá
Den Kongelige Porcelinsfabrik í Dan-
mörku, Georg Jensen og Spring frá
Sviss.
í tilefni af áttræðisafmæli
verzlunarinnar verður viðskiptavin-
um hennar boðinn 10% afsláttur á
öllum vörum til 13. marz.
-ELA.
Af laskip keyp til Eskif jarðar
Aflaskipið Flelga Guðmundsdóttir
hefur verið selt til Estifjarðar og fór
afhending skipsins nýlega frarn. Hinir
nýju eigendur eru Hraðfrystihús Eski-
fjarðar hf., sem á 75% og ísak
Valdimarsson, sem á 25%.
Þessir tveir aðilar hafa stofnað hluta-
félag, sem rekur skipið. Það heitir
Hólmaborg hf. Skipið heitir nú
Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. Það er
nefnt eftir móður Aðalsteins Jónssonar
útgerðarmanns, Alla ríka.
Guðrún Þorkelsdóttir SU er nú á
netaveiðum, en skipstjóri er aflaklóin
ísak Valdimarsson. -Emll Eskifiröi.
IÐNVERK H.F.
Byggingarþjónustan óskar oftir
2ja herbergja íbúð
fyrir einhleypan starfsmann. Til greina kemur einnig
einstaklingsíbúð eða stórt herbergi með aðgangi að eldhúsi.
Uppl. f sfima 26930 oða 25945
á skrffstofutfma frá 9—18.
Hefilbakkir
Lárus Jónsson hf.
Lougamosvogi 59 Rvík
SJm/37189.
Lengd 130 cm, 170 cm og 212 cm
fyrirHggiandi.
Handútskorið
sófasett, sígilt
- settið er teiknað
afMox Jeppesen
Gott verðoggóðir
greiðsluskilmúlar
Verzliðþarsem úrvalið
er mest og kjörin bezt.
Trésmiðjan
Síðumúla 23.
Sími39700.
UTSALA A SKIÐAFATNAÐI
Gallar, rauðir, unglingastærðir
Stakar úlpur
Kvenkuldajakkar, dún
Gallar, svartir og rauðir — unglinga
Moon Boots, blandaðar stærðir
Skíðatilboð
START skíði — bindingar — stopparar
Stærðir: 130—170 cm. Verðkr. 750,-
VARIANT skíði — bindingar — stopparar
Stærðir: 130—150cm.
iVerð kr. 850,-
VARIANT skíði — bindingar
— stopparar
Stærðir: 160—175cm.
Verðkr. 1.050,-
Verð áður kr. 520,- Nú 298,-
Verð áður kr. 420,- Nú 200,-
Verð áður kr. 1.190,- Nú kr. 830,-
Verð áður kr. 520,- Nú 320,-
Verð áður kr. 259,- Nú 180,-
Opið taugardaga kl. 10.00—14.00.
Póstsendum
Grensásvegi 50 — 108 Reykjavík — Sími 31290