Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Page 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982. 13 hafa verið settir til ábyrgðarstarfa ýmsir þeir einstaklingar sem ekki hafa yfir þeim eiginleikum og þekkingu að búa sem stjórnendum eru nauðsynleg. Þar af leiðandi hafa orðið sífelldir árekstrar og leiðindi sem hafa gert þennan vinnustað þannig að margir þeirra sem áttu drjúgan þátt í uppbygg- ingu fyrirtækisins hafa hætt störfum að fullu og öllu eða fengið frí um lengri eða skemmri tíma. Líkur eru til þess að sá fólksflótti haldi áfram ef ekki tekst að opna augu ráðamanna fyrir þeim umgengnisháttum sem nú eru viðhafð- ir hjá þessari ríkisstofnun. ,Sú umræða sem hefur orðið um Frihöfnina á Keflavikurflugvelli er að vissu leyti fagnaðarefni þvi að það eru margir liðir þar sem þarf að opna umræður um ef ekki á illa að fara.” Opin umræða tilgóðs Það finnst kannski einhverjum að ekki sé þörf á að fara i fjölmiðla með svona mai, en reynslan er sú að oft þarf að koma af stað opinni umræðu til að úrbætur fáist. Það virðist vera einkenni okkar embættiskerfis að telja störf aðila í kerfinu það góð að athugasemd- ir og aðfinnslur séu óþarfar. Oft virðist líta svo út að ekki sé ætlazt til að venju- legir starfsmenn leiði hugann mikið að því sem er að gerast á vinnustað þeirra, öllu fremurskuli þeir látast vera blindir og heyrnarlausir, og ef þrátt fyrir allt eru gerðar athugasemdir, þá flokkast það undir nöldur og óþarfa afskipta- semi sem ekki er hlustaðá. Sú umræða sem hefur orðið um Frí- höfnina á Keflavíkurflugvelli er að vissu leyti fagnaðarefni því að það eru margir liðir þar sem þarf að opna umræður um ef ekki á illa að fara. Það er von mín og eflaust margra annarra sem vilja þessari stofnun vel að þessar umræður leiði til góðs. Keflavík 25—02—82 Jón Olafur Jónsson Hugleiðingar um uppeldi vanda því að margt má sjá aðkallandi í þessum efnum þó ekki sé farið djúpt í saumana. Á þroskaskeiði unglings eiga sér stað gífurlegt andlegt og líkamlegt umrót. Sumir unglingar virðast kippa sér lítið upp við það, en aðrir rjúka í háarif- rildi út af engu, hlaupast að heiman um tíma, en snúa þó aftur, gefa ekkert eftir og beita fyrir sig rökfræðinni eða loka sig inni til að losna við pakkið. Þetta er dæmigert hegðunarmynstur unglings á gelgjuskeiði. Stundum tekst að lægja öldurnar um tíma og reynir þá aldeilis á hlut foreldra eða umráða- manna að standa sig í stykkinu. Margt getur þó verið byrgt inni til að halda heimilisfriðinn. Velferð unglings getur verið undir því komin hvort hann elst upp í stórum hópi eða hvort einstætt foreldri sér um allt uppeldið. í stórum hópi er erfitt að gera öllum til hæfis og undan- tekningarlitið er þar um einhverja mismunun að ræða af hálfu foreldra, þó oftast sé hún ómeðvituð. Ef um ein- stætt foreldri er að ræða, þá vinnur það yfirleitt úti og barnið er svo gott sem sjálfala á meðan, sé það ekki á barnaheimili eða í fóstri. Miklar breytingar Vinnuþreyta og lífsgæðakapphlaup geta bitnað óbeint á unglingum, gert þá pirraða og uppstökka án neinna sýni- legra ástæðna, þótt þeir sýni yfirleitt stillingu. Þá er tjáningargetan kannski í lágmarki og er það e.t.v. besta lausnin. Eftir að sjónvarpið kom hafa orðið miklar breytingar varðandi uppeldi unglinga, bæði til góðs og ills. Nú eru unglingar aðeins þiggjendur og neyt- endur, en um leið er drepin niður í þeim sköpunargetan. Þótt þeir myndi sér ákveðnar skoðanir, þá er enginn sem sýnir því áhuga. Ekki er hægt að ætlast til þess að unglingar séu eingöngu þiggjendur, því þeir vilja leggja sitl af mörkum, það skortir hinsvegar á að sá akur sé rækt- aður rétt. Þegar nauðsyn er að gera eitthvað róttækt sem allir njóti góðs af, þá er borið við fjárskortj. Sé fé fyrir hendi, þá þarf kannski leyfi. Leyfin þurfa svo að fara gegnum ranghala kerfisins sent eru óralangir. Að vísu er vandséð hvort erfiðara sé að vera unglingur í dag en áður fyrr. En það er Ijóst að tómstundaiðja virðist minna tengd heimilinu nú en áður. Nú á dögum eirir unglingurinn lítið heima við og er svo gott sem sambandslaus við foreldrana, þangð til eitt stk. barn kemur til sögunnar sem afrakstur ákveðinnar tómstundaiðju sem sögð var vera klúbbfundur. Þegar þannig fer er ætlast til þess að foreldrarnir hlaupi undir bagga, þvi að unglingurinn er ekki talinn nógu þrosk- aður til að sjá um ungbarn. Þá er eins gott að grunnurinn sé traustur, því að' lengi býr að fyrstu gerð. Valdimar Elíasson Haraldur Blöndal þar. Hitt er aftur annað mál, að þá ætti að gefa almenningi kost á að fjárfesta í félaginu, en láta ekki ríkissjóð leggja fram féð. En yfirtaka álversins, yfirtökunnar vegna, er heimskuleg og þjónar ekki hagsmunum landsins. Hver erreynslan af Hjörlerfi? Hjörleifur er búinn að vera iðnaðar- ráðherra um nokkurt skeið. Hann er yfirstjórnandi nokkurra ríkisfyrirtækja t.d. Sementsverksmiðju ríkisins. Hvernig hefur Hjörleifi tekist til með sína yfirstjórn? Hefur Sementsverk- smiðjan skilað ríkissjóði hagnaði? Eru kjör þeirra manna, sem þar vinna sambærileg við kjör þeirra, sem vinna hjá álverinu? Eru skattar og gjöld til Akraness sambærileg við þær tekjur, sem Hafnarfjörður hefur af álverinu? í öllum tilfellum er svarið hið sama. Álverið er mun arðbærara fyrirtæki. Hjörleifur ræður sjálfur verðinu á sententinu. Verðskyn hans er slíkt, að Sementsverksmiðjan var rekin með milljóna halla á síðastliðnu ári. Fyrir- tækið er raunar löngu komið í greiðslu- þrot og furðulegt, að nokkur banki skuli lána því fé. A.m.k. mun mönnum stundum vera neitað um lán með skir- skotun til þess, að það væri ekki hlut- verk banka að fjármagna vísvitandi hallarekstur. Kjör þeirra manna, sem vinna hjá Sementsverksmiðju ríkisins eru á engan hátt sambærileg við launakjör i ál- verinu enda er það keppikefli í öllum samningum að ná álverinu. Skattar og gjöld af Sementsverk- smiðjunni eru smáræði, enda fyrir- tækið ekki aflögufært og á engan hátt sambærileg við tekjurnar sem Hafnar- fjörður hefur af álverinu. Ég held að dæmið af Sementsverk- smiðjunni sanni, að Hjörleifi er ekki treystandi til þess að hafa yfirstjórn meðnokkru iðnfyrirtæki. Aðráðaþví sem skiptir máli Vitanlega eiga þeir herrar í Alusuisse ekki að ráða ferðinni. En það verður að halda samninga við þá og þegar meta á samningana við álverið verður að meta þáí heild. Staðreyndin er þá sú að þeir samn- ingar hafa reynst landinu vel. Það fæst nægjanlegt verð fyrir raforkuna til þess að greiða allan kostnað við Búrfells- virkjun, þótt álverið noti ekki nema hluta þess rafmagns. Starfsmennirnir sem vinna í álverinu hafa hærra kaup en flestir aðrir, enda hefur ekki verið haft hátt um þá kenningu kommúnista, að ætlunin með álverinu væri að gera ísland að láglaunasvæði. Ríkissjóður hefur fengið verulegar fjárhæðir í skatttekjur og Hafnarfjarðarbær sömuleiðis. Þá hafa skipafélög haft af því góðar tekjur, að flytja farma til og frá álverinu. — Og loks eru gjaldeyris- tekjur drjúgar og munar um, þegar sölutregða er á öðrum útflutnings- vörum. í fáum orðum sagt: Rekstur álversins befur sannað að það var rétt ákvörðun að gera álsamninginn. Hrakspár and- stæðinganna hafa ekki ræst, en tekist hefur að leiðrétta minni háttar hnökra áálsamningnum. Að þetta tókst er vegna þess, að þeir íslendingar, sem réðu ferðinni, þegar samið var, höfðu að leiðarljósi að ráða því sem skipti máli og íslendingar höfðu vald á. Fyrir okkur skipti eignarétturinn minnstu. Miklu meira skipti að tryggja skatttekjur, orkutekjur og laun fyrir starfsfólkið. Og það tókst. Haraldur Blöndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.