Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982. Menning Menning Menning Menning „Einar Grétar lék Mendelsohnkonsertinn með sinni lipru tækni, Ijúflega og ýkjulaust. Hann hefur einhvem veginn svo makalaust gott lag á þvi að leika með hljómsveitinni...” DV-mynd Bjarnleifur. Þegar mörkin eru virt Tónleikar Sinfónkihljómsveitar fslands f Héskófabfói 26. fabrúar. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacpuillat Einlaikarl: Einar Grétar Svainbjömsson. Efnlsskré: Wotfgang Amadeus Mozart: Forleikurinn að Cosi van Tutta; Felix Mendel- sobn: Flðlukonsart; Ludwig van Baethovan: Sinfónfa nr. 2. Á upphaflegri áætlun tónleikaver- tíðarinnar átti að frumflytja verk eftir Jón Þórarinsson í byrjun þess- ara tónleika, en af einhverjum ástæð- um var skránni snúið svo að forleik- urinn að Cosi van Tutte lenti sem upphitunarstykki fremstur í röðinni. Og nákvæmlega það, sem sé upphit- unarstykki, var hann, eða öllu heldur varð í höndum hljómsveitarinnar og Jacquillat, hvers sem Mozart kann að hafa ætlast til. En vitanlega fyrirgefst mönnum fyrir að hafa Mozart þannig að stökkbretti þegar þeir fá aðeins að leika einn stakan forleik, slitinn úr öllu samhengi, þótt ég muni nú raun- ar ekki eftir neinum af forleikjum Mozarts, sem ekki fá staðið setn sjálfstæðstykki. Einleikariaf fágætri tegund Svo var röðin komin að Mendel- sohn og Einari Grétari og hvorugur sveik. Báða þekkja tónleikagestir að góðu. Manni finnst orðið óralangt síðan Einar Grétar tók sig upp frá hljómsveitinni okkar og gerðist konsertmeistari á Málmhaugi. Þar vann hann sér frægð og frama, en hefur samt ekki verið yfir það haf- inn að leika af og til með gömlum félögum. Einar Grétar -lék Mendel- sohnkonsertinn með sinni lipru tækni, ljúflega og ýkjulaust. Hann hefur einhvern veginn svo makalaust Tónlist Eyjólfur Melsted gott lag á því að leika með hljóm- sveitinni, sem fyrirliði hennar og jafnframt félagi, en samt hefur hann raust sína að því er virðist átakalaust upp úr fjöldanum. Einleikarar af þeirri gerð eru fágætir nú orðið, á tímum hinnar algjöru sérhæfingar. Hver þekkir sitt Önnur Beethoven stóð síðust á skránni, og að loknum góðum flutn- ingi á Mendelsohnkonsertinum var full ástæða að krefjast hins sama þegar að Beethoven var komið. Hljómsveitin þekkir orðið Jacquillat og Jacquillat þekkir sína hljómsveit og tónleikagestir þekkja samvinnu þeirra. önnur Beethoven stendur inn- an þess ramma, sem hentar Jacquillat og hljómsveitinni. Að segja, ef menn setja það ekki fyrir sig að Beethoven sé kryddaður svolítilli rómantík. Og þannig fer það jafnan, séu mörkin virt verður útkoman hin þokkaleg- asta. EM Stórkostlegur lúðrablástur af Ijúf ustu gerð Háskólatónleikar f Norrœna húsinu 26. febniar. Flytjendur: Blésarekvintett skipaflur: Bernard Wilkinsson, fleutu, Defle Koibeinssyni, óbó, Einari Jóhennessyni, klarínettu, Hafstcin* Gufl- mundssyni, fegott og Joseph Ogkibene, hom. Efnisskrá: Blásarakvintettar eftir Jón Ásgeirsson og Cerí Nietsen. Norrænir, en ólíkir Tveir norrænir blásarakvintettar. voru á hádegistónleikaskránni á há- skólatónleikum í þetta sinn. Sá fyrri eftir kappann Jón Ásgeirsson og hinn seinni eftir Carl Nielsen. Báðir eiga það sammerkt að vera samdir ákveðnum blásurum til munns og handa og bera vitanlega keim af því. Kvintett Jóns er saminn fyrir sam- leikshóp kvenna við Tónlistarskól- ann og varð á sínum tíma til að bæta úr hinum algjöra skorti sem ríkti hér á íslenskri músík þessarar tegundar. Ætíð skal Jón vera fyrstur til þótt ekki hafi ég óyggjandi sannanir fyrir að þessi kvintett hans sé fyrsti ís- lenski blásarakvintettinn. Hann ber ósvikið handbragð Jóns, þó ekki virðist Jóni vera jafnmikið í mun að vera þjóðlegur og oft annars. Carl Nielsen samdi sinn kvintett handa Blásarakvintett Kaupmannahafnar og mótaðist gerð hans mjög af þeim mönnum er þar léku. Kvintettar þessir eru svo ólíkir sem frekast getur verið. Annars vegar Jón, sem skáldar fyrir blásarasveitina og stenst allar freistingar að hygla einstökum blásurum með „óskalagi” til að brillera á, utan sjálfsagðar leið- andi línur innan hópsins. Hins vegar Nielsen, sem byggir stóra hluta verks síns á því að hver einstakur fái að blakta með sóló og það fram og til baka, þótt hann að sjálfsögðu gleymi ekki liðsheildinni. Velslípað En kjarninn í þessum tónleikum var ekki verkin, svo ágæt sem þau voru, heldur sá firnagóði lúðrablást- ur, sem boðið var upp upp á. f kvint- ettinum er valinn maður i hverju rúmi, og leikmáti þeirra fellur mjög vel saman. Ég held að kvintett þessi hafi hér með þreytt frumraun sína á opinberum vettvangi og mér er stór- lega til efs að aðrir leikhópar hafi mætt til leiks hérlendis í fyrsta sinn svo vel samslipaðir sem þessi. Nú má segja sem svo að þessir ágætu blásar- ar þekki hver annan úr sínu daglega starfi í Sinfóníuhljómsveitinni, en þar reynir bara oftast á samvinnu í svolítið annarri mynd en i kvintett sem þessum. gg nefnj engan meðlim kvintettsins öðrum fremur, því að hér sat stórkostlegur samleikur í fyrir- rúmi, þótt hver um sig fengi að brill- era í Nielsen. Hádegisgestir í Norræna húsinu fengu stórkostiegan lúðrablástur af ljúfustu gerð á sinn disk. EM UM HOLLUSTUHÆTTI Á VINNUSTÖÐUM... í kjölfar tækniþróunar liðinna ára hefur fylgt aukin hætta vegna hverskonar efnanotkunar og efna- myndunar i starfsumhverfi, bæði vegna nýrra vinnuaðferða og vegna þess að sífellt eru að koma á markað- inn ný og áður óþekkt efni og efna- sambönd. Jafnvel þó samsetning þessara efna sé þekkt þá er í mörgum tilfellum algjörlega óþekkt hvaða áhrif þau geta haft á heilsufar þeirra sem með þau vinna. Brýnt er því að auka rann- sóknir á skaðsemi þessara efna og miðla upplýsingum frá vísindamönn- um og sérfræðingum til verkafólks um óhollustu og hættur af völdum þeirra. Þessi upplýsingaskylda hvílir nú á vinnueftirliti ríkisins, sem stofn- að var til þess að framfylgja lögum um aðbúnað, öryggi og hollustu- hætti á vinnustöðum, en þau tóku gildi 1. janúar 1981. í lögunum er meðal annars gert ráð fyrir því að starfrækja skuli atvinnusjúkdóma- deild við Vinnueftirlitið sem vera skuli til ráögjafar fyrir heilbrigðis- yfirvöld um skipulagningu heilbrigð- isskoðana starfsmanna, sem miði að því að koma í veg fyrir veikindi af völdum vinnuaöstæðna. Ennfremur að sjá um skráningu atvinnusjúk- dóma og stuðla að rannsóknum á sviði atvinnusjúkdómalækninga í! samráði við heilbrigðisyfirvöld. Skaðlegefni Hin svokölluðu lífrænu leysiefni eru rokgjörn efni sem geta haft veru- lega skaðleg áhrif á heilsufar þeirra, sem með þau vinna. Þvi er full þörf á að umgangast þau með varúð, þessi lífrænu leysiefni fyrirfinnast í hinum ýmsu starfsstéttum, en þær stéttir sem umgangast þær hvað mest í störfum sínum eru málarar, dúklagn- ingamenn og starfsfólk í málm- og plastiðnaöi. Skipta má áhrifum upp- lausnarefnanna á heilsufarstarfsfólks i grófum dráttum i tvennt, annars- vegar langvarandi eitrunaráhrif og hinsvegar bráð eitrunaráhrif. Þessi hættulegu efni komast inn í likamann í gegnum öndunarfærin og berast síðan með blóðstraumnum til mið- taugakerfisins, en þar verður áhrif- anna fyrst og fremst vart.Helztu áhrif bráðrar eitrunaráhrifa eru höfuð- verkur, svimi og menn verða óstöð- ugir á fótum likt og undir áhrifum áfengis. Ef menn halda áfram að anda að sérgufum leysiefnanna leiðir það til öngvits. Ef um er að ræða bráða eitrun hvað eftir annað geta ýmis líffæri hlotið skaða af og er þá hætta á varanlegu heilsutjóni. Helztu einkenni langvinnrar eitrunar eru höfuðverkur, þreyta, svimi, menn verða viðkvæmir og uppstökkir og eiga erfitt með að einbeita sér og verða gjarnan gleymnir. Eitrunar- áhrif geta leitt til skemmda á úttauga- kerfinu sem valdið getur doða og lömun. Einnig getur verið um að ræða lifrarskaða, blóðleysi og exem og einstaka efni geta valdið krabba- meini. Ekki er hægt aö fjalla svo um Jóhann Guðbjartsson hollustuhætti 1 starfsumhverfi að ekki sé minnst á hávaðamengun, en mengun af völdum hávaða eykst stöðugt i kringum okkur og allflest- um er það orðið ljóst hvað hann getur verið skaðlegur. Ástandið er víða slæmt á hávaða- sömum vinnustöðum, en lítið sem ekkert hefur verið gert til þess að draga úr þessum skaðvaldi þó með viðeigandi ráðstöfunum sé algjörlega hægt að koma í veg fyrir heyrnartap af völdum hans. Því verður alltof stór hópur fólks fyrir svo miklum heyrnarskaða af völdum hávaða, að þeirra líkamlega og andlega heil- brigði bíður þess aldrei bætur. Þaö er ekki nóg með að hávaði geti valdið heyrnarskaða, þvi að hann hefur einnig áhrif á taugakerfið, veldur streitu, svefnleysi og þreytu og skerð- ir hæfileika manna til einbeitni, auk þess að hann getur leitt til þess að auka áhrif skaðlegra efna á líkam- ann. Hollustumál vinnustaða eru oft samofin af mörgum þáttum í starfs- umhverfinu, þar sem einn þáttur getur aukið áhrif annars. Ekki er nóg að vinna gegn einum mengunarþætti vinnustaðarins heldur þarf að ráðast gegn vandamálinu í heiid sinni ef skapa á heilsusamlegt og gott starfs- umhverfi. Jóhann Guðbjartsson iðnverkamaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.